Vikan


Vikan - 14.09.1999, Blaðsíða 20

Vikan - 14.09.1999, Blaðsíða 20
Texti: Steingerdur Steinarsdóttir Myndir: Sigurjón Ragnar o.fl. Þorbjörg I. Jóns- dóttir, héraðs- dómslögmaður. Ein æðsta skylda hvers samfélags er að vernda ungviðið. Löggjöf til verndar börnum er ákaflega ströng meðal vestrænna þjóða og þau eru vernduð með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum vekur viðbjóð flestra og yfirleitt blöskrar fólki að slíkir glæpamenn hljóti ekki þyngri refsingu en aðrir. En hvað um það þegar fullorðnir menn tæla börn til fylgilags við sig og börnin samþykkja? Þykir það siðferðilega í lagi? Samkvæmt íslenskum lögum er algjörlega ólög- legt að hafa samfarir við börn undir fjórtán ára aldri, hvort sem þau sjálf gefa jáyrði eða ekki. Það er 202 gr. hegningarlaga sem kveður á um þetta. Sjálf- sagt sér hver fullorðinn sjálfan sig í því hversu uppörvandi þeim þótti athygli fullorðinna á þessum mótunarárum þegar líkaminn er oftast þroskaðri en hugurinn. Auðvelt er í flestum tilfellum að vinna börn á þessum aldri á sitt band og þau eru auk þess vön því að hinir fullorðnu stjórni. Þau þurfa að hafa ansi sterkt bein í nefinu ef þau eiga að geta þverneitað fullorðnum sem gerist fjöl- þreifinn og ágengur við við- komandi fyrir fjórtán ára aldur. Sjaldgæft er að þau hafi þá reynslu eða þekk- ingu á kynhlutverkum sín- um til að bera að þau geti tekið ákvarðanir um að lifa kynlífi án þess að það sé fálmkennt og litað af algjöru sakleysi. Þess eru til að mynda dæmi að útlendingar hafi haft mök við mjög ung ís- lensk börn og þeir sýknaðir á þeirri forsendu að börn á íslandi séu frjálslegri í fram- komu en börn í þeirra heimalandi. Þessu líkir eitt foreldri við það að útlend- ingum sé gefið veiðileyfi á íslensk börn fyrir það eitt að þau séu almennt stærri og þroskaðri en börn í mörgum öðrum Evrópulöndum. Þor- björg I. Jónsdóttir hefur ver- ið réttargæslumaður barns sem tælt hefur verið til fylgilags við fullorðinn ein- stakling. Þorbjörg hefur mjög ákveðnar skoðanir á þessum málum. „202 grein hegningarlaga er alveg skýr í mínum huga,“ segir Þorbjörg. „Lög- gjafinn vill vernda börn fyrir allri kynferðislegri áreitni en 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.