Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 11
„Sá hélt því fram að allir geisla-
diskar væru skírðir eftir hljóm-
sveitinni Geislum frá Akureyri."
aði mér nokkrum verkefn-
um einnig.“
Aðdáendur á öllum
aldri
Eins og fyrr segir er tón-
listin á nýja disknum hans
Sigga fjölþjóðleg og grípur
mann strax við fyrstu hlust-
un. Keith Hopcroft segir að
það hafi komið honum á
óvart hversu hár aldurshóp-
urinn hafi verið á tónleik-
um þeirra, fólk allt frá
fimmtugu upp í sextugt.
Einnig hafi komið á óvart
hversu áhugasamir íslend-
ingar séu um að hlusta á
tónlist. Mest hafi þeir orðið
hissa á hversu íslendingar
drekka mikið, í samanburði
við Dani, en þeir þrír eru
allir búsettir í Danmörku.
„Mér finnst það skipta
máli að ná til allra aldurs-
hópa með tónlist minni
segir Siggi. Ekki bara yngra
fólksins heldur líka þeirra
eldri. Pað má eiginlega
segja að ég sé að brúa kyn-
slóðabilið með tónleikunum
mínum. Ætli ég sé ekki að
reyna að halda í þá ímynd
sem ég hef af því hvernig
það var í gamla daga þegar
ég var að alast upp og allir
aldurshópar skemmtu sér
saman. Þar að auki reyni
ég að ná góðu sambandi við
fólk á tónleikum þegar ég
spila. Tónlistarsmekkur
manna er æði misjafn, þess
vegna er nauðsynlegt að
hafa góða breidd af lögum í
farteskinu og um leið halda
sambandinu við áheyrend-
ur.
Ég er náttúrulega trú-
bador að aðalstarfi og sem
slíkur skapast ákveðin
ímynd í kringum starfið.
Trúbadorar eiga eingöngu
að spila þekkt lög, punktur
og basta. Ég reyni að gera
frávik frá þessu og inn á
milli þekktra slagara reyni
ég að ætíð að troða bæði
gömlum og nýjum frum-
sömdum lögum eftir mig. Á
öllum þeim tónleikum sem
ég hef haldið hef ég reynt að
hafa notalegt og afslappað
andrúmsloft. Það er ekki
hægt að neita því að oft er
mikil drykkja og and-
vökunætur samfara þessu
trúbadorastarfi, en þar sem
ég hef ekki drukkið sjálfur
frá því ég hætti 1983 þá hef-
ur þetta algerlega breytt lífi
mínu til hins betra. Það má
eiginlega segja að þegar ég
drakk á sínum tíma þá hafi
ég komið slæmu orði á
áfengið.
Sjómennskan ýtti undir
drykkju
Eflaust geta menn fundið
sér einhverja tylliástæðu til
að drekka áfengi en ég vil
meina að lífið á þessum tíma
þegar lítið var annað að
gera en að vinna við beiting-
ar, og síðar meir sjómennsk-
an hafi ýtt ómeðvitað undir
drykkjuna hjá manni. Það
eina góða sem hefur komið
út úr allri víski-og ákavítis-
drykkjunni er röddin, hún er
rámari og vinnur með mér í
söngnum. Þó er það erfitt
þegar ég vakna daginn eftir
erfiða tónleika og röddin er
horfin. Besta lausnin er að
bregða sér í saunabað þegar
slíkt kemur upp.
„Eiginlega ólst ég upp í
beitingaskúrunum á Flat-
eyri. Þá var mikið um línu-
báta sem lögðu upp á Flat-
eyri og karlarnir sem voru
við vinnu sína í beitinga-
skúrunum höfðu alltaf auga
með okkur púkunum þegar
við vorum að sniglast í
kringum þá. Hetjurnar okk-
ar á þessum tíma voru beit-
ingamennirnir sem gátu
þulið upp úr sér allar þessar
endemis sögur og um leið
frætt okkur um kaldar stað-
reyndir lífsins á sinn ein-
staka hátt. Seinna meir voru
það sjómennirnir á þessum
línubátum sem áttu hug
minn allan. Þá þekktu menn
ekki til Rocky, Springsteen
eða Spice Girls.
I kringum þessa sjómenn
urðu til goðsagnir, sem
snerust um fiskisæld og
skjótfenginn gróða. Um leið
voru þetta fyrirmyndirnar
Vikan 11