Vikan


Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 11

Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 11
„Sá hélt því fram að allir geisla- diskar væru skírðir eftir hljóm- sveitinni Geislum frá Akureyri." aði mér nokkrum verkefn- um einnig.“ Aðdáendur á öllum aldri Eins og fyrr segir er tón- listin á nýja disknum hans Sigga fjölþjóðleg og grípur mann strax við fyrstu hlust- un. Keith Hopcroft segir að það hafi komið honum á óvart hversu hár aldurshóp- urinn hafi verið á tónleik- um þeirra, fólk allt frá fimmtugu upp í sextugt. Einnig hafi komið á óvart hversu áhugasamir íslend- ingar séu um að hlusta á tónlist. Mest hafi þeir orðið hissa á hversu íslendingar drekka mikið, í samanburði við Dani, en þeir þrír eru allir búsettir í Danmörku. „Mér finnst það skipta máli að ná til allra aldurs- hópa með tónlist minni segir Siggi. Ekki bara yngra fólksins heldur líka þeirra eldri. Pað má eiginlega segja að ég sé að brúa kyn- slóðabilið með tónleikunum mínum. Ætli ég sé ekki að reyna að halda í þá ímynd sem ég hef af því hvernig það var í gamla daga þegar ég var að alast upp og allir aldurshópar skemmtu sér saman. Þar að auki reyni ég að ná góðu sambandi við fólk á tónleikum þegar ég spila. Tónlistarsmekkur manna er æði misjafn, þess vegna er nauðsynlegt að hafa góða breidd af lögum í farteskinu og um leið halda sambandinu við áheyrend- ur. Ég er náttúrulega trú- bador að aðalstarfi og sem slíkur skapast ákveðin ímynd í kringum starfið. Trúbadorar eiga eingöngu að spila þekkt lög, punktur og basta. Ég reyni að gera frávik frá þessu og inn á milli þekktra slagara reyni ég að ætíð að troða bæði gömlum og nýjum frum- sömdum lögum eftir mig. Á öllum þeim tónleikum sem ég hef haldið hef ég reynt að hafa notalegt og afslappað andrúmsloft. Það er ekki hægt að neita því að oft er mikil drykkja og and- vökunætur samfara þessu trúbadorastarfi, en þar sem ég hef ekki drukkið sjálfur frá því ég hætti 1983 þá hef- ur þetta algerlega breytt lífi mínu til hins betra. Það má eiginlega segja að þegar ég drakk á sínum tíma þá hafi ég komið slæmu orði á áfengið. Sjómennskan ýtti undir drykkju Eflaust geta menn fundið sér einhverja tylliástæðu til að drekka áfengi en ég vil meina að lífið á þessum tíma þegar lítið var annað að gera en að vinna við beiting- ar, og síðar meir sjómennsk- an hafi ýtt ómeðvitað undir drykkjuna hjá manni. Það eina góða sem hefur komið út úr allri víski-og ákavítis- drykkjunni er röddin, hún er rámari og vinnur með mér í söngnum. Þó er það erfitt þegar ég vakna daginn eftir erfiða tónleika og röddin er horfin. Besta lausnin er að bregða sér í saunabað þegar slíkt kemur upp. „Eiginlega ólst ég upp í beitingaskúrunum á Flat- eyri. Þá var mikið um línu- báta sem lögðu upp á Flat- eyri og karlarnir sem voru við vinnu sína í beitinga- skúrunum höfðu alltaf auga með okkur púkunum þegar við vorum að sniglast í kringum þá. Hetjurnar okk- ar á þessum tíma voru beit- ingamennirnir sem gátu þulið upp úr sér allar þessar endemis sögur og um leið frætt okkur um kaldar stað- reyndir lífsins á sinn ein- staka hátt. Seinna meir voru það sjómennirnir á þessum línubátum sem áttu hug minn allan. Þá þekktu menn ekki til Rocky, Springsteen eða Spice Girls. I kringum þessa sjómenn urðu til goðsagnir, sem snerust um fiskisæld og skjótfenginn gróða. Um leið voru þetta fyrirmyndirnar Vikan 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.