Vikan - 31.08.1999, Blaðsíða 7
Valgerður
starfaði um
árabil sem
deildarstjóri á
barnadeild
Fjórðungssjúkrahússins en
árið 1993 fannst henni kom-
inn tími til að breyta um
starfsvettvang. Eftir krefj-
andi og ábyrgðarmikið starf
í gegnum árin sótti hún um
námsleyfi við sjúkrahúsið og
ákvað að hefja nám í
djáknafræðum við Háskóla
íslands. Námsgreinina taldi
hún koma til móts við áhuga
sinn á sálgæslu, siðfræði og
mörgu því sem tengist sorg
og nýtast sér til að veita
þarfan stuðning inni á
sjúkrahúsum. Frumkvæði
Valgerðar varð til þess að
stöðu djákna var komið á
hjá FSA, starfi sem hefur
sannað sig með dugnaði
hennar.
Djákni þarf beina teng-
ingu við kirkju
Valgerður var í fyrsta
hópnum sem stundaði
djáknanám á íslandi og hún
segir námið hafa verið ynd-
islegt. Hún vissi ekkert út í
hvað hún var að fara í fyrstu
því í upphafi ætlaði hún ekki
að láta vígja sig sem djákna.
Hún hafði tengst kirkjuleg-
um störfum í gegnum setu í
sóknarnefnd Akureyrar-
kirkju og ein hugsun hennar
með djáknanáminu var sú
að hún gæti á einhvern hátt
lagt kirkjunni lið. Sjálf hafði
hún einnig lent í að missa
marga og hún vissi því hve
mikilvægt var að hafa stuðn-
ing í sorg og erfiðleikum.
Með þetta í huga fór Val-
gerður í djáknanám ásamt
djúpri trúarlegri vissu og vit-
und um að bænin gerði
henni gott.
Eftir að Valgerður hóf
námið fór hún hins vegar al-
Sálgæsla sjúklinga, að-
standenda og starfs-
manna
Pað hefur ekki alltaf verið
létt verk að koma starfinu á
fót og byggja það upp að
sögn Valgerðar en hún hefur
fundið mikinn stuðning og
þakklæti fyrir það sem hún
hefur verið að gera. Þá ekki
síst frá stjórnendum Fjórð-
ungssjúkrahússins sem hafa
ákveðið að starf djákna sé
komið til að vera en í dag er
það komið inn í skipurit
stofnunarinnar sem trúarleg
þjónusta.
Valgerður hefur byggt
starfið upp skv. fyrirmynd af
sjúkrahúsþjónustu presta í
Reykjavík og vinnur það á
svipaðan hátt. „í fyrsta lagi
er ég mjög meðvituð um að
ég er sálgæslumaður sjúk-
linganna. Petta kallar á nána
samvinnu við starfsfólk, sem
er á bilinu 600 - 700 manns,
og söfnuðurinn er því býsna
stór eða um þúsund manns
með sjúklingum og aðstand-
endum. í öðru lagi er að
tengjast aðstandendum,
veita þeim þá umhyggju sem
mér fannst vanta þegar ég
var aðstandandi sjúklinga og
varlega að velta því fyrir sér
að fara alla leið, láta vígja
sig sem djákna og sækja um
djáknastarf við Fjórðungs-
sjúkrahúsið sem hún vissi að
mikil þörf væri á. Þar hafði
enginn sjúkrahússprestur
verið starfandi en prestar
við Akureyrarkirkju sinntu
sjúkrahúsinu vel. „Ég talaði
við framkvæmdastjóra og
hjúkrunarforstjóra sem tóku
vel í þessa hugmynd mína.
Þau kynntu sér málið og
skrifuðu til biskups, því ég
þurfti beina tengingu við
kirkju þar sem djáknar eru
samstarfsmenn presta, og
einnig þurfti leyfi sóknar-
presta og sóknarnefndar
Akureyrarkirkju. Djákna-
starfið var svo nýtt á þessum
tíma og ég var fyrsti djákn-
inn sem kallaður var til
starfa eftir nám við Háskóla
Islands, þá hafði ekki verið
gert ráð fyrir að vígðir
djáknar færu að vinna á
stofnunum, miklu frekar í
söfnuðum þar sem voru
prestar. Um haustið 1994
var lagafrumvarpi til kirkju-
þings breytt á þann veg að
ég mátti starfa á stofnun þar
sem ekki er prestur og þá, í
þessu tilfelli, með heimild
sóknarpresta og prófasts
Eyjafjarðarprófastsdæmis.
Ég var óskaplega ánægð
með það að fá að taka þetta
djáknastarf að mér á FSA
og kom til starfa í janúar
1995.“
í dag er djáknastarfið við-
urkennt sem full staða við
FSA og Valgerður er því
mikill frumkvöðull. „Ég
kveið því svolítið að koma
aftur til starfa á sjúkrahús-
inu eftir námsleyfið þó ég
hefði unnið þar í 30 ár. Ég
hafði alltaf klæðst hvítu sem
hjúkrunarfræðingur en núna
var ég komin í mín föt og
þurfti að fara að ryðja mér
allt aðra braut. Hvernig
fólkið tæki mér sem þekkti
mig, og hafði unnið með
mér á öðrum vettvangi, var
ég ekki viss um því ég var
orðin breytt, komin
í annað hlutverk á
sjúkrahúsinu. En
frá fyrsta degi
fannst mér þetta
eiga að vera svona.
Það var ekki lengur
inni í myndinni
þegar ég gekk
stofugang að fara
að hugsa um rúmið
og laga koddana.
Ég var komin í
annað hlutverk."
Vikan 7