Vikan - 31.08.1999, Blaðsíða 36
lambafWift
enasósu
Verði ykkur að góðu!
1 bolli vínber að eigin vali
1 bolli hvítvín, má sleppa.
5 dl rjómi
maizenasósujafnari
grænmetiskraftur
hvítur pipar
Sjóðið vínber í hvítvíni í u.þ.b. 2-3 mínútur eða hitið í
smjöri ef ekki er notað hvítvín. Rjóma er bætt út í og
soðið niður þangað til þykktin er orðin hæfileg. Einnig
má þykkja með sósujafnara þegar sýður. Sósan er
bragðbætt með grænmetiskrafti eftir smekk. Hægt að
drýgja sósuna með mjólk eftir að hún hefur verið
þykkt eða hvítvínið/rjóminn verið soðið niður.
Krydd: Grænmetiskraftur, hvítur pipar.
Viðauki:
Vínberjasósa:
Mikilvægt að vínberjabragðið komi fram í sósunni,
bragðið af sósunni á vera milt og saman myndar réttur-
inn frábæra bragðsamsetningu þar sem gráðaosturinn,
lambafilletið og annað sem tilheyrir réttinum á að
njóta sín hvað bragðið varðar
Bakaðar kartöflur
Að pakka kartöflum í álpappír og elda í ofni eða á
grilli er líklega þekktasta aðferð við að baka kartöflur
á íslandi. Önnur aðferð við að baka kartöflur er að strá
grófu sjávarsalti í ofnskúffu, setja þvegnar, þurrar kart-
öflur ofan á saltið, pensla þær með ólífuolíu og baka í
ofni við 180-200 gráður í 40-60 mínútur (fer eftir ofn-
um, hitastigi og stærð kartaflna).
Fyrr í sumar ákváðum við að kaupa grill sem hefur
reynst mjög vel. Um er að ræða sterkt og öflugt grill,
sem skilar fínum bragðgæðum, ásamt hliðarhellu þar
sem hægt er að elda sósur eða súpur, sjóða grænmeti
o.fl.. Allt þetta eru atriði sem ber að hafa í huga þegar
grill er valið.
Til fróðleiks um myndir:
Lambafiile frá kjötumboðinu Goða
Grill frá Olís búðinni Ármúla.
Diskur frá Silfurbúðinni.
Vikan