Vikan


Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 23

Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 23
Nokkrar þeirra inynda sem birst hafa af Waris í tíinaritnni. V ■' í Afríku eru ekki dagatöl, þar er tíminn ekki til," seg- ir Waris. „Ég veit ekki einu sinni hvað ég er gömul. Ætli ég sé ekki eitthvað ná- lægt því að vera 28 ára. Þeg- ar ég var barn heyrði ég aldrei neitt um hinn vest- ræna heim. Ég hafði aðeins óljósar hugmyndir um að einhver önnur lönd væru til utan Afríku og ég vissi að einhvers staðar var hvítt fólk þótt ég hefði aldrei séð það. Einhvern tíma spurði ég frænda minn hvert maður færi til að verða hvítur og hann svaraði að ef ég yfir- gæfi Afríku yrði ég hvít því þar væri engin sól. Þegar ég var fimm ára ákvað faðir minn að kominn væri tími til að umskera mig. Ég man þessa stund eins og hún hefði gerst í gær. Konan sem framkvæmdi aðgerðina hafði gefið sjálfri sér titilinn hinn opinberi skurðarmeist- ari en í raun var hún bara gömul sígaunakerling sem flæktist milli þorpa með pokaskjattann sinn. Móðir mín settist hjá mér og hún bað mig að vera góð og hreyfa mig ekki. Hún sagð- ist ekki hafa krafta til að halda mér kyrri. Gamla konan dró upp skítugt rakvélarblað og ég sá á því storknað blóð úr stúlkunni sem hún hafði um- skorið á undan mér. Ég færði fæturna í sundur, lok- aði augunum og reyndi að útiloka allt. Ég gerði þetta fyrir móður mína. Gamla konan skar ekki eingöngu burtu snípinn heldur innri skapabarmana líka. Síðan saumaði hún mig saman með nál. Ég skynjaði ekkert nema sársaukann. Þá voru fætur mínir bundnir saman svo ég hreyfði mig ekki og rifi upp saumana. Ég lá á bakinu í rúman mán- uð. Ég gat ekki borðað, ekki hugsað, ég gat ekkert gert. Ég var öll marin og blá að neðan og ég átti mjög erfitt með að pissa. Þvagið lak frá mér í dropum. Eftir þrjár vikur fékk móðir mín ein- hvern til að opna mig örlítið svo ég gæti haft þvaglát enda var ég þá orðin mjög veik. Mér blæddi næstu tvo til þrjá mánuði. Ég var næst- um dáin og ég vildi deyja, ég hafði alveg gefist upp á líf- inu." En Waris lifði af. Yngri systir hennar og tvær frænk- ur voru ekki jafnheppnar, þær dóu af sýkingum. Móðir Waris og amma voru báðar umskornar og í raun allar konur í ættbálki hennar. Konurnar eru saumaðar saman svo að leggöngin haldist þröng til að auka á ánægju karlmanna af sam- förum, og eru aðeins opnað- ar að fullu þegar þær eiga börn. Konur sem eiga tíu og tólf börn eru opnaðar og saumaðar saman eins og taupokar með tilheyrandi sársauka og sýkingarhættu. Olíkt því sem margir hafa talið hefur umskurður kvenna ekkert með trú að gera. Umskurður stúlku- barna er stundaður víða í Afríku, á nokkrum afmörk- uðum svæðum í Mið-Asíu, Suðaustur-Asíu og Suður- Ameríku. Umskurður er gerður jafnt í kristnum sem múhameðskum samfélögum en hvorki finnst í Kóranin- um né Biblíunni neitt um umskurð kvenna. Karlmenn í þessum karlveldissamfé- lögum fundu upp þennan sið til að koma í veg fyrir að konur gætu notið kynlífs þar sem það var talið vænlegast til að hindra að þær héldu fram hjá. Miðað við aðra siði og venjur þessara landa er það þó varla nauðsynlegt. Konur eru kúgaðar frá barn- æsku og oftast giftar áður en þær komast af barnsaldri. Eiginmaðurinn nauðgar þeim yfirleitt á brúðkaups- nóttina og tæplega er að vænta meiri tillitssemi eftir það. Þegar Waris var 13 ára kom faðir hennar til hennar og sagðist vera búinn að finna handa henni eigin- mann. Sá reyndist vera um sextugt og hafði keypt barn- ið fyrir fimm kameldýr. En litla stúlkan var ekki bara einstök í útliti heldur hafði hún sterkara bein í nefinu en nokkur gerði sér grein fyrir. Hún strauk að heiman. „Þegar ég sá tilvonandi eiginmann minn hugsaði ég með mér: „Hann er svo gamall." Á þeirri stundu ákvað ég að yfirgefa Afríku. Ég sagði móður minni það en ég hafði alltaf verið uppá- haldið henn- ar. Hún kvaddi mig með orðun- um: „Gerðu það sem þú vilt og meg- irðu verða ör- ugg og ham- ingjusöm. Gleymdu mér ekki." Síðan faðmaði hún mig. Um nóttina lagði ég af stað yfir eyði- mörkina til Mogadishu, höfuðborgar Sómalíu. Ég vissi að móð- ursystir mín bjó þar. Ég var aðeins klædd lenda- skýlu en ég píndi sjálfa mig til að ganga áfram dögum saman. Á næturnar laumaðist ég inn í búðir annarra hirðingjaætt- bálka og drakk mjólkina úr kameldýrum þeirra. Ég náði til borgarinnar og fann frænku mína. Ég hafði ekki dvalið lengi hjá henni þegar ég frétti að frændi minn væri að fara sem sendiherra Sómalíu til London. Hann vantaði þjón- kveimss ðileg þyrming Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.