Vikan - 31.08.1999, Blaðsíða 58
Texti: Steingerdur Steinarsdóttir
„Ströndin var hvít og sandurinn mjúkur og heitur. Sjórinn var
svo blár að hann rann saman við himininn á stundum. Pálma-
trén sveigðust í eftirmiðdagsgolunni og hæðirnar voru gróðri
vaxnar svo langt sem augað eygði. fllls staðar spruttu blóm.
Stórar ilmandi blómkrónur teygðu sig inn á göngustíginn við
hótelið mitt og oft stansaði maður til þess eins að lykta af
blómunum. Ég varð ástfangin af staðnum löngu áður en ég
hitti Mike. Hann kenndi gestum hótelsins á vatnaskíði og ég
þarf varla að taka fram að ég varð ákaflega leikin á vatna-
skíðum fljótlega eftir ég kom. Hann hefur sjálfsagt skynjað að
áhugi minn var ekki bara á íþróttinni því í einum tímanum fór
hann upp á skíðið með mér, hélt utan um mig og við skiðuðum
og stóðum þétt upp við hvort annað.
Eg hafði meiri áhuga á kennaran-
um en faginu sem hann kenndi
Þegar tímanum lauk
bauð hann mér út og
við áttum yndislega
daga og nætur þar til ég varð
að fara heim aftur. Við skrif-
uðumst á í nokkurn tíma og
það stóð til að hann kæmi
hingað í heimsókn en svo
hitti ég manninn sem nú er
eiginmaður minn og þá voru
allir aðrir gleymdir."
Troddu þér nú inn í
tjaldið hjá mér
Þessi kona er áreiðanlega
ekki sú eina sem á minningu
um eldheita sumarást. Sum-
arnætur í íslenskri sveit hafa
ekki síður verið
eftirminnilegar
mörgum. Þórs-
merkurævintýri
Maríu var meitl-
að í ljóð sem ófá-
ir Islendingar
kyrja meðan
lagður er grunn-
ur að þeirra eigin
rómantík. Fæst
slík ævintýri end-
ast þótt þess séu
vissulega dæmi
en hvers vegna
skyldi sumarást
vera svo eftir-
minnileg sem
raun ber vitni?
í fyrsta lagi er
fólk yfirleitt í fríi
og hefur því tíma
til að sinna hvort
öðru og leggja
rækt við smáat-
riði eins og að liggja fram-
eftir á morgnana, færa hvort
öðru morgunverð í rúmið
eða ganga langtímum saman
um fallega staði og njóta
þeirra í samein-
ingu.
I öðru lagi gefur
áhugi einhvers af hinu
kyninu aukið sjálfstraust og
ef sumarást stendur undir
nafni baðar parið hvert ann-
að í umhyggju og aðdáun.
Ahrif þessa geta varað lengi
og gefið fólki nýjan ljóma
sem síðan skilar sér athygli
annarra eftir að hversdags-
lífið tekur aftur við.
I þriðja lagi er fólk yfir-
leitt betur upplagt þegar
birtan er meiri og sólin skín.
Það er opnara fyrir ástinni;
þreyta og streita vetrarins
eru víðsfjarri.
I fjórða lagi gefur sú stað-
reynd að fæstir reikna með
að sumarást endist mönnum
færi á að gefa sér örlítið
lausari tauminn og jafnvel
að sýna á sér nýjar hliðar.
Spennandi, dularfull kona,
dökkbrún í hvítum kjól
stendur uppi við suðrænan
bar með skreytt kokkteilglas
í annarri hendi eða lopa-
peysugæinn sem á ekki í
nokkrum erfiðleikum með
að hemja fjörugan hest. Sú
hvítklædda vinnur á barna-
heimili og klæðist venjulega
teygðum bómullarbol sem
er allur útataður eftir litlar,
mishreinar hendur. Hrossa-
temjarinn vinnur byggingar-
vinnu hversdaglega og
stendur uppi undir rjáfri á
nýbyggingu með hamarinn í
rassvasanum og buxnaset-
una niður undir hnésbótum.
Ég fór í frí með besta vini mínum
„Fyrir nokkrum árum vann ég ferð fyrir tvo til Spánar.
Ég var búin að panta ferðina og sækja miðana þegar slett-
ist upp á vinskapinn milli mín og kærastans og ég vísaði
honum á dyr stuttu áður en við áttum að stíga upp í flug-
vélina og halda út. Nú voru góð ráð dýr og ég byrjaði á að
hringja í vinkonurnar til að athuga hvort einhver þeirra
hefði tök á að koma með. Engin var á lausu og ég sá fram
á að annar miðinn yrði mér ónýtur og að ég þyrfti að
hanga ein í hálfan mánuð á Spánarströnd. Þá bankaði
óvænt upp á æskufélagi minn og vinur. Hann bjó í næsta
húsi þegar ég var barn og við lékum okkur saman þegar
við vorum minni. Á unglingsárunum hættum við að geta
látið nokkurn sjá að okkur líkaði vel við hvort annað svo
sambandið minnkaði. Hann bjó úti á landi en hafði alltaf
samband af og til og ég kom við hjá honum þegar ég átti
leið um þar sem hann bjó.
Hann var á leið í frí en hafði ekki ákveðið neitt sérstakt
sem hann vildi gera. Ég greip hann auðvitað á tröppunum
og bauð honum með. Á Spáni uppgötvaði ég svo fljótlega
hversu fallegur og
skemmtilegur hann
var. Eitt kvöldið eftir
mat fengum við okk-
ur göngu á strönd-
inni og hann tók í
höndina á mér og
leiddi mig. Ég hallaði
mér þá að honum og
hann faðmaði mig og
kyssti. Síðan hefur
hann ekki faðmað
aðrar konur en mig.“