Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 8
hafa verið sameinaðar tvær
skrifstofur, upplýsingaskrif-
stofa Norrænu ráðherranefnd-
arinnar og skrifstofa upplýs-
ingadeildar Norðurlandaráðs,
og um leið hefur starfið verið
endurskoðað."
Til skamms tíma hafa menn
verið ráðnir til tveggja til fjög-
urra ára til starfa á vegum
Norðurlandaráðs en nú hefur
orðið breyting á og er Sigrún
ráðin til fjögurra ára með
möguleika á ráðningu í önnur
fjögur ár. „Ég held að fólk sé
farið að átta sig á því hversu
fjölþætt þessi starfsemi er.
Fólk er fyrst að verða fleygt
þegar það er að hætta aftur.
Nú er komið nýtt kerfi og ég
held að það sé til bóta. Áður
fyrr var heldur ekki inni í
myndinni að þeir sem starfað
höfðu hjá norrænum stofnun-
um gætu sótt um annað starf.
Þetta er að breytast. Flelga
Hjörvar er gott dæmi. Hún var
hjá „Theater og dans i Nor-
den" og er nú forstjóri Norð-
urlandahússins í Þórshöfn.
Þetta er í raun viðurkenning á
því að hægt sé að leggja fyrir
sig störf á þessum vettvangi."
Sigrún segir að starfið hjá
upplýsingadeildinni sé mjög
fjölbreytt „og ég held að það
verði spennandi. Hins vegar er
ég mjög fegin að hafa byrjað
hjá NJC því mér finnst ég hafa
lært svo mikið sem ég held að
nýtist mér og ég kom ekki með
upp á vasann frá íslandi. Þessi
tvö ár hafa verið mér mjög
drjúg og auk þess er ég orðin
aðeins sleipari í dönsku!"
Orðin amma
Árið í ár hefur fært Sigrúnu
meira en nýja starfið í Kaup-
mannahöfn. Hún er nefnilega
orðin amma. Hún á tvo syni,
Þorleif Stefán og Héðin
Björnssyni. Héðinn er 25 ára
og er í York í Englandi að
doktorera í sálfræði. Þorleifur
Stefán er 29 ára og vinnur við
nemendaskipti og sem alþjóð-
legur tengiliður við Háskól-
ann á Akureyri en hann er
með MA-próf í stjórnmála-
fræði og alþjóðatengslum frá
Bandaríkjunum.
„Þorleifur Stefán er orðinn
pabbi og ég þar af leiðandi
orðin amma, og meira að
segja fósturamma, því konan
hans átti son fyrir. Þetta
fósturömmubarn mitt hefur
miklar áhyggjur af því að það
hljóti að vera svo erfitt að
vera amma í Danmörku. Ég
sagði honum að ég ætlaði að
reyna að vera að minnsta
kosti ekki leiðinleg amma í
Danmörku heldur yrði spenn-
andi þegar við hittumst. Og
svo hef ég verið að leita að
húsi í Kaupmannahöfn þar
sem ég get tekið á móti
ömmubörnunum mínum í
framtíðinni."
Leita að húsnæði á
sunnudögum
-Og hvar vill Sigrún helst
búa?
„Ég er orðin svo góðu vön
að þetta hefur reynst erfitt.
Við Yngvar, sambýlismaður
minn, höfum notað sunnudag-
ana í sumar til að leita að húsi.
Við höfum farið á fætur
klukkan sex á sunnudags-
morgnum, ekið til Kaup-
mannahafnar og verið komin
á vettvang klukkan tíu en
haldið heim aftur á sunnu-
dagskvöldin."
-En hver er sambýlismaður
Sigrúnar?
„Hann heitir Yngvar Björs-
houl og við höfum búið saman
í eitt ár. Yngvar er frá Krist-
jansund í Noregi og starfaði á
Opland Arbejderbladet í
Gjövik. Hann er lausamaður í
blaðamennsku og skrifar enn
fyrir blaðið. Ég get alveg játað
að ég var ósköp einmana til að
byrja með í Árósum eða þang-
að til Yngvar kom til sögunn-
ar. Þetta voru löng kvöld,
langar nætur og langar helgar.
Annars hafa helgarnar svo
sem farið ansi mikið í ferðalög
því ég hef verið í burtu 130-
140 daga á ári. Það hljómar
spennandi að vera mikið á
ferðalagi en það er þreytandi
og ekki bara gaman. En ég
held ég eigi þó ekki eftir að
setjast í helgan stein í Kaup-
mannahöfn því ég mun þurfa
að ferðast mikið í nýja starf-
inu.
Hafa lagt bílnum og
ganga nú og hjóla
-Það hlýtur að vera töluverð
breyting að flytjast til Kaup-
mannahafnar?
„Já, en ég hef breyst heil-
mikið á þessum tveimur árum.
Það eru kannski þessi ferðalög
sem gera það að verkum að ég
sæki í allt annað en áður þegar
Blaðamenn settust niður í ráð-
stefnulok og ræddu um þær til-
finningar sem vaknað höfðu
með þeim við heimsóknina í út
rýmingarbúðir nasista. Sigrún
situr fyrir enda borðsins og
hlustar á menn leggja mat á
námskeiðið.
ég er heima. Við Yngvar
göngum rnikið og hjólum og
ég er eiginlega búin að leggja
bílnum. Þarfirnar eru allt aðr-
ar þegar ég á frí svo ég veit
ekki hvað ég mun nýta mér
mikið heimsborgarmenning-
una í Kaupmannahöfn.
Annars byrjuðum við á að
skoða íbúðir á Fredriksberg,
þar sem þykir gott að búa og
eftir að hafa skoðað rándýrar
blokkaríbúðir uppi á sjöttu
hæð, sagði ég við sjálfa mig að
þar mundi ég ekki þrífast. Svo
ég er komin norður fyrir borg-
in, komin niður á jörðina, ná-
lægt sjónum og ég veit að þar
mun mér líða vel. En húsið er
enn ófundið."
Alin upp í fallegum
garði
-Ertu kannski garðyrkju-
kona?
„Nei, en ég er alin upp í fal-
legum garði og þarf að geta
farið út. Ég hef þörf fyrir að
vera í tengslum við jörðina.
Ég hef gaman af garðyrkju-
störfum en ég hef ekki mikinn
tíma fyrir slíkt."
Sigrún segist ekki sjá lengra
fram í tímann en næstu fjögur
ár í nýja starfinu. Hún hlakkar
til að takast á við verkefnið
þótt hún viti að það verði
erfitt. Um leið viðurkennir
hún að sig hafi alltaf dreymt
um að komast til Afríku.
Kannski eiga þau Yngvar bara
eftir að dveljast áfram í Dan-
mörku þótt hann sé reyndar
farinn að læra íslensku. „Við
erum tveggja landa par og ég
held að þá sé ágætt að búa í
þriðja landinu."
8 Vikan