Vikan


Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 26

Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 26
mbandsslita Tueimur vikum eftir pioinipm, vinnnnm T-Tnnn 0 Tveimur vikum eftir sambandsslitin: □ Þú notar golfkylfurnar hans til þess að losa stífluna í klósettinu og færð útrás með því að kveikja í nærbuxunum sem hann gleymdi hjá þér. Þú hefur aldrei áður hlustað svona mikið á Celine Dion. BÞú mætir strák úti á götu sem er í Levi's gallabuxum og þú brestur í grát. Þinn fyrrverandi var nefnilega svo oft í gallabux- um. □ Þú lætur þig dreyma um að hann komi til þín skríðandi á hnjánum og grátbiðji þig um að byrja aftur með sér. Stundum seg- irðu já. Stundum nei. 0Þú reynir að hressa þig við með því að kaupa þér ný föt en kaupir bara allt í svörtum lit. SÞú stendur sjálfa þig að því að vera stöðugt að keyra „óvart" framhjá húsinu hans. Tveimur mánuðum eftir sambandsslitin: □ Þegar þú fréttir að vin- kona þín hafi óvænt rekist á hann, þá snertir það þig ekki. Ekki mikið. BO.k. Jú, það snertir þig aðeins. En þér leið miklu betur þegar hún sagði þér að hann hefði litið mjög illa út. 01 hvert sinn sem þú ferð í bæinn eða átt leið um hverfið hans, þá ferðu í fínustu fötin þín og málar þig vandlega. Þú gerir það að sjálfsögðu bara fyrir sjálfa þig en ekki hann. Jæja, svona að mestu leyti. r I Þú ert á fullu við að ■á-i tryggja þér einkarétt á uppáhaldsskemmtistaðnum ykkar og aðganginn að sam- eiginlegu vinunum. Hann hlýtur að geta reddað sér sjálfur, fyrst hann er svona rosalega sjálfstæður. Þú telur dagana þang- að til „lagiðykkar" hættir að tröllríða útvarp- stöðvum. Það var ömurlegt að rekast á hann í partíi með nýju kærustuna upp á arminn eða þangað til þú fattaðir að hún var nákvæm eftirlíking af þér. Bara með miklu stærri rass og hræði- lega illa litað hár. Tveimur árum eftir sambandsslitin: Þú heilsar honum og jafnvel faðmar hann þegar þú rekst á hann úti á götu en hefur lúmskt gaman af því hvað hann er orðinn þunnhærður. 0Þegar þú færð tölvu- póst frá honum, þá þarftu ekki samstundis að hendast fram á klósett. Þú ert svo innilega komin yfir hann að það væri minnsta mál í heimi að kynna hann fyrir nýju, sætu stelpunni í vinn- unni. Þegar þú ert að gera hreint heima hjá þér, þá hikar þú ekki við að fleygja öllum hallærislegu geisladiskunum sem hann gaf þér. 0Einu skiptin sem þér dettur hann í hug er þegar þú ert að hugsa um hversu frábær nýi kærastinn þinn sé. Það er sama tilfinn- ing og að skipta út Trabant fyrir Benz. HÞegar ykkur er báðum boðið í sama brúð- kaupið, þá þarftu ekki að vera með einhvern myndar- legan frænda þinn upp á arminn; þú þarft ekki lengur að sanna neitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.