Vikan - 31.08.1999, Blaðsíða 41
Fléttaðir basthattar eru tilvalið föndurefni og hægt að skreyta þá að vild. Hægt er að
skreyta þá hvort heldur er að utan eða innan og hengja þá síðan upp til skrauts hvar
sem er í húsinu. Það er hægt að nota margs konar efní til skreytinganna, en náttúrlegt
efni fer best og þurrkuð blóm og borðar eru nauðsynlegir til að hattarnir líkist fyrir-
mynd sinni sem eru auðvitað hattar hefðarkvenna. Upp á síðkastið hafa litlir trémunir
bæst við og þá má setja í eða á hattana. Þessir smekklegu litlu trémunír eru ýmist
handunnir eoa keyptir tilbúnir.
Hér á síðunum eru hugmyndir að auðveldum skreytingum
úr fléttuðum basthöttum og við látum fylgja lýsingu að gerð
einnar þeirra.
Það sem þú þarft:
• Stráhattur af þeirri stærð sem þú kýst
• mosi
• lítill fugl úr tré
• lítið fuglahús úr tré
• skilti úr tré (ef vill)
• þurrkuð blóm
• svampur
• límbyssa
• akrýl föndurmálning
• penslar
Aðferð:
Málið fuglahúsið, fuglinn og skiltið með akrýl föndur-
málningu. Látið þorna.
Pússið hlutina með sandpappír númer 120. Pússið vel
kantana svo hlutirnir fái „gamalt útlit".
Vætið svampinn í vatni og kreistið rakann úr honum.
Bæsið hlutina með svampinum og strjúkið yfir með hrein-
um klút. Bæsinn situr þá eftir í sprungum og rifum.
Ýtið kúlunni á hattinum varlega inn. Þá verður auðveld-
ara að hengja hann upp.
Límið mosann inn í hattinn með límbyssunni. Límið að-
eins litla búta í einu til að ná góðri festu. (Ef þið viljið hafa
ilmolíur í hattinum er snjallt að líma svampræmur undir
mosann til að taka við olíunni).
Límið húsið niður í mosann. Klippið þurrkuðu blómin
niður og setjið örlítið lím á endann á stönglinum. Stingið
blómunum á víð og dreif í mosann.
Límið fuglinn fremst á hattinn.
Borið göt í skiltið og skrifið á það þann texta sem hentar
ykkur.
Bindið skiltið í hattinn.
Gangi ykkur vel!
Föndur í boði Föndurkofans, Brautarholti 22. Sími
552- 2258
unninn.
Stór basthatt-
ur í forstofuna,
Fugl og fugla-
hús úr tré,
skilti og mikið
af þurrkuðum
jurtum.
ATH! Hér á
síðunum er að
finna einfalda
lýsingu á því
hvernig
hatturinn er
Tveir hattar sem skreyttir hafa ver-
ið að utan. Annar Jjeirra er með
fléttuðum borða. I borðann er
dreypt ilmolíu og því ilmar hattur-
inn þægilega. Hinn hatturinn er
skreyttur með þurrkuðum blómum
og borða, dæmigerður sumarhatt-
ur sveitastúlkunnar.