Vikan


Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 29

Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 29
Ég hreinlega sveif af sælu þegar Antonio var í návist minni. Hann hrósaði mér í sífellu, það var alveg sama hvort ég var að elda mat eða sat í íþróttagallanum uppi í sófa. allt leynimakkið en ein- hverra hluta vegna tókst okkur að halda þessu leyndu fyrir Helgu og fjölskyldunni. Þau litu út fyrir að vera svo hamingjusöm. Helga tal- aði í sífellu um hversu yndis- legur Antonio væri og hversu heppin hún væri með nýju vinnuna. Ég sá enga aðra karlmenn, enginn þeirra stóðst samanburðinn við Antonio. Eftir eins árs ástarsam- band fékk ég símhringingu. I símanum var Helga og ég heyrði að henni var mikið niðri fyrir. Ég fékk hnút í magann, því auðvitað kæm- ist hún að þessu fyrr en síð- ar. Hvernig systir er ég? hugsaði ég stöðugt á meðan ég beið eftir fréttinni. „Þú ert að verða móðursystir, elsku systir.“ Mér fannst hjartað í mér hætta að slá. „Hvað, segir þú ekkert? Ég er búin að reyna að verða ófrísk í marga mánuði og núna loksins tókst það. Ég er komin þrjá mánuði á leið. Við ætlum líka að gifta okk- ur fljótlega því Antonio vill ekki að barnið fæðist utan hjónabands. Finnst þér hann ekki mikið krútt?“ Ég tautaði til hamingju og reyndi að virðast glaðleg í símanum. Ég fékk algjört áfall. Antonio hafði sífellt verið að tala um hversu slæmt sambandið á milli hans og Helgu væri og hann ætlaði að slíta því. Auðvitað hafði hann bara verið að leika sér að mér. Sá að ég var til í tuskið og einmana. Hann hafði aldrei ætlað sér að fara frá Helgu. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Eftir að ég sleit símtalinu fór ég að hágráta og grét í fleiri klukkustundir, fannst mér. Ég ákvað að taka mig saman í andlitinu og heim- sækja Helgu. Þar voru mamma og hinar systur mín- ar samankomnar. Það ljóm- uðu allir af gleði nema ég. Mamma þekkti mig vel og sá strax að eitthvað amaði að mér. Ég útskýrði það með því að ég væri lasin og þetta væri ekkert alvarlegt. Antonio sat eins og kóngur með Helgu í fanginu og strauk á henni magann. Þeg- ar ég reyndi að horfa í augu hans leit hann alltaf undan. Hann hætti að hringja eft- ir þetta og við hittumst ekk- ert í langan tíma. Ég ákvað þó að reyna að ná í hann því ég vildi ekki að hann kæmist upp með þessa hegðun. Ég vera með einhver uppsteyt væri það mitt mál, en ég myndi einungis særa systur mína sem þætti mjög vænt um mig. Ég væri greinilega ekki hrifin af honum lengur og það væri bara allt í lagi. Hann vildi bara prófa að sofa hjá mér og hon- um hefði fund- ist það gott. Allt í einu sá ég hann í nýju ljósi. Mér fannst hann ekki lengur myndarlegur eða góðlegur. Mér bauð við honum. Auð- vitað hafði ég sjálf komið mér í þessa stöðu en hvað átti ég að gera varðandi systur mína? Mamma og systur mínar dýrkuðu Antonio og allt var á hvolfi við að undirbúa brúðkaupið þeirra. Ég ákvað að þegja. Helga var flytti til útlanda. Dóttir mín var alsæl með að fá tækifæri til að flytja til útlanda og naut sín vel. Mér tókst að Mér fannst ófyrirgefanlegt þegar eiginmaður minn hélt fram hjá mér og svo lagðist ég jafnlágt með því að halda við unnusta systur minnar. hitti hann einu sinni einan heima og um leið og hann sá mig var gamla góða brosið komið á sinn stað. Mér flökraði, bæði við honum og því sem ég hafði gert systur minni. Ég sprakk af reiði og las honum pistilinn. Það hefði verið hann sem hélt fram hjá en ekki ég. Hvort hann skammaðist sín ekk- ert? Hann hélt nú ekki. Faðir hans hefði ætíð átt margar ástkonur og honum fyndist . það eðlilegt. Ef ég ætlaði að hamingjusöm og það skipti máli. Þetta var hennar líf og hennar stóri dagur. Ég reyndi að láta líf mitt ganga með eðlilegum hætti fram yfir brúðkaupið. Samvisku- bitið nagaði mig sífellt og ég gat hreinlega ekki sagt syst- ur minni hvað að var. Hún geislaði af hamingju á brúð- kaupsdaginn og Antonio var glæsilegur í augum þeirra sem ekki þekktu manninn. Fljótlega eftir brúðkaupið skipti ég um starf og nýja starfið krafðist þess að ég gleyma Antonio eins og hægt var miðað við að hann væri mágur minn. Hamingj- an blómstraði hjá þeim, a.m.k. út á við, en ég veit að hann hélt iðju sinni áfram þrátt fyrir að ég væri farin. Þegar ég horfi til baka þá upplifi ég ástarævintýrið sem mestu mistök ævi minn- ar og ég veit að ég mun ávallt bera ör á hjarta eftir það. Mér fannst ófyrirgefan- legt þegar eiginmaður minn hélt fram hjá mér og svo lagðist ég jafnlágt með því að halda við unnusta systur minnar. Slíkt er ófyrirgefan- legt í mínum huga og ég bið þess heitt að hún muni aldrei komast að því hvaða mann hann hefur að geyma. Ég held í þá von að hann breytist og reynist systur minni vel. Ef einhver á skil- ið að eiga góðan eiginmann þá er það hún litla systir mín. Lesandi segir Margréti V. Helgadóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvaö sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið aö skrifa eöa hringja til okkar. Viö gætum fyllstu nafnleyndar. Hcimilisfangiö cr: Vikan „Lífsreynslusaga“, Scljavcgnr 2, 101 Rcykjavík, Nctfang: vikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.