Vikan - 31.08.1999, Blaðsíða 28
Yfirleitt eru ófædd börn
væntanlegt gleðiefni í ást-
arsamböndum. Svo var
ekki í mínu tilfelli. Maður-
inn sem ég var yfir mig
ástfangin af, átti von á
barni með annarri konu.
Þrátt fyrir mikla vinnu
gekk okkur illa að ná sam-
an því þarfir barnsmóður-
innar höfðu algjöran for-
gang í sambandinu.
g var nýbúin að
slíta mínu
fyrsta alvöru
sambandi þeg-
ar ég hitti
Bjarna. Ég var rúmlega tvítug, í
skóla og svo lánsöm að fá
skemmtilegt sumarstarf, tengt
námi mínu. Ég hafði heyrt
samstarfskonur mínar tala um
Bjarna sem var nánast í guða-
tölu hjá þeim, þannig að ég var
farin að hlakka verulega til að
hitta manninn. Daginn sem ég
hitti Bjarna skildi ég þær vel.
Hann hafði mikla útgeislun og
var gullfallegur. Ég fann fljót-
lega að ég hreifst af honum en
reyndi að láta hann hverfa úr
huga mér. Ég vissi lítið um
hans einkamál en vissi þó að
hann bjó einn.
Við urðum strax góðir vinir
og ræddum saman um allt milli
himins og jarðar.
Ég fékk úthlutað stóru verk-
efni sem ég þurfti að vinna í
náinni samvinnu við Bjarna,
verkefni sem tók mestallt sum-
arið. Ég fann að áhugi minn á
honum jókst sífellt meira eftir
því sem við kynntumst betur.
Við áttum margt sameigninlegt
og gátum spjallað tímunum
saman. Ég gat ekki litið á neinn
karlmann sömu augum og
Bjarna. Reyndar vissi ég ekki
hvaða hug hann bar til mín en
tækifærin til að tjá sig voru
mörg þetta sumarið. Eina helg-
ina þurftum við að vinna úti á
landi og gistum á sama hóteli.
Á laugardagskvöldinu fóru
nokkrir vinnufélagar saman út
að borða og á ball á eftir. Það
kvöld endaði á því að við Bjarni
fórum inn á sama hótelherbergi
og áttum yndislega nótt. Morg-
uninn eftir var Bjarni þurr á
manninn og ég kynntist hlið
sem ég hafði ekki séð áður.
Mér fannst hann alltaf vera að
reyna að segja mér eitthvað en
svo gafst hann upp, sagði að
við hefðum átt að sleppa
þessu. Dagarnir liðu og við
héldum áfram að vinna saman.
Hvorugt okkar minntist á nótt-
ina góðu. Stuttu seinna hætti
óg hjá fyrirtækinu til að geta
haldið áfram í náminu. Sam-
starfsmenn mínirslógu upp
veislu mér til heiðurs. Bjarni til-
kynnti mér í óspurðum fréttum
að hann kæmi ekki í veisluna.
Ég skemmti mér ágætlega
fram eftir kvöldi en skyndilega
stóð Bjarni fyrir framan mig og
bað mig að koma með sér.
Hann tók utan um mig og vildi
bara að ég hlustaði á sig. Hann
sagði mér að hann væri ást-
fanginn af mér en hann vissi
ekki hvað hann ætti að gera
vegna þess að fyrrverandi
unnusta hans væri ófrísk, hann
væri faðirinn. Þau hefðu slitið
sambandinu stuttu áður en hún
vissi að hún væri ófrísk en
ákveðið að eignast barnið og
hann ætlaði að styðja hana.
Hann færi með henni í mæðra-
skoðun, myndi verða viðstadd-
ur fæðinguna og styðja við
bakið á henni. Hann sagði að
hann hefði átt frábært sumar
með mér og hann væri þess
fullviss að við ættum vel sam-
an. Morguninn eftir nóttina
góðu hefði hann fengið bak-
þanka því hann vissi að
ófædda barnið myndi alltaf
hafa áhrif ef hann stofnaði tii
sambands núna. Hann vildi
bara að ég vissi um hvað málið
snerist og vera heiðarlegur
gagnvart mér.
„Hvernig gengur með-
gangan?“
Ég vissi ekki hvernig ég ætti
að bregðast við. Auðvitað var
það léttir að vita hvaða tilfinn-
ingar hann bar til mín en vænt-
anlegt barn setti strik í reikn-
inginn. Ég gerði mér grein fyrir
að það myndi hafa mikil áhrif á
okkur.
Bjarni lagði hart að sér við
að sannfæra mig um að hann
væri ekki ástfanginn af sinni
fyrrverandi. Þær tilfinningar
sem hann bar til hennar voru
einungis tengdar ófædda barn-
inu þeirra. Ég ákvað að gefa
þessu tækifæri þar sem ég
Hann sagði mér að
hann væri ástfanginn
af mér en hann vissi
ekki hvað hann ætti
að gera vegna þess
að fyrrverandi
unnusta hans væri
ófrísk, hann væri fað-
irinn.
taldi mig vera ástfangna fyrir
alvöru í fyrsta skipti. Við áttum
sannkallaðar sælustundir til að
byrja með. Ég sveif um á rós-
rauðu skýi og við áttum heim-
inn þegar við vorum tvö ein.
Um leið og ég fór að umgang-
ast aðra breyttist sælan í van-
líðan. í hvert skipti sem við
heimsóttum foreldra hans eða
vini fóru þau að spyrjast fyrir
um barnið, hvernig Siggu, fyrr-
verandi unnustunni, liði og
þess háttar. Ég vissi ekki alveg
hvernig ég ætti að bregðast við
en ákvað að láta þetta ekki
fara í taugarnar á mér. Bjarni
brást að vonum við á annan
hátt. Hann hlakkaði til að eign-
ast barn þótt að það myndi
ekki búa hjá honum. Hann er
mjög ábyrgur í eðli sínu og var
virkilega umhyggjusamurtil-
vonandi faðir. Ég sat því bros-
andi við hlið hans þegar hann
lýsti síðustu mæðraskoðun eða
því sem þau hefðu verið að
gera á síðasta undirbúnings-
námskeiði.
Eftir nokkrar vikur gat ég
ekki meira. Ég viðurkenndi fyrir
sjálfri mér að ég væri afbrýði-
söm út í ófædda barnið sem
var um það bil að fara að koma
í heiminn. Sigga, fyrrverandi
unnustan, stjórnaði samband-
inu algjörlega. Ef hún hringdi
var Bjarni stokkinn af stað. Við
gátum ekki farið út fyrir bæjar-
mörkin, ekki í sumarbústað og
ef við ætluðum út að borða lá
við að það þyrfti að fá leyfi frá
henni.
Einn daginn þegar hann sat
við símann og beið eftir símtali
brotnaði ég saman og sagði
honum að ég væri farin. Mér
28 Vikan