Vikan


Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 2

Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 2
Texti: Adda Steina Björnsdóttir Undir fölsku fla - um það sem ber að varast við landamæri. Sem vanur heims- hornaflakkari tel ég mig geta gefið lesend- um nokkur heilræði varð- andi ferðlög. Hið fyrsta er að deila aldrei við hermenn og ekki munda myndavél fyrir framan þá nema þeir tilheyri lífverði dönsku drottningarinnar og séu því lögmæt fórnarlömb. I öðru lagi eiga menn aldrei að rífast við menn í einkennisbúningum, sér- staklega ekki á landamær- um. Jafnvel kaskeytið eitt á að nægja til að við pússum rykið af allri okkar kurteisi og þolinmæði, reynum að brosa og bíða allan vanda burt. Við þurftum mikið á þess- um dyggðum að halda á litl- um, illa búnum flugvelli á norður Indlandi þegar við lentum þar á leið frá Nepal. Þetta var um miðjan dag og það var heitt í biðskýlinu þar sem farangur var skoð- aður og vegabréf stimpluð. Loftkæling var engin en yfir okkur snérist vifta hægt með lágu suði. Nokkrar dagglað- ar moskítóflugur svifu um og leituðu bitfæris við langa röð farþega sem ýttu far- angrinunum á undan sér í hvert sinn sem röðin hreyfð- ist. Við Þórir vorum fram- arlega í biðröðinni og héld- um a dýrmætum farangri: sjón- varpstökuvél, upptökutæki fyrir útvarp, lítilli ferðatölvu og prentara auk venjulegra myndavéla og bakpoka af bókum um Indland og Nepal, þjóðir, siði, menn- ingu og trú. Indverskir landamæra- verðir eru þekktir fyrir ná- kvæmni. Indland er skrifræði og á sjálfsagt heimsmet í notkun kalki- pappírs því að menn fylla helst engin form í færri afrit- um en sex. Og rétt skal vera rétt það fundum við oft. Landamæraverðir gripu Þóri t.d. einu sinni fyrir að umskrifa nafn sitt Thorir á lendingarskjal- inu. Hann hét augljóslega ekki Thorir fyrst vega- bréfið sagði Þórir en það nafn mátti heldur ekki brúka því að Þ er ekki til í latneska stafrófinu nema á íslandi og þeim var alfarið ókunnugt um þennan staf. Svona kreppu leysir maður helst með kurteisi og gríðarlegri þolinmæði. Verðirnir hafa nógan tíma en ef við höfum meiri tíma kemur að því að það er allra hagur að leysa málið. Hið sama gildir hiklaust þegar menn lenda í að sannfæra landamæra- verði um að víst sé Island til, en það er önnur saga. Stundum er maður heppinn og venjuleg forms- atriði duga: Vegabréf? Já. Áritun til Indlands? Já Tilgangur ferðar? Ferða- maður Eitthvað tollskylt? Nei. Stundum er maður ekki heppinn. Á fyrrnefndum flugvelli á norður Indlandi hittum við fyrir ákaflega samviskusam- an mann sem hafði yndi af starfi sínu. Hann kannaði innihald hverrar tösku og sí- fellt stækkuðu augun eftir því sem fleiri tæki komu upp úr bakpokunum Hann velti vöngum nokkra stund, skoðaði tækin, áritun okkar og nokkrar handbæk- ur en tók svo til við að skrá aftast í vegabréf Þóris hvert einasta tæki allt frá sjón- varpsvél og tölvu niður í vasamyndavélina mína. Ekki dugði tæki og tegund, þessi samviskusami tollvörð- ur leitaði uppi framleiðslu- númer hvers tækis - amk. tíu stafa tölu í hvert sinn, skráði það og yfirfór. Eg horfði á hann með brosi sem ég von- aði að væri bæði skilnings- ríkt og vingjarnlegt og Þórir reyndi eftir megni að að- stoða við númeraleitina og koma f veg fyrir að vörður- inn skrúfaði tækin í sundur í ákafri leit sinni. Það hitnaði stöðugt í skúrnum og eftir því sem mollan jókst fund- um við hvernig samferða- mönnum okkar hitnaði að sama skapi í hamsi. Við höfðum staðið hátt í klukkutíma við borðið hjá tollverðinum samviskusama. Eg brosti skilningsríkt, Þórir hjálpaði, það sauð á sam- ferðamönnunum. Aftasta síðan í vegabréfi Þóris var þéttskrifuð tölum og stöfum. Það var komið að síð- asta eyðublaði, skjali sem um ókomna tíð yrði varðveitt í hirsl- um inversku toll- þjónustunnar. i Vörðurinn sam- viskusami teygði sig í tvö eyðublöð og hóf að fylla inn það fyrsta í samræmi við vegabréfin okkar. Hann fletti vegabréfi Þóris og opnaði það þar sem myndin blasir við. Efst á síðunni andspænis myndinni tók hann niður nafnið: Mr. Blar/Blue. I mína skýrslu skrifaði hann: Mrs. Graen/Green. Við störðum á hann fylla út af nákvæmni skýrslur sem höfðu augnlit okkar að yfir- skrift. Áttum við að láta hann vita? Samferðamenn- irnir voru orðnir háværir, svækjan óbærileg, allir þyrst- ir. Við lokuðum töskunum og hengdum á bak og herð- ar. Mr. Blár/blue tók í hönd Mrs. Græn/green og saman leiddust þau í gegnum toll- inn og inn í indverska lög- sögu. 2 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.