Vikan - 31.08.1999, Blaðsíða 61
Kynbomban síunga Raquel Welch gekk í það
heilaga í sumar. Sá heppni heitir Richard
Palmer og á nokkra pizzustaði í Beverly
Hills. Raquel er öllum hnútum kunnug í
hjónabandinu því þetta er í fjórða sinn sem
hún játast draumaprinsi. Brúðkaupið var _
haldið á heimili stjörnunnar í Beverly Hills og
þar voru samankomnir 125 nánir vinir og
vandamenn. Níu ár eru síðan Raquel skildi
við þriðja eiginmann sinn og hún var orðin
leið á að vera einstæð. Leikkonan verður 59
ára hinn 5. september en nýbakaður eigin- >
maður er aðeins 44. Raquel segist g
hafa verið varkár þegar hún
kynntist Richie fyrst og leyfði
honum ekki einu sinni að
kyssa sig góöa nótt eftir
fyrsta stefnumótið. „Ég
verð að passa mig á
strákum sem eru bara að
leita sér að verðlauna-
grip,“ segir kynbomban.
Þrátt fyrir að fyrri hjóna-
bönd hafi endað með
skilnaði er hún fullviss
um að þetta muni
endast. „Ég hef loks-
ins fundið stóru ást-
ina.“
ALLTAFI KLAMINU
Charlie Sheen er enn og aftur kominn í
vandræði. Nýlega var hann kærður fyrir
að láta lífvörð sinn lumbra á tveimur
klámstjörnum sem heimsóttu leikarann.
Þær kæra bæði Sheen og lífvörðinn,
sem heitir Curtis „Zippy“ Hunt. Stúlk-
urnar segjast hafa verið fastagestir á
heimili Sheen undanfarið og telja sig
„nánar“ vinkonur stjörnunnar. Lífvörður-
inn nef- og kinnbeinsbraut aðra stúlk-
una. Daginn eftir fengu þær morðhótun
frá lífverðinum sem sagði þær
feigar ef þær kjöftuðu frá
árásinni. Sheen fær greinilega
aldrei nóg af vandræðum. Það
er kaldhæðnislegt að leikarinn
™ samþykkti fyrir skömmu að
leika frægan klámkóng í
bandarískri sjónvarpsmynd.
Hann mun leika með bróður
sínum, Emilio Estevez, í mynd
um bræðurna Jim og Artie Mit-
hchell sem voru klámkóngar í
San Francisco.
Silfurrefurinn Richard Gere verður fimmtugur hinn 31.
ágúst og hann hefur ærna ástæðu til að fagna þessum
merku tímamótum. Gere tilkynnti fyrir skömmu að hann
væri að veröa pabbi í fyrsta sinn. Sambýliskona hans,
Bond-gellan Carey Lowell, ber barn þeirra undir belti og
Gere segir að hans fyrsta verk eftir að hann fékk fréttirn-
ar hafi verið að hringja í fyrrum eiginkonu sína, fyrirsæt-
una Cindy Crawford, og segja henni gleðitíðindin. Gere er
allt í einu orðinn mjög fjölskyldusinnaður og til marks um
þaö er hann hættur aö styðja Bill Clinton, forseta Banda-
ríkjanna. Leikarinn var áður dyggur stuðningsmaður for-
estans. „Ég er mjög argur út í hann því hann er bara eins
og ég,“ segir Gere. „Hann hefur alla sömu gallana og ég.
Ég veit vel að enginn er fullkominn en hversu oft gefst
manni kostur á að vera forseti Bandaríkjanna? Þessi átta
ár sem hægt er að sitja i því embætti gerir maður sitt
besta. Hann hefði getaö verið þægur á meðan hann er
forseti en snúið sér aftur að kynlífsruglinu eftir að hann
hefur látið af embætti,“ segir Gere.