Vikan - 31.08.1999, Blaðsíða 46
Framhaldssaga
um og það var venjulega
gagnkvæmt. Þess vegna komu
viðbrögð litla stráksins honum
á óvart. Hann spratt skelkað-
ur á fætur. Ekki segja neinum,
hvíslaði hann. Gerðu það!
Síðan tók hann á sprett niður
eftir ströndinni.
Kaiser horði undrandi eftir
litlu mannverunni sem hvarf á
bak við sandhólana. Eftir
stutta stund stóð hann upp og
hljóp til baka sömu leið og
hann hafði komið.
Þegar hann opnaði dyrnar
Ferrare er þar sjálfur.
Röddin var óvenju harð-
neskjuleg. Það er mikil sorgar-
saga, sagði hún svo.
Julian Ferrare? sagði Kaiser
undrandi. John sagði mér að
Ferrare notaði húsið aldrei
sjálfur.
Þannig var það þar til í
fyrrasumar. Þetta er mikil
sorgarsaga. En þú verður að
bíða með að heyra hana þar til
ég kem til baka. Hún gekk að
hliðinu. Ef þú ert að deyja úr
forvitni getur þú talað við
..;......."■■■■"■I Fred. Hann er
að vinna í
garðinum.
Hann veit jafn
mikið um
vesalings
manninn og
ég!
Vesalings
manninn?
Kaiser fór inn
í eldhús.
Hvers vegna
kallaði hún
Julian „vesal-
ings mann-
inn“? Það var
stórfurðulegt.
Hann fékk sér
kaffibolla og fór með hann út í
garðinn. Fred! kallaði hann en
fékk ekkert svar. Hann settist
á tröppurnar og velti því fyrir
sér hvers vegna frú Minstrell
hafði tekið þannig til orða.
Allir sem höfðu áhuga á
klassískri tónlist þekktu nafn
Julians Ferrare sem var talinn
einn besti píanóleikari sam-
tímans. Kaiser hafði einu sinni
farið á tónleika í Vínarborg og
séð hvernig Julian heillaði
áhorfendur með leik sínum og
tilkomumikilli sviðsfram-
komu.
Kaiser hafði heyrt ýmislegt
um Julian. Hann var ýmist tal-
inn snillingur, töfrandi per-
gekk hann beint í fangið á
ráðskonunni. Eg er að fara að
kaupa í matinn sagði hún.
Langar þig í eitthvað sérstakt?
Hann hristi höfuðið. Þú
veist að ég elska matinn þinn
og mér er alveg sama hvað þú
býður mér upp á. Þar fyrir
utan lofaði ég bróður mínum
að vera ekki erfiður gestur,
sagði hann brosandi.
Hún brosti og Kaiser fékk
það aftur á tilfinninguna að
hún'ætlaði að klappa honum á
kinnina. Bull og vitleysa, sagði
hún. Þú veist að ég elska það
að stjana við fólk.
Hver er í Ferrare-húsinu?
Hann benti á hús nágrann-
anna.
sónuleiki, óþolandi egóisti eða
hrokafullur dóni. Toby kvað
upp þann úrskurð, eftir tón-
leikana í Vínarborg, að Julian
væri ómótstæðilegur. En
aldrei hafði Kaiser heyrt hann
kallaðan „vesalings manninn".
Hann hristi höfuðið, stóð upp
og fór aftur inn og horfði út
um gluggann sem sneri að
Ferrare-húsinu. Þú ert djúpt
sokkinn, gamli minn, tautaði
hann. Njósnar um nágrann-
ana!
Hann horfði yfir í garðinn.
Hann sá ekkert lífsmark og
körfustólarnir á veröndinni
stóðu auðir. Hann ætlaði að
fara að snúa sér við þegar
hann kom auga á litla strákinn
sem hann hafði hitt á strönd-
inni. Hann var ennþá í stutt-
buxunum en var nú kominn í
þykka peysu. Hann tók leik-
föng upp úr pappakassa og
raðaði þeim á veröndina.
í því kom kona út til hans.
Hún var klædd í svarta kápu
og ljóst hárið var tekið aftur í
hnút í hnakkanum. Hún
klappaði honum á kinnina og
settist síðan þunglega niður í
stól, líkt og fæturnir gætu ekki
borið hana. Hún hallaði höfð-
inu aftur og lokaði augunum.
Jafnvel úr þessari fjarlægð var
auðvelt að sjá að hún var
óvenjufalleg kona.
Litli strákurinn gekk til
hennar og lagði höndina á hné
hennar. Hún opnaði augun og
tók hann í fangið.
Skyldi það vera hún sem
grét svo sárt kvöldið áður?
Kaiser stóð og horfði á kon-
una og barnið í nokkrar mín-
útur. Þá kom önnur kona í
dyrnar og gaf þeim merki um
að koma inn. Hann fékk það á
tilfinninguna að þessi kona
væri boðflenna og ætti engan
rétt á því að vera þarna.
Mér finnst skrýtið að John
skuli aldrei hafa hitt þennan
fræga nágranna sinn og kon-
una hans, sagði Kaiser við frú
Minstrell þegar hún var að
taka af borðinu eftir kvöld-
matinn.
Hann hitti þau í sumar,
sagði hún.
Er ljóshærða fegurðar-
drottningin eiginkona Julians?
Hvar í ósköpunum sástu
hana?
í garðinum.
í garðinum okkar?
í garðinum þeirra, sagði
Kaiser skömmustulegur. Ég
fór upp og njósnaði um þau.
Hún skellihló. Ég verð að
viðurkenna að stundum geri
ég það sjálf.
Ljóshærða konan er sem
sagt konan hans?
Já, það er rétt.
Og litli strákurinn?
Það er Christian, sonur
þeirra. Auminginn litli.
Hvers vegna sestu ekki
hérna hjá mér og segir mér
svolítið frá þeim?
Fyrst verð ég að vaska upp,
sagði hún ákveðin. En ég skal
segja þér allt sem þú vilt vita
ef þú vilt halda mér félagsskap
á meðan.
Fred hafði kveikt upp í arn-
inum áður en hann fór á fund.
Kaiser settist við notalegan
eldinn og frú Minstrell hellti
kaffi í bollann hans.
Ferrare-fjölskyldan hefur
aldrei notað húsið mjög mik-
ið, sagði hún. Ekki fyrr en nú í
sumar. Amma Julians var vön
að koma á hverju ári. Móðir
mín vann fyrir hana og hún
varð aldrei vör við Julian eða
systur hans. Julian var hér í
nokkrar vikur, rétt eftir að
amma hans dó, en það eru
meira en þrjátíu ár síðan.
Hverjir eru í húsinu núna?
Og hvernær komu þau?
Julian, konan hans og börn-
in þeirra tvö eru búin að vera