Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 49
þeirri staðreynd að við séum efnislegar
verur. Ég hlýt að taka undir þá skoðun.
En hjá palestínsku, kuflum klæddu
konunum á Gaza eru ákveðin menn-
ingarbundin skilyrði þeim fjötur um fót
hvað þetta varðar. Þær eru útlitslausar
og líkami þeirra er mállaus. Líkaminn
má sín einskis í kuflinum. Er þá enginn
baráttugrundvöllur fyrr en kuflinn hef- I
ur verið felldur og slæðunni svipt burt?
Eins og fram hefur komið hér að
framan eru palestínsku konurnar á
Gaza bundnar höftum menningarlegra j
skilyrða og kuflinn, sem er afurð fé-
lagsmótunar og félagslegs taumhalds í
höndum karlkynsins, kemur í veg fyrir |
að líkamar þessara kvenna njóti tján-
ingarfrelsis og tungumáls. Útgeislun
persónunnar er kæfð undir fatnaði.
Enginn má sjá konuna á Evuklæðun-
um (Allahklæðunum) nema eiginmað- j
urinn.
A ferðum mínum um Gazasvæðið og !
í samskiptum við fólkið þar leið mér
líkt og ég væri fangi í Panopticoninu
hans Foucaults. Valdið var
ósýnilegt. Ég sótti nokkrar ;
kennslustundir í íslamska
Háskólanum en hann er
eins konar hreiður og upp-
eldisstofnun fyrir meðlimi
Hamas-hryðjuverkasam-
takanna. Verðir víðs vegar
um skólalóðina höfðu
þann starfa að fylgjast
með að klæðareglum
kvennanna væri framfylgt
til hins ýtrasta. Fylgikona
mín benti mér á að það
sæist í ökklana á mér undir
kuflinum. Ég varð að grípa ;
til þess ráðs að beygja mig
í hnjánum svo að enginn
karlmaður myndi nú sjá
bregða fyrir ökklum mín-
um og blygðunarkennd hans yrði
þannig fyrir áfalli. Það segir sig líklega
sjálft að mér var mjög illt í bakinu eftir í
þennan skóladag og líka illt í sálinni.
Viðfang ljósmyndar minnar birtist
alls óvænt. í hvert sinn sem ég skoða
hana hvíslar upplifunin á Gaza óvægin
í eyra mér og vekur upp minningarnar,
sem án ljósmyndar hefðu fyrir tímans
sök tilhneigingu til þess að fara úr fók-
us í þoku minninganna.
Myndin er mér vitnisburður um
veruleika kynjanna í Gazasamfélaginu
og stórum hluta heimsbyggðarinnar.
Hún er varðveisla andartaksins.
Útgeislun
persón-
unnarer
kæfð undir
fatnaði.
Enginn má
sjá konuna
á Evukiæð-
unum
(Aliah-
kiæðunum)
nema eig-
inmaður-
inn.
Lesió úp rithandansynishornum
Elsa Guðmundsdóttir
Samkvæmt rithönd þinni er þú
ákveðinn og fastheldinn persónuleiki.
Þú skiptir ekki auðveldlega um skoðun
og ert trygg þeim sem þú hefur bundist
tilfinninga- og skylduræknisböndunum.
Ef gert er á þinn hlut ertu ekki tilbúin
að fyrirgefa strax. Þú hefur allgott
sjálfstraust, ert áreiðanleg og fremur
þægileg í umgengni. Það sem þú ert
beðin um að gera verður venjulega að
framkvæmt.. Þú hefur talsverðan metn-
að og ert
vönd að virð-
ingu þinni.
Þú hefur
hæfileika til
að gera mik-
ið úr litlu og láta hlutina vaxa og dafna
í höndunum á þér. Þér mundi ganga vel
að reka eigið fyrirtæki. Þú hefur nokk-
uð skarpa hugsun og hefur gaman af að
velta fyrir þér dulrænum hlutum og trú-
málum. Þér hættir við að leggja á þig of
mikla vinnu og þú ættir að athuga hvar
mörkin liggja í þeim efnum. Þú virðist
hafa áhuga á fallegum hlutum, myndlist
og handíð, þú ert gestrisin og telur ekk-
ert eftir þér, hvorki að gera greiða né
gefa gjafir. Skoðanir þínar munu vera
svolítið sérstæðar og þú ferð þínar eigin
leiðir, sem ekki eru alltaf leiðir fjöld-
ans. Þegar þú ert við nám notar þú þín-
ar eigin aðferðir við námið, annars
gengur þér ekki vel. Stundum finnst
þér gaman að vera fín og flott til fara,
en þér finnst líka gaman að fara í vað-
stígvélin og gera eitthvað frumstætt og
þér líkar vel í moldarvinnu, sláturgerð
eða á vertíð. Þú ert ákveðin og kraft-
mikil í öllu. Líklega hentar þér best að
vinna við eitthvað sem tengist náttúr-
unni sjálfri, t.d. við blóm, garðrækt eða
fisk og þér gengur vel að vinna með
fólki t.d.við aðstoðarstörf eða umönn-
un. Þú lætur ekki hafa nein skyndiáhrif
á þig og ættir að hafa góða möguleika á
farsælu lífi. Ef til vill mætti þó vera
meiri ró í kringum þig, það myndi
greiða fyrir frekari þroska þínum.
Gangi þér vel,
Steinunn
Vikan býður lesendum sínum að
senda inn rithandarsýnishorn sem
Steinunn Eyjólfsdóttir rithandarsér-
fræðingur mun lesa úr.
Handskrifið beiðni um að lesið verði
úr rithöndinni á blað, skrifið nafnið
ykkar á annað, ólínustrikað blað og
sendið okkur í umslagi. Heimilis-
fangið er: Vikan, Seljavegi 2,101
Reykjavík.
MERKT: SKRIFT
/
Lesendaleikur Vikunnar og Heimilistækja
Við drögum út glæsileg hljómflutnings-
tæki i hverjum mánuði!
Nú getur þú grætt á því að kaupa þér skemmtilegt les-
efni, því með því að safna forsíðuhornunum af Vikunni
öðlast þú möguleika á að vinna þér inn ókeypis Phiiips
hljómtækjasamstæðu.
Þú safnar þrem hornum framan af Vikunni, setur í umslag og sendir okkur
ásamt nafni þínu, heimilisfangi og símanúmeri. Þá verður þú með um
næstu mánaðamót þegar dregið er í fyrsta skipti.
Hér er heimilisfangið okkar:
Vikan - lesendaleikur
Seljavegi 2
101 Reykjavík