Vikan


Vikan - 14.09.1999, Blaðsíða 19

Vikan - 14.09.1999, Blaðsíða 19
þegar ég finn þig þá hendi ég þér út og mér er alveg sama þó að þú hafir keypt miða og mér er alveg sama hvað verð- ur um þig og mér er alveg sama hvort þú lifir eða deyrð - Ég hendi þér út með mestu ánægju.“ Þögn á ný. Enginn gaf sig fram. „Que est-ce qu’est passé?“ spurði Frakkinn við hlið mér. „Ég veit það ekki,“ sagði ég og kláraði þar með frönsku- forða minn. „Hann er mjög...“ ég leitaði í huganum að orðinu „reiður“ en fann ekki og gafst upp. Það var orðið brýnt að komast á kló- sett. Fleiri sveittir Frakkar fóru að spyrja hver annan. Skvaldr- ið hækkaði, svitinn bogaði. „Þögn!“ orgaði Mustafa. Ungur Israeli stóð á fætur og fór að útskýra málið á reiprennandi frönsku. Mustafa skipaði honum að setjast. Þegar hann settist í miðri skýringu urðu Frakk- arnir enn hávær- ari. Eldri maður sem sat framar- lega rétti upp hönd og spurði kurteislega: „Hvernig væri að athuga vegabréf þeirra sem eru hér inni?“ „Það er enginn tími til þess,“ sagði Mustafa. „En við erum búin að sitja hér í klukkutíma," sagði mað- urinn. „Mér er alveg sama hvað þið sitjið hér lengi, þið megið sitja hér í allan dag mín vegna," urraði Mustafa eld- rauður í framan. „Þetta er allt Mr. Lehmann að kenna og þegar hann finnst skal hann fá að finna til tevatnsins og ef þið viljið berja hann þá er mér alveg sama.“ Farþegarnir sátu stjarfir. Ekkert rauf þögnina nema hvíslið í ísraelanum sem þýddi þessi síðustu skilaboð fyrir ná- læga Frakka. Þá var bankað á hurð rútunnar og ung kona leit inn. Hún sagði eitthvað við Mustafa og bflstjórinn flýtti sér að setja í gang. Ég spratt á fætur til að komast á klósettið en Mustafa ýtti mér til baka og hvæsti: „Þú tefur okkur ekki meir.“ Svo var ekið af stað. Frakkinn við hlið mér laum- aði hendinni á hné mér og þrýsti. Ég sló á höndina. Hann kreisti aftur. Ég kreppti hnefann og lamdi manninn. Hann færði höndina til baka. Við tók löng ferð yfir eyði- mörk, að Súes skurði, yfir hann og áfram yfir eyðimörk. Ég vissi aldrei hver Mr. Lehmann var né af hverju hann kom ekki. Og kannski var Mustafa prins úr 1001 nótt, fararstjóri var hann að minnsta kosti ekki nema að nafninu til. Ég komst ekki á klósett fyrr en í Kaíró. Mig minnir að þetta hafi verið átta tíma leið. Kannski var hún eitthvað styttri en ferðin lifir í minningunni sem ein mesta þrautarför sem ég hef nokkru sinni lent í. Opnunartími okkar cr Jrákl. 17:30 Borðapantanir í síma: 551 5520 Sími/fax: 5Ó2 1485 Því cízhi að eiga ógleymanlega Izvöldsiund í rómantísku umhvcrfi á Jónatan Livingston Mávi fegar j>ú hýður elskunni út að horða. Matseðill okkar er fjölhreyttur og hjóðum við upp á villihráð a 1!l árið um kring eins og okkur einum er lagið, ásamt steikum og hinum ýmsu fiskréttum. Þú upplifir eftirminnilegar stundir fegar j>ú sœkir Jónatan Livingston Máv heim. Munið raframan 15% afslátt V'*A tilallra Visa korthafa Jónatan Livingfston Mávur * Tryggfvagfötu 4-6 * 101 Reykj avík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.