Vikan


Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 54

Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 54
Lífsrexmshisam Ástarævintýri í Egyptalandi Æ v i n Ég þráði að giftast og eignast börn Þegar ég var 25 ára byrj- aði ég að vera með manni sem ég var mjög hrifin af og samband okkar gekk vel í fyrstu. Við hófum sambúð innan árs en þá fyrst fór að bera á geðlægð hjá honum og framkoma hans var oft á tíðum undarleg. Ég humm- aði þetta fram af mér ansi lengi en það kom sá dagur sem ég var tilneydd til þess að horfast í augu við ástand- ið. Ég hvatti sambýlismann minn til þess að leita sér að- stoðar og hann fór í með- ferð hjá geðlækni. Það gekk Mér fór að finnast íbúðin mín tómleg og á kvöidin helltist einmannaleikinn yfir mig. Ég þráði að kynnast manni til þess að deila lífinu með hins vegar erfiðlega að hjálpa honum því hann þjáðist bæði af fælni og of- sóknaræði. Ymis lyf voru reynd en án sýnilegs árang- urs og hann var nokkrum sinnum lagður inn á geð- deild. Ég vildi gera allt sem í nrínu valdi stóð til þess að hann næði heilsu, en það var lítið sem ég gat gert því hann var mjög alvarlega veikur. Þetta hafði þrúgandi áhrif á heimilislífið, ég var sjálf alltaf dauf í dálkinn og eygði enga von um betri tíma. Auk þess komu stund- ir þegar ég var dauðhrædd við hann. En til þess að gera langa átakasögu stutta, þá t ý r i n þraukaði ég í þessu sam- bandi í ein sex ár og þegar við skildum taldi ég mig hafa fullreynt þessa sambúð. Þá tóku við annars konar erfiðleikar en þeir fólust í að aðlagast lífinu sem ung, ein- hleyp kona. Ég náði að festa kaup á lítilli íbúð og hellti mér út í botnlausa vinnu. Ég var enn í sárum og átti við margvíslegar tilfinningar að stríða; mér fannst ég hafa eytt alltof mikið af dýrmæt- um tíma í þennan mann en var samt ósátt við að vera ein á báti. Frá því að ég var lítil stelpa hafði ég ávallt þráð að giftast og eignast börn. Ég hafði séð þennan framtíðardraum minn í hyll- ingum. Ég náði þó smám saman að byggja upp and- legt þrek rnitt að nýju og ákvað að láta ekki deigan síga þótt ég ætti að baki átakanlega sambúð. Ég fékk nóg af firringu næturlifsins Ég var nokkuð fljót að vinna úr sorginni og þeim söknuði sem óneitanlega er fylgifiskur sambandsslita. Ég tók gleði mína á ný og naut þess að vera ung og einhleyp. Mér fannst æðis- legt að búa ein og var dug- leg við að bjóða vinkonum mínum heim um helgar í hugguleg kvöldverðarboð. Þá var alltaf glatt á hjalla. Við sötruðum rauðvín, mál- uðum hvor aðra inni á baði og og sátum síðan fram eftir kvöldi með kaffi og koníak. Þá var ýmislegt rætt eins og e n n g gengur og gerist í svona stelpupartíum. Þegar komið var fram yfir miðnætti fór- um við oftast út að skemmta okkur. Svona gekk lífið í fimm skemmtileg ár. Mér leið eins og drottningu í ríki mínu og var ákaflega ánægð í vinn- unni. Ég eignaðist mikið af góðum vinum í kringum starf mitt og var alltaf að gera eitthvað spennandi. Ég varð ástfangin nokkrum sinnum en einhverra hluta vegna gengu samböndin aldrei upp. Ymist voru þess- ir menn nýlega fráskildir og báru þess enn merki eða þeir sýndu mér lítinn áhuga. Þegar fimm ár voru liðin frá skilnaðinum fór að halla undan fæti hjá mér. Mér fannst ekki lengur spenn- andi að vera alltaf í stelpupartíum og þvælast um á skemmtistöðum. Mér fór að finnast íbúðin mín tómleg og á kvöldin helltist yfir mig einmannaleiki. Ég þráði að kynnast góðum manni til þess að deila lífinu með. Smám sarnan hættti ég að fara út á lífið með vin- konunum en kaus þess í stað að sitja ein heima á kvöldin og horfa á sjónvarpið eða gott myndband. Um helgar fór ég ein í gönguferðir eða í leikfimi og borðaði með for- eldrum mínum á kvöldin. e r a s t Vinkonur mínar höfðu áhyggjur af mér og reyndu sífellt að fá mig til þess að vera með þeim en ég gat ekki hugsað mér að vera þátttakandi í firringu nætur- lífsins lengur. Ég fór að sinna áhugamálum mínum betur. Ég hef t.d. alla tíð verið heilluð af fornegypskri menningu- og listmunum og er áskrifandi af nokkrum tímaritum um þau efni. Ég nálgaðist líka upplýsingar um þetta áhugamál mitt á netinu og gældi við þann draum að komast til Egypta- lands. Auglýsingin sem breytti lífi mínu Einn sunnudag var ég að lesa Morgunblaðið í róleg- heitum uppi í rúmi þegar ég rak augun í litla auglýsingu sem átti eftir að breyta lífi mínu. í henni kom fram að einhver íslendingur væri að skipuleggja ævintýraferð til Egyptalands í þeim tilgangi að skoða píramídana og ýmsar fornminjar. Viðkom- andi bað áhugasama að senda sér nafn og símanúm- er og tekið var fram að þetta væri ekki ferð á vegum ferðaskrifstofu eða farar- stjóra heldur var ætlunin að smala saman u.þ.b. 10 ein- staklingum sem hefðu þetta sameiginlega áhugamál og Foreldrar mínir og vinir töldu mig hafa tapað vitinu og höfðu miklar áhyggjur af því að ég ætlaði til svo fjarlægs lands og það með bláó- kunnum manni 54 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.