Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 60
TEXTI: S/EVAR HREIÐARSSON
SYNGUR OG DANSAR
Alicia Silverstone syngur og dansar í
næstu mynd sinni, sem heitir Love's
Labours Lost og er byggð á leikriti
eftir William Shakespeare. Myndin
verður frumsýnd á næsta ári og það
er Shakespeare aðdáandi númer eitt,
Kenneth Branagh, sem leikstýrir
henni. Alessandro Nivola leikur á móti
Silverstone í myndinni og hann segir
að hún sé sannkölluð Ginger Rogers
nútímans. "Við létum ekki nægja að
leika sjálf í dansatriðunum heldur
sungum við líka. Þetta er ekki ein af
þessum myndum þar sem leikararnir
bara hreyfa varirnar. Þetta er okkar
söngur sem heyrist," segir Nivola og
bætir við að hann hafi hrifist mjög af
Silverstone. "Við skemmtum okkur
konunglega. Þetta var eins og við
hefðum ferðast aftur í tímann og vær-
um stödd á fjórða áratugnum. Við
dáum bæði Fred og Ginger og gerðum
okkar besta til að standast þeim
snúning."
KYNBOMBA Á NÝ
Susan Sarandon fagnar 55 ára
afmælinu hinn 4. október en
hún þykir enn ein sú kynþokka-
fyllsta í Hollywood. Fyrir nokkrum
árum lék hún í hverri myndinni
af annarri, þar sem gert
var út á kynþokka hennar
en undanfarið hefur hún
valið hlutverk, sem krefj-
ast meiri leikhæfileika
og hún hefur verið í full-
orðinslegri hlutverkum.
Sarandon segist vera
búin að fá nóg af þessu
og í næstu mynd sinni ætl-
ar hún að krydda aðeins
ímyndina á ný. "Mér fannst
ég vera búin með kvótann
af kynþokkalausum konum
með engan farða. Það er
kominn tími til að klæða sig
í gjálífskjólana," segir Sar-
andon, sem leikur ítalska
greifynju sem fiekar menn
fyrir peninga í myndinni
Cradle Will Rock, en hún
verður frumsýnd í Bandaríkj-
unum síðar á árinu. Leikstjóri
myndarinnarerTim Robbins,
sambýlismaður og barnsfaðir
Sarandon. Sarandon segist
frelsinu fegin eftir að
hafa leikið nunnur og
húsmæður í undanförnum
myndum. "Ég elska að leika vondu
konuna. Þá þarf maður ekki að hafa
áhyggjur af því að vera alltaf einlægur
og góður," segir Sarandon.
HUGSAR EKKI BARA UM PENINGA
Breska leikkonan Kate Winslet er í
miklu uppáhaldi hjá harðjaxlinum
Harvey Keitel, sem leikur á móti henni
í myndinni Holy Smoke. "Ég ber mikla
virðingu fyrir Kate," segir Keitel (60),
sem leikur elskhuga hennar í mynd-
inni. "í staðinn fyrir að nýta sér vin-
sældir Titanic til að græða á tá og
fingri valdi hún að leika í ódýrum
myndum sem eru krefjandi og þroska
hana sem leikkonu." Winslet er sam-
mála Keitel um að stærðin skipti ekki
alltaf máli og segist sátt við þau hlut-
verk sem hún hefur valið síðan hún
lék í gróðamestu mynd allra tíma. "Ég
vel hlutverk eftir því hvernig persón-
urnar eru, ekki eftir því hversu mikla
peninga þetta kostar. Ég er viss um að
ég á einhvern tíma eftir að leika aftur
í stórri Hollywood mynd en nú tel ég
mikilvægara að leika í myndum sem
mér er sjálf annt um." Nú er Winslet í
London að leika í myndinni Quills,
sem fjallar um klámhundinn Marquis
de Sade.
