Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 2
Texti: Margrét V. Helgadóttir
Myndir: Gunnar Gunnarsson og Sigurjón Ragnar
Fannar smitaðist af
hárgreiösluáhugan-
um heima fyriren
móðir hans er hár-
greiðslumeistari og á
stofuna Hár Fókus í
Grímsbæ. Hann byrj-
aði að vinna á stofunni hjá henni en
entist í tvo mánuði. „Þegar maður
vinnur hjá foreldrum sínum vill maður
ekki hlusta á þau þar frekar en
heima."
Fannar fór að vinna annars konar
störf en var heillaður af hárgreiðsl-
unni og fór síðan á samning hjá
caracter. „Viö mamma tölum mikið
saman um hárgreiðsluna heima fyrir
en pabba finnst það alls ekki áhuga-
vert.
Það hefur verið mjög skemmtilegt
að greiða forsíðustúlkunum. Þá fær
maður svolítið að leika sér."
Unnusta Fannars, Berglind, hefur
fengið að finna fyrir áhuga Fannars
því hann hefur æft sig duglega á hár-
inu á henni. „Hún hefur þurft að þola
margt."
Fannar hefur unnið í samstarfi við
Hrafnhildi hjá Pharmaco en hún farð-
ar stúlkurnar.
Hvaða hárvörur notar Fannar
helst?
„Við erum með nýjar vörur sem
eru náttúrulegar og heita Reneforter-
er og koma frá París. Þær eru mjög
góðar fyrir hársvörðinn. Fallegt blóm
dafnar ekki nema að hafa góðan
jarðveg, það sama gildir um hárið."
Hvernig verður haust- og vetrar-
tískan hvað hárinu viðkemur?
„Það er mikið
um stutt hár í vet-
ur, svona í eyrna-
sídd, alls ekki nið-
ur á axlir.
Toppar eru mjög
vinsælir og þá í
mörgum síddum.
Það eru margar
línur í gangi. Hvað
litina varðar þá eru
tónaðir litir mjög
vinsælir, sérstak-
lega rauðir, kopar
og gylltir tónar.
Þessar brjáluðu strípur eru að detta
út.
Fyrir íhaldssamar konur sem vilja
ekki breyta mikið mæli ég með ein-
um nýjum lit, á fá þær smá hreyfingu
á hárið.
Ég er svo á leiðinni til London á
sýninguna Salon International '99
sem verður haldin í Wembley Exhibit
Center.
Þar munu verða sýnikennslur og
vörusýning frá öllum framleiðendum.
Ég hlakka mikið til."