Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 12
Flosi Ólafsson leikari.
„Mín skoðun er sú að kona sem talist getur gædd
kvenlegum yndisþokka sé ekki úr hófi ófrinileg
en helst andlitsfríð, barmfögur, mittismjó, læra og
leggjalöng, kunni sér hóf í hvívetna og myndi sér
ekki skoðanir á öðru en því sem hún hefur vit á.
Hún sé semsagt þögul, auðsveip og ánægð með
sinn hlut.
í sænskri þjóðvisu er til uppskrift af því hvernig
sú kona sem gædd er ótvíræðum kvenlegum ynd-
isþokka:
Ég ætla að fá mér kærustu sem allra allra fyrst
En ekki verður gott að finna hana.
Hún skal hafa kinnar einsog hrútaber á kvist
Og hvarmaljósin björt sem demantana.
Hún skal vera fallegust af öllum innanlands
Iðin við að vinna og léttan stíga dans.
Og hún skal kunna að haga sér hið besta.
Þegar spurt er hvort ég muni eftir nokkurri konu
sem búin sé þessum kostum er því til að svara að
líklega eru slíkar konur ekki til lengur.
Hitt er svo annað að enn á gamli orðskviðurinn
fullan rétt á sér:
Fögur kona er fengur í ranni
En Ijót kona löstur á manni."
Guðjón Bergmann
blaoamaður og
jógakennari
„Ég held að lítil skeggrót sé helsta
merki um kvenlega konu. í dag er
mjög erfitt að gera greinarmun á kynj-
unum. Konur ganga í fötum af karl-
mönnum og karlmenn eru farnir að
ganga í kjólum. Þeir eru farnir að
mála sig,
safna hári
og láta
setja á sig
brjóst. Ég
held að
skeggrótin
sé því eitt
af því fáa
sem aðskilji kynin.
Sem dæmi um kven-
lega konu get ég nefnt
konuna mína. Ég veit
það fyrir víst að hún
stingur lítið!
„Það er útgeislunin. Konur
sem eru öruggar, bera virð-
ingu fyrir sjálfri sér og um-
hverfi sinu, brosa yfirleitt
breitt og eru með glampa í
augunum. Þær bera með sér
ákveðna útgeislun. Einnig
konur sem eru ófrískar. Mér
finnst líka aðdáunarvert
þegar konur hlúa að mýkt
sinni og hafa ekki umvafið
sig veiðimannaham karl-
mannsins. Mér finnst ekki
endilega samnefnari milli þess sem er
kynæsandi um stundarsakir og þess sem
er kvenlegt. Konur eiga að vera stoltar af
því að vera konur. Þær hafa mikið til að
bera sem við karlmenn höfum ekki og ef
þær hlúa að þeim þáttum eru þær og verða
áfram kvenlegar."
Jón Ólafsson
tónlistarmaður