Vikan


Vikan - 05.10.1999, Qupperneq 49

Vikan - 05.10.1999, Qupperneq 49
þeirri staðreynd að við séum efnislegar verur. Ég hlýt að taka undir þá skoðun. En hjá palestínsku, kuflum klæddu konunum á Gaza eru ákveðin menn- ingarbundin skilyrði þeim fjötur um fót hvað þetta varðar. Þær eru útlitslausar og líkami þeirra er mállaus. Líkaminn má sín einskis í kuflinum. Er þá enginn baráttugrundvöllur fyrr en kuflinn hef- I ur verið felldur og slæðunni svipt burt? Eins og fram hefur komið hér að framan eru palestínsku konurnar á Gaza bundnar höftum menningarlegra j skilyrða og kuflinn, sem er afurð fé- lagsmótunar og félagslegs taumhalds í höndum karlkynsins, kemur í veg fyrir | að líkamar þessara kvenna njóti tján- ingarfrelsis og tungumáls. Útgeislun persónunnar er kæfð undir fatnaði. Enginn má sjá konuna á Evuklæðun- um (Allahklæðunum) nema eiginmað- j urinn. A ferðum mínum um Gazasvæðið og ! í samskiptum við fólkið þar leið mér líkt og ég væri fangi í Panopticoninu hans Foucaults. Valdið var ósýnilegt. Ég sótti nokkrar ; kennslustundir í íslamska Háskólanum en hann er eins konar hreiður og upp- eldisstofnun fyrir meðlimi Hamas-hryðjuverkasam- takanna. Verðir víðs vegar um skólalóðina höfðu þann starfa að fylgjast með að klæðareglum kvennanna væri framfylgt til hins ýtrasta. Fylgikona mín benti mér á að það sæist í ökklana á mér undir kuflinum. Ég varð að grípa ; til þess ráðs að beygja mig í hnjánum svo að enginn karlmaður myndi nú sjá bregða fyrir ökklum mín- um og blygðunarkennd hans yrði þannig fyrir áfalli. Það segir sig líklega sjálft að mér var mjög illt í bakinu eftir í þennan skóladag og líka illt í sálinni. Viðfang ljósmyndar minnar birtist alls óvænt. í hvert sinn sem ég skoða hana hvíslar upplifunin á Gaza óvægin í eyra mér og vekur upp minningarnar, sem án ljósmyndar hefðu fyrir tímans sök tilhneigingu til þess að fara úr fók- us í þoku minninganna. Myndin er mér vitnisburður um veruleika kynjanna í Gazasamfélaginu og stórum hluta heimsbyggðarinnar. Hún er varðveisla andartaksins. Útgeislun persón- unnarer kæfð undir fatnaði. Enginn má sjá konuna á Evukiæð- unum (Aliah- kiæðunum) nema eig- inmaður- inn. Lesió úp rithandansynishornum Elsa Guðmundsdóttir Samkvæmt rithönd þinni er þú ákveðinn og fastheldinn persónuleiki. Þú skiptir ekki auðveldlega um skoðun og ert trygg þeim sem þú hefur bundist tilfinninga- og skylduræknisböndunum. Ef gert er á þinn hlut ertu ekki tilbúin að fyrirgefa strax. Þú hefur allgott sjálfstraust, ert áreiðanleg og fremur þægileg í umgengni. Það sem þú ert beðin um að gera verður venjulega að framkvæmt.. Þú hefur talsverðan metn- að og ert vönd að virð- ingu þinni. Þú hefur hæfileika til að gera mik- ið úr litlu og láta hlutina vaxa og dafna í höndunum á þér. Þér mundi ganga vel að reka eigið fyrirtæki. Þú hefur nokk- uð skarpa hugsun og hefur gaman af að velta fyrir þér dulrænum hlutum og trú- málum. Þér hættir við að leggja á þig of mikla vinnu og þú ættir að athuga hvar mörkin liggja í þeim efnum. Þú virðist hafa áhuga á fallegum hlutum, myndlist og handíð, þú ert gestrisin og telur ekk- ert eftir þér, hvorki að gera greiða né gefa gjafir. Skoðanir þínar munu vera svolítið sérstæðar og þú ferð þínar eigin leiðir, sem ekki eru alltaf leiðir fjöld- ans. Þegar þú ert við nám notar þú þín- ar eigin aðferðir við námið, annars gengur þér ekki vel. Stundum finnst þér gaman að vera fín og flott til fara, en þér finnst líka gaman að fara í vað- stígvélin og gera eitthvað frumstætt og þér líkar vel í moldarvinnu, sláturgerð eða á vertíð. Þú ert ákveðin og kraft- mikil í öllu. Líklega hentar þér best að vinna við eitthvað sem tengist náttúr- unni sjálfri, t.d. við blóm, garðrækt eða fisk og þér gengur vel að vinna með fólki t.d.við aðstoðarstörf eða umönn- un. Þú lætur ekki hafa nein skyndiáhrif á þig og ættir að hafa góða möguleika á farsælu lífi. Ef til vill mætti þó vera meiri ró í kringum þig, það myndi greiða fyrir frekari þroska þínum. Gangi þér vel, Steinunn Vikan býður lesendum sínum að senda inn rithandarsýnishorn sem Steinunn Eyjólfsdóttir rithandarsér- fræðingur mun lesa úr. Handskrifið beiðni um að lesið verði úr rithöndinni á blað, skrifið nafnið ykkar á annað, ólínustrikað blað og sendið okkur í umslagi. Heimilis- fangið er: Vikan, Seljavegi 2,101 Reykjavík. MERKT: SKRIFT / Lesendaleikur Vikunnar og Heimilistækja Við drögum út glæsileg hljómflutnings- tæki i hverjum mánuði! Nú getur þú grætt á því að kaupa þér skemmtilegt les- efni, því með því að safna forsíðuhornunum af Vikunni öðlast þú möguleika á að vinna þér inn ókeypis Phiiips hljómtækjasamstæðu. Þú safnar þrem hornum framan af Vikunni, setur í umslag og sendir okkur ásamt nafni þínu, heimilisfangi og símanúmeri. Þá verður þú með um næstu mánaðamót þegar dregið er í fyrsta skipti. Hér er heimilisfangið okkar: Vikan - lesendaleikur Seljavegi 2 101 Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.