Vikan - 14.09.1999, Blaðsíða 2
Fg vildi helst vera öllum stundum
i vmnunni
Á Skólavörðustígnum hafa margir listamenn hreiðrað um sig og hefur hann af mörgum verið kallaður
lístastígur Reykjavíkur. Einn þeirra listamanna sem þar hefur verið tll húsa í mörg ár er Inga Elín Kríst-
insdóttir. Inga Elín hefur vakíð mikla athygli fyrir skemmtilega blöndu leirs og giers. Kertastjakarnir
hennar eru sérlega fjölbreyttir og fallegir. Hún býr einnig til skálar, diska, skemmtilegar veggmyndir úr
gleri og einstaka skúlptúra úr steinsteypu og gleri. Ljóskúplar úr leir eftir hana njóta mikilla vinsælda
og Ijósið frá þeim þykir sérlega milt og fallegt. Inga Elín hefur lært bæði kermik og glerlist, hún byrjaði
ung að iæra, var aðeins sextán ára þegar hún fór í Myndlista og handíðaskóla íslands.
Ég lauk fyrst kennaraprófi í myndmennt. Síðan hélt ég áfram og tók aukaár í keramikdeild-
inni hér áður en ég fór í fimm ára framhaldsnám í Danmarks Design Skole í Kaupmanna-
höfn. Þar lærði ég leirlist og glerlist og lærði meðal annars að blása gler þótt ég hafi ekki
gert mikið af því. Ég steypi aðallega glerið. Það er
töluvert mál að koma sér upp glerblástursverkstæði
og það þurfa helst að vera tveir við það, þó hef ég að-
eins reynt það t.d. þegar ég var úti í fyrra og komst í
glerblástursofn. Annars er vinnan mín svo skemmti-
leg að ég vildi helst vera öllum stundum á vinnustof-
unni. Stundum liggur meira að segja við að vinnu-
gleðin sé einum of.“
Inga Elín er ein þeirra listamanna sem hafa vinnu-
stofu á Álafossi. Hún tók í hitteðfyrra þátt í samsýn-
ingu, ásamt öðrum listamanni úr Mosfellsbæ, á mikilli
menningarhátíð í vinabæ Mosfellsbæjar, Skien í Nor-
egi. Þrír aðrir Mosfellingar voru með í för á hátíðina.
„Ég hef eiginlega tekið þátt í samsýningum erlendis
á hverju ári undanfarið. I framhaldi af þessari sýn-
ingu í Skien komu að máli við mig Norðmenn annars
staðar að og báðu mig að taka þátt í samsýningu í
Rövland en þar er stór árleg árleg listsýning sem er
mikils virt í Noregi. Þar var ég með verk í fyrra. Það
hefur oft verið lagt hart að mér að selja vörurnar
mínar erlendis en ég anna varla markaði hér svo ég
tel ekki tímabært að hyggja að útflutningi.
Sem stendur tek ég þátt í samsýningu listhúsanna
þriggja sem eru í nábýli við Skólavörðustíginn í List-
húsi Ofeigs. Sýningin var opnuð á menningarnótt í
Reykjavík. I tilefni opnunarinnar tók ég rennibekk-
inn með mér niður í bæ og sat í garðinum á bak við
Listhús Ófeigs og renndi leirker.“
Þótt ekki verði hægt að sjá Ingu Elínu við leirkera-
smíð í garðinum bak við Listhús Ófeigs verður hún
með afmælissýningu í tilefni 5 ára afmælis gallerísins
síns núna 22. september og þá ætlar hún aðallega að
sýna potsulínslampa. Hvort sem kíkt er inn á afmælis-
daginn eða ekki er alltaf gaman að koma við hjá Ingu
Elínu og njóta þess sem fyrir augu ber.
Texti: Steingeröur Steinarsdóttir
Myndir: Gunnar Gunnarsson