Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 19
land fvrir f iölskvldufólk
landi. Það var samt sem
áður mjög gaman að koma
til Filipseyja og njóta sam-
vista við fjölskyldu mína þar
sem ég hafði ekki hitt þau í
níu ár.“
„Hvernig gekk þér að
aðlagast íslensku
þjóðfélagi?“
„Fyrsta árið var mjög
erfitt og ég þjáðist af heim-
þrá. Ég átti það til að bresta
í grát og var oft að því kom-
in að gefast upp og fara aft-
ur til Filipseyja. En smám
saman fór mér að líða betur
og ég kynntist mörgu góðu
fólki. Ég komst fljótlega í
samband við aðrar konur frá
heimalandi mínu og við
hittumst reglulega nokkrar
saman. Þá eldum við
Filipeyskan mat, spjöllum
og skemmtum okkur kon-
unglega. Þetta er orðinn al-
veg fastur punktur í tilver-
unni og gefur okkur mikið.
Sumir halda að útlendingar
einangrist félagslega ef þeir
halda alltaf hópinn en sú
hefur ekki verið raunin hjá
mér. Mér finnst nauðsynlegt
að maður haldi í rætur sínar
þrátt fyrir að maður sé bú-
settur í öðru landi og það
getur hæglega átt samleið
með almennri aðlögun að
nýjum venjum. Fjölskylda
mín er t.d. öll kaþólsk og í
minni ætt eru bæði prestar
og nunnur og einn frændi
minn er biskup við kaþólsku
kirkjuna á Filipseyjum."
„Kemur fólk að
heimsækja þig frá
Filipseyjum?“
„Já, það kemur fyrir. Syst-
urdóttir mín var hér nýlega í
heimsókn hjá mér og það
var mjög skemmtilegt. Ég
fór með hana víða og sýndi
henni fallega staði eins og
Mývatn, Þingvelli, Gullfoss
og Geysi. Eins fóru tvær
samstarfskonur mínar með
mér til Filipseyja í sumar en
ég vinn á barnadeild Land-
spítalans. Mér líkar afskap-
lega vel að vinna þar því ég
er mjög mikið fyrir börn og
þau hænast að mér. Börnin
þar eru dugleg við að kenna
mér að tala betri íslensku og
ég finn að þeim finnst gam-
an að kenna mér. Ég vona
að ég geti unnið á barna-
deildinni sem lengst.
„Áttu áhugamál?“
„Ég sauma mjög mikið og
hef gaman af því,“ segir
Kóra og sýnir blaðamanni
sýnishorn af saumaskap sín-
um. Öll glæsilegu glugga-
tjöldin í íbúð hennar eru
saumuð og hönnuð af Kóru.
Sömu sögu er að segja um
blúndum prýddan rúmfatn-
að, útsaumaða dúka og
margar flíkur fjölskyldunn-
ar. „Stelpurnar mínar döns-
uðu filipseyska þjóðdansa á
SOS- hátíðinni sem var
haldin í Ráðhúsi Reykjavík-
ur fyrr í sumar og þær voru í
þjóðbúningum sem ég
saumaði á þær. Ég er stolt af
börnunum mínum."
Mér líkar afskaplega vel að búa I Grafar-
voginum því hér er svo rólegt og friðsælt.
Vikan
í hverri viku
flýgur út!
Auglýsingin þín fær byr undir
báða vængi í VIKUNNI.
Rúm 20% þjóðarinnar lásu eða
flettu síðasta tölublaði Vikunnar og
stærsti lesendahópurinn voru konur
á aldrinum 20-49 ára. Samkvæmt
fjölmiðlakönnun Gallup í apríl '99.
Hafðu samband við
auglýsingastjórana okkar.
Kristin Guðmundsdóttir
Simi: 515-5628
GSM: 698-5238
Netfang: vikanaugl@frodi.is
Anna Þorsteinsdóttir
Sími: 515-5637
GSM: 695-3838
Netfang: anna@frodi.is