Sigourney Weaver er ekkert lamb að
leika sér við. Þessi hávaxna leikkonan
æfir nú sparkbox af miklum móð með
einkaþjálfara í Los Angeles. Weaver
heldur upp á fimmtugsafmælið á
næstu dögum og ætlar ekki að slá
slöku við í leiklistinni. I næstu mynd
sinni leikur hún á móti Woody Allen í
gamanmyndinni Company Man. Leik-
stjórar myndarinnar, þeir Doug
McGrath og Peter Askin, hafa nú farið
í mál gegn framleiðendum myndar-
innar vegna þess að þeir fengu ekki
að ráða hvernig hún var klippt.
KOKHRAUSTUR LEIKSTJÓRI
Antonio Banderas hefur tröllatrú á
hæfileikum sínum sem leikstjóri.
Frumraun hans var myndin Crazy in
Alabama þar sem hann leikstýrði eig-
inkonu sinni, Melanie Griffith. Þrátt
fyrir að myndin fengi ekkert sérstak-
lega góðar viðtökur hjá gagnrýnend-
um þá ætlar Banderas ekki að leggja
árar í bát. Nú hefur hann hug á að
leikstýra sjónvarpsþáttum sem verða
byggðir á sex óútgefnum sögum eftir
kólumbíska Nóbelskáldið Gabriel
Garcia Marquez. Banderas segist hafa
fengið þessa hugmynd eftir að hafa
snætt kvöidverð með rithöfundinum.
"Mér fannst sögurnar ekki henta fyrir
hvíta tjaldið en þær eru efni í úrvals
framhaldsþætti," segir Banderas.
BARN í MELROSE
Josie Bissett, sem lék Jane í Melrose
Place, hefur tekið sér frí frá leiklist-
inni. Bissett eignaðist sitt fyrsta barn í
júlí og sinnir nú syninum öllum stund-
um. Nú hefur framleiðslu Melrose
þáttanna verið hætt og Bissett var
ekki sú eina í fjölskyldunni sem missti
vinnuna þegar Melrose hætti. Eigin-
maður hennar, Rob Estes, lék Kyle
McBride í þáttunum. Hann er nú aö
reyna fyrir sér í nýjum þáttum sem
kallast Outreach en ekki er búist við
að þeir nái miklum vinsældum.
Afmælisbörn vikunnar
4. okt.: Rachel Leigh Cook (1979),
Alicia Silverstone (1976), Liev
Schreiber (1967), Armand Assante
(1949), Susan Sarandon (1946), Anne
Rice (1941) 5. okt.: Kate Winslet
(1975), Josie Bissett (1970), Guy Pe-
arce (1967), Daniel Baldwin (1960),
Bob Geidof (1951) 6. okt.: Elisabeth
Shue (1963), Britt Ekland (1942)
7. okt.: John Mellencamp (1951), Oli-
ver North (1943) 8. okt.: Matt Damon
(1970), Sigourney Weaver (1949),
Chevy Chase (1943), Jesse Jackson
(1941) 9. okt.: Sean Lennon (1975),
Scott Bakula (1954) 10. okt.: Jodi
Lyn O'Keefe (1978), Antonio Banderas
(1960), Peter Coyote (1941)
VITNIAÐ
GOTUBARDAGA
Matt Damon trúði vart eigin augum
þegar hann varð vitni að götubar-
daga í New York í sumar.
Hann var að leika með
Gwyneth Paltrow í mynd-
inni The Talented Mr.
Ripley og þau horfðu
undrunaraugum á slags-
mál sem brutust út í ná-
grenni við tökustaðinn. Kvik-
myndaliðið var að vinna við
Central Park og stoppa þurfti
umferð á meðan. Ökumenn
voru ekki ánægðir og úr varð
mikill flautukonsert. Þegar
bílunum var loks hleypt
framhjá stóð einn leigubíll
stopp og hindraði aðra bíla.
Jakkaklæddur maður stökk út
úr bíl sínum og öskraði nokkur
vel valin fúkyrði. Skipti engum
togum að hann reif leigubíl-
stjórann út úr bílnum og byrj-
aði að lumbra á honum.
Minnstu munaði að Damon og
Paltrow lentu í áflogunum þeg-
ar þau reyndu að skakka leik-
inn en mennirnir héldu áfram
að slást þar til lögreglan mætti
á staðinn og stöðvaði bardag-
ann. Enginn var handtekinn.
wí0RÐ
í HORN AÐ