Vikan


Vikan - 14.09.1999, Blaðsíða 44

Vikan - 14.09.1999, Blaðsíða 44
 Elise opnaði augun og sá Julian standa yfir sér. Elise, sagði hann lágt, svo enginn heyrði. Treystir þú þér til þess að standa upp? Hún kinkaði kolli. Hún heyrði hann segja nafnið hennar aftur. Hann var alltaf svo þolinmóður og góður. Alla tíð höfðu allir skammast sín fyrir hana. Allir nema Julian. Hann var sá eini sem skildi hana. Mér líður betur núna, sagði hún. Mig svimar bara svolítið. Ég skil ekki hvað gengur að mér. Hvað kom fyrir? spurði einn gestanna. Elise sá Francescu standa í hinum enda stofunnar og áttaði sig á því sem hafði gerst. Hana hafði svimað þegar hún heyrði Francescu hlæja. Ég hef ekkert borðað í allan dag, sagði hún og kreisti fram bros. Stað- reyndin var sú að hún hafði gleymt að taka lyfin sín og hún vissi að það gat haft al- varlegar afleiðingar. Hún missti stjórn á líkama sínum, varð máttlaus og fæturnir gátu ekki borið hana. Þannig hafði henni liðið þegar hún heyrði hlátur Francescu. Hún fann að Julian laum- aði lyfjunum í lófa hennar. Hann hafði fundið það á sér að hún hafði gleymt að taka þau. Julian vissi allt. Hún flýtti sér að stinga pillunum upp í sig og vonaði að það væri ekki of seint. Hún vissi ekki nákvæmlega hvaða lyf hún var að taka en það skipti engu máli. Hún tók aldrei lyfin sín þegar Julian var að heiman. Hún laumaði þeim í kaffið henn- ar Franciscu. Pillurnar, sem róuðu Elise og auðvelduðu henni lífið, gerðu Francescu sljóa og syfjaða. Francesca gat ekki sent Elise í burtu meðan hún svaf. En Elise gat svo sem alveg tekið lyfin sín líka. Hún átti nóg af þeim þrátt fyrir að hún gæfi Francescu þau í stórum skömmtum. Kasier sá Elise styðja sig við bróður sinn þegar hann fylgdi henni út úr stofunni. En hann gleymdi þeim um leið og hann fann að Francesca stóð við hliðina á honum. Þakka þér fyrir að koma Christian til bjargar, sagði hún. Ég var einu sinni barn sjálfur, sagði hann rólega. Meintir þú það sem þú sagðir? spurði hún varlega. Ætlar þú að taka hann með þér að veiða? Auðvitað meinti ég það. Ég vil gjarnan hafa hann með. Ég sæki hann klukkan níu í fyrramálið, ef það er í lagi þín vegna. Hann varð máttlaus í hnjáliðunum þegar hún brosti til hans. Ég skal hafa hann tilbúinn, sagði hún. Ég er að hugsa um að fara með hann út í Esther-eyju. Þá verðið þið að fara á bát. Kaiser kinkaði kolli. Ég ætla að leigja bát. Skútan mín er ennþá í viðgerð. Þú þarft ekki að vera hrædd um hann. Ég skal gæta hans vel. í því bili kom Julian til baka. Ég biðst afsökunar fyrir hönd systur minnar, sagði hann. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að drekka kampavín á fastandi maga. Eru veislunar hans Julians ekki skemmtilegar? sagði Francesca. Þau systkinin kunna svo sannarlega að hafa ofan af fyrir fólki! Kaiser réri bátnum að vesturhluta eyjunnar. Sjór- inn var lygn og öldurnar gældu letilega við ströndina. Hingað til höfðu þeir veitt mikið og talað lítið. Christi- an var fljótur að komast upp á lagið með veiðistöngina en hann var feiminn og gætti þess að láta lítið fara fyrir sér. Hann sat í bátnum og horði á fiskana eins og hann tryði því ekki að hann hefði veitt þá og dregið þá upp í bátinn hjálparlaust. Kaiser dró bátinn upp á ströndina. Hann náði í nest- iskörfuna sem frú Minstrell hafði útbúið og lagði af stað með Christian í eftirdragi til þess að leita að notalegum stað til þess að setjast niður og borða nestið. Hvað má bjóða þér? spurði hann og opnaði körfuna. Ost og skinku eða steik? Steik. Christian kíkti í körfuna. Er allur þessi mat- ur handa okkur tveimur? Frú Minstrell hefur greini- lega ekki ætlað að láta okk- ur svelta, svaraði Kaiser brosandi. Meðan þeir borð- uðu spurði hann ýmissa spurninga. Ekki fyrir for- vitnisakir heldur vegna þess að hann hafði áhyggjur af Christian. I hvað skóla eruð þið systkinin? spurði hann. Ég er of ungur til þess að vera byrjaður í skóla en Hildy hefur einkakennara heima í New York. Voru þau að koma þaðan? Nei, þau voru að koma frá Vínarborg. Christian taldi á fingrum sér. Þar á undan voru þau í Varsjá og þar áður í Englandi. Og varst þú heima að passa mömmu? Nei, Elise passar mömmu þegar Julian er ekki heima. Kannt þú illa við Elise? spurði Kaiser. Ég veit það ekki, sagði Christian. Hún er nú einu sinni frænka mín. Kannt þú illa við hana? Satt að segja er ég ekki al- veg viss. Mér finnst hún svo- lítið ógnvænleg. Hildy trúir mér ekki. Christian stóð upp, gekk að Kaiser, kraup við hlið hans og horfði í augun á honum. Ég er hræddur við hana, sagði hann. Ég held að hún sé norn! Hildy segir að nornir séu ekki til, en það er ekki satt. Elise er með norn- araugu. Ég veit það, sagði Kaiser. Veistu það? sagði Christi- 44 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.