Vikan - 31.08.1999, Blaðsíða 50
Texti: Margrét V.
Helgadóttir
Myndir af sýnis-
hornum eru úr
bókinni Frá um-
sókn til atvinnu
Nældu í,
draumastarfið
með réttum aðferðum
Margir eyða ævinni í að láta sig dreyma um skemmtileg störf í
stað þess að sinna þeim. Ráðningarstofur og sérfræðingar gegna
orðið veigamiklu hlutverki á vinnumarkaðnum og því er nauðsyn-
legt kunna leikreglurnar þegar draumastarfið er annars vegar.
Idag skiptir fólk
oftar um vinnu á
starfsævinni og
þykir það fullkom-
lega eðlilegt. Sífellt
fleiri sérhæfa sig í
ákveðnum starfs-
greinum og samkeppnin um
vinsælustu störfin er oft hörð.
Til að eiga betri möguleika
þarf fólk að kunna reglurnar.
í rauninni má segja að
þrjár leiðir séu í boði fyrir
þann sem er í atvinnuleit.
Morgunblaðið er ein þeirra
en þar má sjá fjöldann allan
| af atvinnuauglýsingum
hvern sunnudag. Þar er
hægt að finna störf af ýmsu
tagi og flestir ættu að geta
fundið þar starf við sitt
hæfi. Ráðningarstofur
gegna orðið sífellt mikil-
vægara hlutverki og inn á
þær berst fjöldi beiðna
frá fyrirtækjum um
starfsfólk og er einungis
hluti starfanna auglýstur
í dagblöðum.
Fyrírtœki eru oft að
leita af starfskröftum
og starfsmannastjórar
þeirra eða aðrir sem
eru í forsvari ráða til
sín fólk eftir ábend-
ingu eða umsókn
beint til fyrirtækisins.
Almenningur get-
ur óskað eftir að
Ém
50 Vikaii
komast á skrá hjá
ráðningamiðlunum, bæði í al-
rnenn og sérhæfð störf. Fólk
fyllir út eyðublað og eru upp-
lýsingarnar síðan settar inn í
tölvu. Þar með er viðkomandi
kominn á skrá. Næst þegar
fyrirtæki hringir inn og gerir
ákveðnar kröfur um starfs-
kraft er leitað í tölvunni að
fólki með viðkomandi reynslu
og/eða menntun.
Uppsetning umsóknareyðu-
blaða skiptir orðið miklu máli.
Svokallaðar ferilsskrár eru að-
alatriðið og því nauðsynlegt
að setja þær upp á aðgengileg-
an hátt.
Nýlega kom út bók sem ber
heitið „Frá umsókn til at-
vinnu“ eftir Jón Birgi Guð-
mundsson ráðgjafa hjá Ráð-
garði. í bókinni má finna ítar-
legar upplýsingar sem koma
að góðu gagni í atvinnuleit og
þar má finna leiðbeiningar
varðandi umsóknar- og ráðn-
DÆMI UM ALMENNT FORM FERILSKRAR
CURRICULUM VlTAE
Naín: Jósafat Jónsson
Kcnnitala: 210970-6666
Hcunilisfang: Vesturgata 699
101 Rcykjavík
Nctfang: josafat@intemct.is
Heimasimi: 500 3050
Vinnusimi: 500 6044
Eiginkona: Pcrla Bjömsdóttir
Barn: Bjöm Jósafatsson
1993-1996 Mastcrsgráöa i stjómsýslufræði,
Universitctsccnter i Danmörku.
cand.scient.adm., Roskildc
1991-1993 B.A. gráða í opinberri rekstrarhagfneði, offcntlig driftsokonomi, Roskilde
Universitetscenter i Danmörku.
1987 Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri
Starfsreynsla:
1997 - Vcrkcfnavinna á vegum RAR hf:
• Úttekt á arðsemi skipasmiðastöðvar í Malawi fyrir
utanrikisráðuneytið.
• Úttekt á skírteinisútgáfii Tryggingastofnunar rikisins og
Hagstofú íslands og tillögur til úrbóta.
* Starfsmaður ncfndar um viðurkenningu til rikisstofnana fyrir
góðan rekstur.
• Endurskipulagning felagasamtaka.
Sumar 1996 Verkefni fyrir heilsugæslustöðina í Kópavogi:
* Gerð vcrkefnavisis fyrir stofnunina.
* Verkefhi tengt eignarskrá stofnunarinnar.
1994 - 1995 Eftiríitsstörf á Kastmp flugvelli í Kaupmannahöfn (næturvinna).
1989 - 1991 Lögregluþjónn i Borgamesi.
Hcf góða reynslu i notkun tölvukerfa og hugbúnaðar. PC og Macintosh.
Ég hef gott vald á talaðri og ritaðri dönsku, þokkalegt vald á talaðrí og
ritaðri ensku og góðan skilning á norsku og sænsku.
Æskilegt er að
ferilsskráin líti
svona út.
UMSAGNARAÐILAR: Bjami Bjamason
Anna Jónsdóttir
Ráðgjafi hjá RAR hf.
Framkvæmdastjórí SAM hf.
s: 500 0999
s: 500 9200