Vikan


Vikan - 14.09.1999, Blaðsíða 49

Vikan - 14.09.1999, Blaðsíða 49
Texti: Margrét V. Helgadóttir Grænt og vænt Yfir 200 rannsóknir hafa sýnt fram á tengslin milli aukinnar neyslu ávaxta og grænmetis og lægri tíðni krabbameins. Alþjóða heilbrigðisstofnunin mælir með fimm ávöxtum eða grænmetisteg- undum á dag. Litirnir á grænmetinu segja til um hollustu þess. Því litríkari, þeim mun betra. Pipar, gulrætur, mangó og spínat gagnast víst best í bar- áttunni. Þetta grænmeti er líka mjög C- vítamín ríkt. Frosið grænmeti og glas af ávaxtasafa er líka gott. Forðastu fitu! Að sneiða fram hjá fitu í fæðunni er ekki bara gott fyrir útlitið heldur líka fyrir heilsuna. Að meðaltali borðar hver kona 20 grömmum meira af fitu á hverjum degi en mælt er með. Viðmið- unarmörkin eru 70 grömm. Þessi 20 grömm komast fyrir í tveimur teskeið- um af olíu en mestu fituna fáum við úr kexi, kökum, kjöti og annarri daglegri fæðu. Það er hægt að minnka fituneysl- una með lítilli fyrirhöfn t.d. að hætta að nota nýmjólk á morgunkornið og nota undanrennu eða fjörmjólk í staðinn. í eldamennskuna er upplagt að nota fljótandi olíu eins og ólífuolíu í staðinn fyrir smjörlíki. Trefjaríkt og traust Trefjaríkur matur eins og heilhveiti- brauð, pasta, hrísgrjón og hnetur minnka líkurnar á ristilkrabbameini þar sem meltingin gengur hraðar fyrir sig en ef neytt er fæðu sem er trefjalítil. Það er gott fyrir meltinguna að borða mikið af trefjaríkum mat. Þegar allt er stopp eru apríkósur góðar til að koma meltingunni aftur af stað. Á að sleppa víninu? Neysla áfengis eykur líkurnar á krabbameini í brjóstum og lifur. Lík- urnar aukast verulega ef viðkomandi reykir líka. Neikvæðu hliðarnar á því að hætta að drekka eru þær að neysla áfengis hjálpar sumum að slaka á og nýjustu rannsóknir sýna að neysla lítils magns af rauðvíni reglulega geti komið í veg fyrir hjartasjúkdóma. Allt sem tengist reykingum og reyktum mat Japanir, sem borða mikið af reyktum mat,virðast frekar fá magakrabbamein en aðrar þjóðir. Matur sem er saltaður eins og t.d. skinka inniheldur töluvert magn af nítríum sem getur verið krabbameinsvaldandi sé þess neytt í miklu mæli. Ein leiðin til að verja þig er að drekka mikið af appelsínusafa sem inniheldur C-vítamín í bland við nítr- íumblönduna. Allt getur nú verið hættulegt því nýj- ustu rannsóknir sýna að grillkol eru tal- in geta verið krabbameinsvaldandi. Ef þú grillar matinn, getur þú minnkað líkurnar á krabbameini með því að hafa matinn langt frá grillkolunum! brokkolí. Það er býsna gott og hollt. Reyndar er allt dökkgrænt grænmeti bráð- hollt og því er um að gera að borða mikið af því. Barnshafandi konur ættu að vera mjög duglegar að borða brokkolí og annað dökkt grænmeti, því það inniheldur fólinsýru sem er afar mikilvæg næring fyrir fóstrið. vítamínbættar sardínur. I sardínum er ómega sem er líkamanum nauð- synlegt og á að geta komið í veg fyrir krabbamein í endaþarmi. Þær innihalda auk þess mikið af E- vítamíni sem getur líka komið sér vel gegn brjóstakrabbameini. kraftaávöxtinn kíví. Kíví er hreinlega frábær ávöxtur í alla staði. Fyrir utan að vera fullur af vítamínum þá er hann góður fyrir meltinguna, sérstaklega fyrir börnin þegar allt er stopp. í sam- anburði við 27 aðra ávexti þá þótti kíví bera af hvað hollustu varðaði. ferska tómata. í tómötum má finna mikið magn af karótíni. Það hefur reynst vel í bar- áttunni gegn lungna- krabbameini. Tómatar eru ferskir og góðir og því ættu allir að borða mikið af þeim. Vikan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.