Vikan


Vikan - 31.08.1999, Blaðsíða 54

Vikan - 31.08.1999, Blaðsíða 54
 Æsku minni var drekkð í orennivini Ég veit eiginlega ekki hvenær þetta allt byrj- aði. Ég man bara að þegar ég var lítill, kannski sex eða sjö ára, fór ég að skilja að mamma mín var öðru- vísi en aðrar mömmur. Hún átti ekki vinkonur í hverfinu og hún fór aldrei í heimsóknir til þeirra. Hún talaði ekki við mömmur strákanna sem ég lék mér við, en þær virtust allar kann- ast við hver aðra. Maðurinn sem ég kall- aði pabba var heldur ekki pabbi minn og ég vissi það. Það var samt ekki fyrr en seinna sem ég fór að skilja að mamma mín drakk brennivín og það var mér mjög erfið vit- neskja. Ég skammaðist mín ekki fyrir mömmu á þessum árum, en ég vissi samt að það þýddi ekki að ætlast til þess að hún félli í kramið hjá öðrum sem ég um- gekkst. Ég bauð aldrei krökkum inn til mín og gætti þess að bróðir minn gerði það ekki heldur. Fyrsta áfallið Ég man fyrst eftir vand- ræðum þegar ég var ellefu ára. Það var þá sem sambýl- ismaður mömmu, frá því ég var smábarn, fór að heiman. Það gekk mikið á þetta ár og heimilislífið einkenndist af háværum rifrildum, gráti og öskrum. Við bjuggum í kjallaraíbúð í þriggja hæða húsi og ég vissi vel að lætin heyrðust ekki bara um allt húsið, heldur einnig á milli húsa í hverfinu. Mér leið mjög illa vegna þessa og læddist með veggjum nálægt heimili mínu. Sambýlismaður mömmu hafði fundið sér aðra konu og mamma var mjög sár og reið. Þótt ég væri ungur að árum skildi ég að mamma átti bágt og ég stóð alltaf með henni í þessum rifrild- um sem við bræðurnir neyddumst til að hlusta á þótt við reyndum að láta eins og við yrðum ekki varir við þau. Nokkrum dögum áður en hann kvaddi og fór varð allt vitlaust á heimilinu og þau slógust upp á líf og dauða að því er okkur fannst. Þetta kvöld var mamma dauða- drukkin, hún grét og öskraði og lætin enduðu með því að hann barði hana í fyrsta og eina skiptið á ævinni, en það var líka svo hraustlega gert að hún féll í gólfið og rotað- ist. Mamma var flutt á Slysa- varðsstofuna í sjúkrabíl, en við bræðurnir sátum einir eftir í íbúðinni, grátandi og hræddir. Enginn kom til að sinna okkur þetta kvöld. Þar sem ég var aðeins eldri kom það í minn hlut að sýna karl- mennsku og ég fór að hugga bróður minn og sannfæra hann um að þetta yrði allt í lagi þótt ég tryði því engan veginn sjálfur. Hörmungarnar magnast Og það varð svo sannar- lega ekki í lagi. Eftir að maðurinn var fluttur út af heimilinu byrjuðu hörmung- arnar fyrir alvöru. Mamma, sem var forfallin alkóhólisti, notaði þetta atvik sem af- sökun fyrir að auka drykkj- una. I fyrstu sat hún heima og drakk milli þess sem hún fór í vinnuna, en hún starfaði ásamt annarri konu við að þrífa stórt atvinnuhúsnæði. Dag eftir dag vaknaði ég á morgnana og ræsti bróður minn svo við gætum farið í skólann og þegar við kom- um heim var mamma yfir- leitt vöknuð og byrjuð að „rétta sig af“. Það var auð- vitað enginn sérstakur há- degismatur frekar en morg- unmatur, en í hádeginu var ég yfirleitt sendur út í búð að kaupa mjólk, brauð og ost og síðan var hitað kakó og það drukkið með brauð- inu. Þegar best lét eldaði mamma hafragraut eða brauðsúpu handa okkur, en heitan mat fengum við sjald- an og þá aldrei fyrr en á kvöldin þegar mamma kom heim úr vinnunni og byrjaði að staupa sig fyrir nóttina. En þetta var ekki það versta. Mamma var mjög þunglynd og sjálfsvorkunn hennar var alveg að gera út af við okkur öll. Oft sat hún og grét dögum saman, drakk og grét allan daginn þótt henni tækist nánast alltaf að rífa sig upp úr eymdinni á kvöldin til að fara að skúra. Oft var ég alveg að gefast upp. Ég var bara barn, ég var alltaf hræddur og kveið morgundeginum. Ég held að það hafi verið yngri bróðir minn sem bjargaði mér frá því að verða aumingi því mér fannst ég bera ábyrgð á honum. Ég fór að bera mig óeðlilega vel fyrir framan hann og ég gekkst upp í því að láta líta svo út að allt væri í stakasta lagi. Ég var orðinn meðvirkur henni í alkóhólismanum alveg eins og fullorðinn maður. Ellefu ára gamall laug ég fyrir hana, bæði að mér sjálfum og öðrum. Ég lék mitt hlut- verk svo vel að ég skil ekki enn í dag hvernig ég fór að því. Ég varð líka stoð henn- ar og stytta og strax 12-13 ára gamall var mamma mín farin að gráta á öxlinni á mér. Ég bar þyngri byrðar en í raun er hægt að leggja á nokkurt barn. Samtímis þessu breyttist persónuleiki minn ótrúlega. Ég, sem alltaf hafði verið fremur feimið og fyrirferð- arlítið barn, varð mjög frakkur og harður af mér. Ég fór að verða mjög áber- andi í skólanum og sem bet- ur fer fékk ég útrás með því 54 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.