Vikan - 31.08.1999, Blaðsíða 12
aðeins afbrot ef það er framið
Titfinningalega fiónið
, er allra V6rSt
Eg hafði nýlega
gengið í gegn-
um erfiðan
skilnað eftir
tuttugu og
fimm ára hjónaband þegar
ég hitti myndarlega konu
sem bauð af sér mjög góðan
þokka. Við náðum strax vel
saman og eftir þriggja mán-
aða kynni varð það að sam-
komulagi milli okkar að ég
flytti inn til hennar. Ég
þurfti að selja fasteign mína
vegna skilnaðarins og átti
minn hluta af söluverðinu í
verðbréfum. Konan hafði
sagt mér áður en ég flutti
inn að hún skuldaði milljón í
íbúð sinni sem væri í van-
skilum en fljótlega kom í
ljós að milljónirnar voru
tvær en ekki ein. Ég fór þá
að athuga fjármálastöðu
hennar og komst að því að
hún hafði ekki borgað af
íbúðinni, sem keypt var í
gegnum félagslega íbúða-
kerfið, í fimm ár. Það gera
sextíu mánuði og svo er til
fólk sem kvelst af áhyggjum
yfir að vera einum til tveim-
ur mánuðum á eftir með af-
borganir.
Ég setti eina milljón af
mínu fé í þessa skuld, en
það átti ég handbært og tók
svo lífeyrissjóðslán til að
greiða skuldina upp. Ég
spurði auðvitað hvort um
fleiri skuldir væri að ræða en
hún sór og sárt við lagði að
svo væri ekki. Ýmislegt hélt
þó áfram að koma upp á yf-
irborðið. Ári síðar kom í ljós
að það vantaði milljón í við-
bót, fyrir láni sem ekki hafði
verið greitt af í átta ár og
skrifaði ég upp á skuldbreyt-
ingalán til að bjarga íbúð-
inni frá nauðungaruppboði.
Hún sagði mér hreinskiln-
islega þegar við kynntumst
að hún væri alkóhólisti en
eftir áfengismeðferð væri
það ekki lengur vandamál.
Fljótlega fór að bera á því
að hún var ekki jafnóvirk og
hún vildi vera láta. Einnig
komst ég að því að hún var
ekki bara mjög drykkfelld,
hún var líka spilafíkill og í
pillum. Það rann upp fyrir
mér smátt og smátt að varla
var trúandi orði sem hún
sagði og ósannsögli hennar
og ábyrgðarleysi var farið að
reyna verulega á sambandið.
Ávísanaheftið var m.a. tekið
af henni fyrir útgáfu tuttugu
og fjögurra innstæðulausra
ávísana á tuttugu daga tíma-
bili og hún lenti í þremur
árekstrum á bfl, sem ég átti,
með tilheyrandi kostnaði.
En mér þótti vænt um
hana og vildi ekki hlaupa frá
þessu án þess að fullreynt
væri hvort hægt væri að snúa
henni til betri vegar. Ég er
trygglyndur að eðlisfari og
reyndi að hlúa að samband-
inu. Það kom hins vegar að
því að ég fékk nóg. Eitt sinn
hafði hún lofað að sækja
mig í vinnuna á föstudegi en
hringdi og sagðist ekki geta
komið. Auðheyrt var að hún
var búin að fá sér í glas og
hún gaf þá skýringu á því að
vinkonur hennar hefðu
komið og vakið sig klukkan
þrjú um daginn, en hún
vann vaktavinnu, og boðið
upp á veitingar. Ég kom mér
sjálfur heim en sá engin
merki um mannaferðir í
íbúðinni. Ég nefndi það við
hana og það endaði með
smápexi á milli okkar út af
þessu. Hún var síðan þurr á
laugardeginum en rauk
skyndilega út á sunnudegin-
um.
Það heyrðist ekkert frá
henni fyrr en á miðvikudegi.
Þá hringdi hún og var með
leiðindi. Ég lét það ekki á
mig fá en spurði hana alveg
sallarólegur hvað hún ætlaði
að gera í sínum málum. Hún
svaraði að það myndi koma
í ljós. Ég spurði aftur og svo
í þriðja sinn sömu spurning-
ar og fékk alltaf sama svar.
Ég sagði að lokum að nú
vildi ég fá svar. Þetta væri
orðið óbærilegt. Ábyrgð á
öllu hvfldi á mér. Ég sæi
nánast einn fyrir heimilinu
og héldi í raun öllu gang-
andi. Ef ég fengi engin svör
væri okkar sambandi lokið.
Það varð þögn litla stund en
síðan sagði hún: „Þá skaltu
vera búinn að koma þér út
fyrir sunnudagskvöldið.“
Það gefur augaleið að varla
er gerlegt að fá íbúð og taka
saman og flytja á fjórum
dögum en það átti síðar eftir
að koma í ljós að henni
tókst nærri fullkomlega að
koma mér út úr íbúðinni á
þeim tíma með sérstökum
aðgerðum.
Ég benti henni á að ég
ætti þarna lögheimili. Ég
myndi byrja að leita að íbúð
strax daginn eftir og hún
geti verið þess fullviss að ég
yrði þarna ekki stundinni
lengur en ég þyrfti. Ég
heyrði ekki meira frá henni
eftir þetta samtal en frétti
að hún hefði verið á krá og
drukkið ótæpilega og eytt
miklu fé í spilakassa.
Á laugardag var einhver
einkennilegur óhugur í mér
strax og ég vaknaði. Þetta
varð til þess að ég fór að
taka saman ýmsa hluti sem
tilheyrðu mér og flytja þá út
úr íbúðinni. Allan daginn
hafði ég þessa ónotatilfinn-
ingu svo ég læsti íbúðinni
vandlega áður en ég gekk til
náða. Ég var háttaður og
kominn upp í þegar ég
heyrði fitlað við útidyra-
hurðina. Ég fór fram og
gægðist út og sá hana og
ágætan son hennar standa
fyrir utan. Ég opnaði og
sagði þeim að gera svo vel
og ganga inn. Ég sá strax að
hún var kófdrukkin og í
annarlegu ástandi. Drengur-
inn sagðist ekkert ætla að
stoppa, hann hafi aðeins
verið að koma móður sinni
heim.
Skömmu eftir að hann fór
greip hana æðiskast, sjálf-
sagt yfir því að ég var búinn
að flytja ýmsa muni mína úr
íbúðinni og hún byrjaði að
brjóta og bramla. Ég bað
hana að hætta og hótaði
henni að hringja annars á
lögreglu. Hún hélt áfram
þrátt fyrir það og það end-
aði með að ég hringdi á lög-
regluna sem kom og ræddi
við okkur í sitt hvoru lagi.
Þeir báðu mig að hennar
ósk að víkja úr íbúðinni. Ég
12 Vikan