Vikan


Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 16

Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 16
Fyrirmyndarfólk sem sótti Kaffihúsið að Lauga- V vegi 11 er longu orðið að goðsögn meðal ís- lendinga. Sennilega hafa ekki spunnist jafn margar sögur um nokkurn annan stað. Þeir sem vegna aldurs eða þeir sem hafa aðra afsökun fyrir að hafa 5 m «2 ekki sótt þangað „kaffi" og andagift eru 2* 0) c 5“ ■2 § ? 3 .E w «ifl W j; 'i 1 X 3 óhjákvæmilega nokkuð forvitnir, um þann anda sem sveif yfir vötnun- um á Laugvegi 11. Hörður Arinbjarnar er einn þeirra sem sótti staðinn og hann hefur i Ásta Sigurðar var fasta- gestur á Laugavegi n. Þarna töluðu allir við alla og nienn settust hver við annars borð, einkuin þegar allt flaut svona uin hclgar. Frá vinstri: Jón Laxdal Halldórsson, Elí- as Mar, Kristinn Gestsson, Dagur Sigurðar- son og Magnús Guðjóns- Fyrst væri kannski rétt," segir Hörður, „að skoða til- urð nokkurra staða. Silli og Valdi fóru út í veitingarekstur meðan veldi þeirra var sem mest. Þeir áttu Langabar og Laugaveg 11 en einnig byggðu þeir Prikið, kaffihúsið sem er skáhallt á móti Sólón íslandus. Þessir kaffistaðir áttu það allir sameiginlegt að vera byggðir í nokkuð í amerískum stíl enda opnaðir þarna um 1950, þegar amerískra áhrifa gætti hvað mest hér. Staðirnir minntu óneitanlega á amerískar vega- sjoppur eða „diners" sem við höfum sennilega öll séð í bíó- myndum. Innréttingarnar mynduðu nokkurs konar bása, tveir gallonklæddir bekkir með borði á milli. Borðplöturnar voru úr harðplasti og með járn- kanti á hliðunum. A Laugavegi 11 var gengið inn í andyri fyrst og síðan inn í veitingasalinn sem tók allt að hundrað manns í sæti. Glugga- rnir sneru út í portið en oftast var dregið fyrir þá. Eftir endi- löngu voru blómakassar og við annan vegginn tóku bekkirnir svona fjóra menn í sæti ef flösk- urnar voru ekki of þykkar í vös- unum. Hinum megin voru borð þar sem tveir gátu setið saman og sá veggur klæddur speglum en það þykir gott í svona „lókölum" því það stækkar plássið. Af þessu sést að staður- inn var snyrtilega og vistlega innréttaður. " Ailt fiaut um helgar Var það þá fyrst og fremst það sem heillaði við staðinn? „Nei, ætli það hafi ekki ein- faldlega verið að úr fáum stöð- um var að velja þá. Helstir voru Hressingarskálinn og Kaffi Höll í Austurstræti. Hressingarskál- inn var staðurinn þangað til Laugavegur 11 opnaði, þá flyst son. vænn hluti kvöldstarfsemi Hressingarskálans þangað upp eftir, má vera að meira hafi ver- ið amast við blandinu á Hress- ingarskálanum. Á þessum tíma var áfengisveitingabann á veit- ingastöðum og því afléttir ekki fyrr en 1954 eða 1955. KFUM átti Hressingarskálann og menn voru þar mikið í hádeginu og yfir daginn. Fljótlega fór margt ungt fólk þó að sækja Laugaveg 11, aðal- lega menntafólk úr Háskólan- um og menntaskólunum, helst var það nú samt á kvöldin sem það safnaðist þarna saman. Þessi hjörð sem sótti Laugaveg 11 var þverskurður af þjóðfé- laginu. Menn sem störfuðu í bönkum og ráðuneytum, lista- menn, samkynhneigðir og krónískir alkóhólistar. Þarna töluðu allir við alla og menn settust hver við annars borð, einkum þegar allt flaut svona um helgar. Þótt staðinn hafi sótt krónískir alkóhólistar sem helst voru úr hópi listamanna, voru þeir þó ekki rónar úr strætinu, sá hópur sótti Ingólfskaffi. Eg man þó einn fastagest sem kallaði sig Jónas Svafár. Hann var yfirleitt sauðdrukkinn og frekar sóðalegur. Þess á milli hafði hann sig upp úr þessu og var þá sæmilegur. Hann hafði verið venjulegur verkamaður sem vann við skurðgröft. Hann datt við vinnu sína ofan í skurð- inn og rak höfuðið í stein og var meira og minna í móki í heilt ár á eftir. Þegar hann rankaði við sér var hann orðinn skáld og tók upp listamannsnafnið Svaf- ár. Þessa sögu sel ég hins vegar ekki dýrari en ég keypti hana. Fyrsti ástarneistinn kviknaði þar Það var skemmtiiegur hópur manna sem þangað vandi kom- ur sínar. Margt var rætt og mik- ið um heimspekilegar vanga- veltur. Menn skiptust á skoð- unum um það sem þeir höfðu lesið og oft voru samræðurn- ar mjög andríkar en þó kannski svolítið yfirborðskenndar eins og gjarnan gerist á kaffihúsum. Meðal fastagesta voru Elías Mar, Haraldur Björnsson, Al- freð Flóki, Jóhann Hjálmars- son, Þorsteinn frá Hamri, Ásta Sigurðardóttir, Jóhann Svavar og Tryggvi Olafsson. Stúlka sem síðar varð kona Tryggva var gengilbeina þarna á staðn- urn og það er ekki eina hjóna- bandið sem einhver fyrsti neisti af kviknaði þarna. Jón Baldvin og Bryndís komu þar, Bragi Kristjónsson og Nína Björk Árnadóttir, Þorsteinn frá Hamri og Ásta Sigurðar, nú og Árni Björnsson og hans kona kynntust á Laugavegi 11. Það má telja marga fleiri fastagesti, Dagur Sigurðarson, Ásdís Kvaran, Einar Sverris- son, Sverrir Kristjánsson og svo kom þar mikið Völundur Draumland, bóhem og skáld sem lítið bar á. Seinna giftist hann og hefur verið haldið inni síðan. Meðal málara sem sóttu staðinn voru Svavar Guðnason, Jóhannes Jóhannesson, Hring- ur Jóhannesson og fl. Þarna komu einnig sýslumenn, lög- menn og fleiri sem ekki eru þekktir í samfélaginu í dag en voru það þá. Innan um og sam- an við var alls konar fólk sem í dag er venjulegir borgarar sem sinnir sínum störfum. Svona á heildina litið tel ég að þeir sem komust í kynni við þennan stað hafi búið vel að því. Almennt var þarna fyrirmyndarfólk. Staðurinn hafði eitthvert óorð á sér vegna þess „bóhem" anda sem þar ríkti en það var óverðskuldað. Þarna var fyrst og fremst hugsandi fólk sem síðar átti eftir að gera garðinn frægan og standa sig vel í sínu lífi. Listir og menning voru þar í hávegum höfð." Aifreð Flóki fínn og strokinn inn á Vog Það verður þó ekki fram hjá því litið að margir fastagest-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.