Vikan


Vikan - 14.09.1999, Blaðsíða 10

Vikan - 14.09.1999, Blaðsíða 10
 Karen er Þórshafnarbúi sem lætur sér annt um velferð heimabyggðarinnar. Hún opnaði gistiheimili á Þórshöfn í vor ásamt unnusta sínum. Undanfarið ár hefur hún verið for- maður verkalýðsfélags staðarins og hún er í fullu starfi á Hafnarbarnum, veitingastað og bar, sem foreldrar hennar eiga og reka. aren er fædd og uppalin á Þórshöfn. Hún er stúdent frá Verkmenntaskólan- um á Akureyri og ákvað eftir stúdentspróf að snúa heim til Þórshafnar og setjast að þar sem nóg væri fyrir hana að gera. Hún fór að vinna á Hafnarbarnum, sem hún stofnaði ásamt foreldrum sínum 1994, og segir staðinn hafa verið mikla menningar- bót fyrir Þórshafnarbúa. Veit- ingastað og bar hafi sárlega vantað á Þórshöfn. Sérstaklega tekur Karen fram að Hafnarbarinn hafi komið sér vel fyrir ferðamenn, en þeim hafi fjölgað mikið á Þórshöfn frá því sem verið hef- ur undanfarin sumur. Ástæð- una segir hún vera betra veður i ar en var í fyrra og glæsilega iþrottamiðstöð sem menn, jafnframt því sem gef- inn hafi verið út bæklingur um bæinn með helstu upplýsing- um sem hjálpað hafi til við að kynna Þórshöfn. En hver skyldi hafa verið í frumkvöðull að því að slíkt kynningarrit var gefið út? Að sjálfsögðu Karen, en hún tók að sér að vera í forsvari fyrir hags- munaaðila í bænum og gefa út bæklinginn. Þetta gerði Karen samhliða því að vera að koma upp glæsilegu gistiheimili en hún og unnusti hennar. Ólafur Birgir Vigfússon, eignuðust draumahúsið sitt fyrr á árinu og gerðu það upp. Það var hús ömmu hennar og afa Karen hafði alltaf langað til að eignast. Þar sem húsið er á tveimur hæðum sá Karen þann möguleika í stöðunni að búa á neðri hæðinni og nýta risið undir gistiheimili. Hún hafði nefnilega frá því hún flutti aftur til Þórshafnar, fund- ið þörfina á meira gistirými í bænum og því að koma upp góðri aðstöðu fyrir ferðamenn sem og aðra sem gista á Þórshöfn. Karen sér ein um rekstur gistiheimilisins, en því stjórn- ar hún að mestu frá Hafnar- barnum þar sem hún er í fullri vinnu. Ólafur BirgTr unnusti hennar kemur lítið nálægt rekstrinum, nema á kvöldin þegar hann kemur heim, en hann er bóndi á Syðra Álandi. Þau sjást því ekki mikið yfir daginn nema þegar þau bregða sér úr bæn umeðaþegar Karen hjálpar til við bústörfin. Fyrir utan gistiheimilisrekst- ur og rekstur á veitingastað og bar hefur Karen verið for- maður Verkaiýðsfélags Þórs- hafnar undanfarið ár. Það starf kom óvart upp í hend- urnar á henni þegar fráfarandi formaður hætti og farið var í að breytingar á starfsemi þess. Karen tók starfið að sér til bráðabirgða, eða þar til ein- hver annar væri tilbúinn að taka við. Það hefur ekki gerst ennþá en hún segir beðið næsta aðalfundar. .LUiíi-'L Karen er sennilega yngsti verkalýösforingi á landinu, en hún stjórnar félagi með yfir 300 meðlimum. Aðspurð um það hvemig henni líki starfið er hún hreinskilin og segir það allt í lagi. „Það var rosa lega mikið að gera í vetur varðandi : m' m & 1 ■ WM m i* J y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.