Vikan


Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 44

Vikan - 17.08.1999, Blaðsíða 44
Framhaldssagan HÆTTULEGUR LEIKUR arol flýtti sér út úr bflnum og stjakaði við bílstjóranum sem vænti þess að fá að minnsta kosti einn koss fyrir að keyra hana heim. Honum skyldi nú ekki verða kápan úr því klæðinu. Hún þoldi ekki stráka sem voru alltaf að káfa á manni. Bílinn hans Rustys stóð ekki fyrir utan húsið en hún hafði heldur ekki búist við því. Hann kæmi eflaust seint heim. Það var svolítið óþægilegt að koma ein heim að tómu húsinu að nóttu til. Sem bet- ur fer hafði Rusty skilið eftir ljós í ganginum. Hún opnaði dyrnar. Rusty? Einhver kom æðandi innan úr stofunni og ósjálfrátt lyfti Carol hand- leggjunum og skýldi andlit- inu. Carol, þetta er bara ég, sagði Rae. Carol starði á hana. Hvað er að sjá kjólinn þinn? Hvað gerðist? Rae leit á rif- inn, óhreinan kjólinn. Ég skreið inn um gluggann, sagði hún. Hvers vegna? Hvar er Rusty? Ég var að vona að þú vissir það. Hún sagði henni frá því sem gerst hafði og Carol greip andann á lofti. Heldur þú að Rusty sé horf- inn eins og allir hinir? Ég held að við ættum að koma okkur til lögreglunn- ar, sagði Rae. Áður en Viktoría yfirgaf leikherbergið mataði hún þá sem vildu fá eitthvað að borða og drekka. Rusty þáði ekki matinn. Svo lét hún fjöruga tónlist á fóninn og hækkaði. Að síðustu lét hún brúðuna í fangið á Rusty. Ég kem fljótlega aftur, sagði hún og náði í bfllyklana í vasa hans. Ég verð að keyra bílinn þinn og bflinn hennar Elaine heim til ykkar. Bíddu Rósalía! Hann varð að hrópa til þess að yfir- gnæfa tónlistina. Ekki fara. Við verðum að tala saman. Ég heiti Viktoría. Hún klappaði brúðunni. Þetta er Rósalía. Talaðu við hana svo henni leiðist ekki meðan ég er í burtu. Hún fór fram og læsti á eftir sér. Rusty fann til í höfðinu og hann hafði það á tilfinning- unni að hann væri búinn að vera þarna í marga klukku- tíma. Rae og Carol hlytu að vera orðnar viti sínu fjær af hræðslu. Þær hlytu að leita aðstoðar, en hjá hverjum? Lögreglan kæmi varla að miklu gagni. Hvorki Rae né Carol vissu hvar hann var og þær höfðu enga ástæðu til þess að gruna Viktoríu. Hann virti vini sína fyrir sér. Nokkrir dottuðu, aðrir sátu og störðu fram fyrir sig. Jafnvel Gena virtist sofa. Hvernig hafði Viktoría, nei Rósalía, komist að leyndar- málum þeirra? Hvers vegna kom hún með þau upp á yf- irborðið núna? Hafði hún verið búin að skipuleggja þetta áður en hún hringdi í hann og bað hann að taka að sér verkefnið? Hafði hún hrint Carol á skautasvellinu og eyðilagt bremsurnar á bílnum hennar Rae? En hvers vegna? Var það til þess að refsa honum? Hvað í ósköpunum ætlaði hún sér að gera? Ætlaði hún að halda þeim föngnum í þessu bölvaða herbergi um aldur og ævi? Hún hafði beðið hann að múra upp í gluggana og hljóðeinangra herbergið. Nú voru þau fangar í búri sem hann hafði búið til. Hann leit á brúðuna. Þá sömu og hann hafði séð í rúminu hennar. Brúðuna sem hún kallaði Rósalíu. Hann beit á jaxlinn og hreyfði hendurnar fram og aftur. Hann yrði að losa hringina sem hann var hlekkjaður við! Ég þarf að tala við Spanski, sagði Rae. Fáið ykkur sæti. Hann er í kaffi. Málið þolir enga bið. Ég verð að tala við hann nú þegar! Svona, svona. Það er óþarfi að vera með æsing, sagði lögregluþjónninn föðurlega. Bíðið þið bara rólegar og ... Hvað heitir þú? McKinney, en ég fæ ekki séð að nafnið mitt skipti máli... McKinney, nú ferð þú til yf- irmanns þíns og segir hon- um að ég þurfti að tilkynna mannshvarf. Til viðbótar við öll hin sem hafa verið til- kynnt undanfarið; Bobby Cole, Millý Carton, Penelope ... hún leit spyrj- andi á Carol. Penelope Burns, sagði Carol. Og Gena McDermott, Brad Kagan, Roxanna Miller, 44 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.