Vikan - 31.08.1999, Blaðsíða 47
þar frá því í vor. Hann var
reyndar á tónleikaferðalagi í
júlí og ágúst en hún er búin að
vera hér allan tímann.
Hvað heitir konan hans?
Hún heitir Francesca.
Francesca Ferrare. Raddblær-
inn gaf til kynna að frú
Minstrell hafði ekki mikið álit
á konunni sem Kaiser fannst
svo heillandi. Elise, systir Juli-
ans, býr hjá þeim, hélt hún
áfram. Hún er mjög undarleg í
háttum og tilbiður bróður
sinn. Vesalings maðurinn þarf
á þeirri aðdáun að halda, eins
og konan hans kemur fram
við hann!
Vesalings maðurinn, þarna
kom það aftur. Hvað er að
konunni hans?
Frú Minstrell hristi höfuðið.
Fólk segir að hún sé geðveik.
Hún þurrkaði sér um hend-
urnar og tók fram prjónana
sína. Hún virtist alveg eðlileg
fyrst eftir að þau komu hing-
að. Mjög notaleg kona. Hún
gaf sér alltaf tíma til þess að
spjalla og okkur Fred líkaði
sérstaklega vel við hana. En
nú aftur á móti...
Hvað gerðist? spurði Kaiser
forvitinn.
Stjúpfaðir hennar dó. Frú
Minstrell þagnaði og hugsaði
sig um. Ég man vel eftir deg-
inum þegar hann kom hingað.
Ég var í eldhúsinu að baka
fyrir kirkjubasarinn og það
var steikjandi hiti. Allt of heitt
til þess að standa yfir ofnin-
um. Ég var nýfarin út til þess
að fá mér frískt loft þegar bfll
stansaði við hliðið og huggu-
legur, eldri maður spurði mig
hvort ég vissi hvar Ferrare-
fjölskyldan byggi. Ég benti
honum á húsið við hliðina.
Hann kynnti sig og sagðist
heita Gustav Stahlberg, stjúp-
faðir Francescu. Meðan við
stóðum þarna kom Francesca
í dyrnar. Hún var í miklu upp-
námi og kallaði til hans að
hann yrði að koma strax.
Og hvað svo?
Klukkutíma seinna fékk
hann hjartaáfall og var borinn
út á líkbörum. Sagan segir að
hann hafi lengi verið hjart-
veikur en við vitum ekki hvort
það er rétt. Ferrare- fjölskyld-
an hefur ekki látið hafa neitt
eftir sér. Julian kom til þess að
hjálpa Francescu við að undir-
búa útförina og síðan fór öll
fjölskyldan frá eyjunni. Þau
sögðu upp þjónustufólkinu
eins og þau ætluðu sér aldrei
að koma hingað aftur.
En þau komu aftur, sagði
Kaiser.
Frú Minstrell kinkaði kolli.
Ó já, tveimur vikum seinna.
Og þá var Elise með þeim til
þess að gæta Francescu. Þau
réðu til sín þjónustufólk, en
enginn býr í húsinu nema fjöl-
skyldan.
Til þess að gæta Francescu?
Ég er ekki dómhörð kona,
sagði frú Minstrell ákveðin.
En suma hluti er einfaldlega
ekki hægt að réttlæta. Kvöldið
sem þau fóru héðan reyndi
Francesca að fremja sjálfs-
morð. Og ekki nóg með það.
Hún reyndi líka að drepa sak-
laus börnin sín! Þau tóku ferj-
una héðan og þegar ferjan var
komin úr augsýn henti hún
börnunum fyrir borð og stökk
svo sjálf á eftir þeim. Þú getur
rétt ímyndað þér hversu
hræðileg reynsla þetta var fyr-
ir börnin. Læknarnir vildu
leggja hana inn á geðsjúkra-
hús en Julian mátti ekki heyra
á það minnst.
Hún leit á Kaiser. Julian til-
biður konuna sína og þess
vegna er hún hér á eyjunni og
felur sig í húsinu í stað þess að
vera á geðsjúkrahúsi þar sem
hún á svo sannarlega heima.
Frú Minstrell var orðið heitt
í hamsi en undir öllu málæð-
inu mátti greina hræðslu. Það
er svolítið taugatrekkjandi að
eiga svona nágranna. Þótt tón-
leikaferðalaginu hafi lokið í
ágúst er Julian á stöðugu
flakki um allan heim. Og kon-
an hans svona fárveik! Aum-
ingja Elise er skilin eftir með
alla ábyrgðina. Þjónustufólkið
segir að Francesca sé eins og
hún sé út úr heiminum þegar
Julian er að heiman, en það er
líklega vegna þess að Elise
gætir þess að hún taki geðlyf-
in. Lyfsalinn segir að
Francesca sé á svo sterkum
lyfjum að hann þurfi að panta
þau sérstaklega.
Hún fórnaði höndum. Það
er ekkert skrýtið að litli strák-
urinn sé yfirspenntur. Það er
brjálæði að láta lítið barn alast
upp við þessar aðstæður!
Þú sagðir að þau ættu tvö
börn? Hvar er hitt barnið?
Hildy? Hún býr þarna líka
en Julian tekur hana með sér
þegar hann ferðast. Hann seg-
ir það þátt í tónlistarkennslu
hennar. Stundum sitjum við
Fred í garðinum og hlustum á
hana spila. Hún er bara ellefu
ára, en þvílíkir hæfileikar! En
ég skil ekki hvers vegna
Christian er skilinn eftir
heima hjá konu sem reyndi að
drepa hann!
Kaiser hefði gjarnan vilja
heyra meira en allt í einu
heyrðist þrusk frá garðinum.
Þetta er örugglega bara kött-
ur, sagði frú Minstrell.
Þau litu út um bakdyrnar en
sáu ekkert fyrir svartri
þokunni. Lágur grátur heyrð-
ist í fjarska. Hver skyldi vera
að gráta? spurði Kaiser lágri
röddu.
Frú Minstrell yppti öxlum.
Ekki spyrja mig. En eitt get ég
sagt þér: Flestir í þessari fjöl-
skyldu hafa góða og gilda
ástæðu til þess að gráta!