Vikan


Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 14

Vikan - 05.10.1999, Blaðsíða 14
Texti: Hrund Hauksdóttir iMíKvan I e g a MWe i k k o n a n Meg Ryan er ein vinsælasta leikkonan í Hollywood og hefur heillað kvikmyndahúsagesti um allan heim með stelpulegu fasi sínu, kátínu og sakleysislegum svip. Hún hefur í gegnum tíð- ina verið í hlutverki viðkunnan- legu stúlkunnar sem öllum líkar við og aðalsmerki hennartil þessa hefur verið „snyrtilegur kynþokki", ef svo má að orði komast. Hún töfraði alla upp upp úr skónum í kvikmyndun- um Sleepless in Seattle, When A Man Loves A Woman og You've Got Mail. Milljónir ungra kvenna mæta á hárgreiðslu- stofur með mynd af leikkonunni og óska eftir ,,Meg Ryan klipp- ingu" því þær vilja líkjast þess- r l "1 V ari krúttlegu konu með kankvísa brosið. En Meg Ryan er sjálf orðin leið á þessari sykursætu ímynd. Hún er 38 ára gömul, á að baki 26 kvikmyndir og er ekki sátt við að vera föst í sama hlutverkinu í hverri myndinni á fætur annarri. Hún er einfaldlega orðin að formúlu sem selst. Hún hefur nýlega látið þau orð falla að það sé orðið löngu tímabært að breyta ímynd sinni og takast á við öðruvísi og meira krefjandi hlutverk. Um þessar mundir vinnur hún hörðum höndum að því að breyta krúttímyndinni og er á höttunum eftir annars kon- ar hlutverkum. Það hafa birst myndir af henni í ýmsum tíma- ritum þar sem hún er ýmist fá- klædd eða í kynæsandi og ögrandi fatnaði. Blessun eða bölvun? Hlutverk Meg Ryan í róman- tískum gamanmyndum hafa verið hvoru tveggja f senn, blessun og bölvun. Hún var ný- lega spurð í viðtali hvers vegna áhorfendur byndust henni svo sterkum böndum, sem raun ber vitni, og virðast vilja endur- spegla sig í hlutverkum hennar á hvíta tjaldinu en ieikkonan fór í varnarstöðu: ,,Ég er ekkert viss um að þeir tengist mér neitt sérstaklega eða vilji end- urspeglast í hlutverkum mín- um. í myndunum er lögð meiri áhersla á söguþráðinn en per- sónusköpun. Mér fannst ég ekki leika neinn sérstakan per- sónuleika í Sleepless in Seattle og You've Got Mail. Það er eig- inlega frekar erfitt að flokka svona kvikmyndir niður því þær eru ekki bara drama og heldur ekki bara kómedíur. Þær eru f raun ævintýramyndir. Stundum hef ég á tilfinningunni að þær séu svo léttar að þær muni hverfa og verða að engu. Mér finnst líka mjög erfitt að horfa sjálf á þær, það tekur á taug- arnar og ég ætla að halda mig frá leik f svona kvikmyndum á næstunni." Samstarfsfólk Meg Ryan í kvikmyndaheiminum er mjög hrifið af henni og segir margar hliðar á þessari konu sem enn hafi ekki fengið að njóta sín í leiklistinni. Leikstjóranum Noru Ephron finnst Meg Ryan vera besta gamanleikkona okkar tíma: ,,í myndinni When Harry Met Sally var hún alltaf að framkvæma eitthvað sem var hvergi til staðar í handritinu, eins og atriðið í bílnum með Billy Crystal þegar hún tók upp á því að úða bílinn með hár- lakkinu sínu. Hin fræga full- nægingarsena var hennar hug- mynd. Það er leitun að eins góðri og skapandi gaman- leikkonu." En Meg Ryan langar að gefa gamanleikkonuhlutverkinu langt leyfi frá störfum, takast á við alvarlegri hlutverk og einnig hefur hún áhuga á leikstjórn. Á meðal þess sem hún er að fást við þessa dagana eru hlutverk í kvikmynd um hjónaskilnað eftir breska höfundinn Frederic Raphael og í annarri mynd sem fjallar um þrjár systur sem ná aftur saman eftir lát föður þeirra, sem var alkóhólisti. Di- ane Keaton og Lisa Kudrow leika með henni í þeirri mynd. Einnig er í vinnslu kvikmynd um ævi skáldkonunnar Sylviu Plath og Meg Ryan er að von- ast til að hreppa aðalhlutverkið en það hefur vakið úlfúð innan raða feminista. „Hugmyndin er hræðileg," sagði Camille Pagl- ia nýlega í viðtali í bresku dag- blaði, en hún er virtur feministi og gagnrýnandi. "Þessi sykur- sæta fyrirmynd sem Meg Ryan er hefur fleygt baráttu kvenna 20 ár aftur f tímann og nú ætlar hún að taka að sér að túlka al- vöru konu sem með verkum sínum hjálpaði okkur að ná enn lengra í jafnréttismálum. Það er alls ekki viðeigandi." Meg Ryan hefur hins vegar ekki látið þess orð á sig fá og heldur ótrauð áfram við að breyta ímynd sinni. Hver er Meg Ryan? Hún var skírð Peggy Hyra og lagði stund á blaðamennsku við New York University í nokk- ur ár. Á meðan á náminu stóð fékk hún lítið hlutverk í sápuóp- eru og lék einnig í auglýsingum til þess að kosta nám sitt. Móð- ir hennar vann hjá leikaraum- boðsskrifstofu og útvegaði dóttur sinni umboðsmann. Meg Ryan var búin að leika í 10 kvikmyndum þegar hún fór að velta fyrir sér hvert hún vildi eiginlega stefna í lífinu. Hún ákvað að hætta í náminu og halda sínu striki innan leiklist- arinnar. Hún er gift leikaranum Denn- is Quaid og saman eiga þau ungan son. Þau búa í Santa Monica í Kaliforníu en eiga líka stóran búgarð í Montana þar sem þau eyða sumarfríum sín- um. Hjónin halda sig fjarri sviðsljósinu og vilja hafa sitt einkalíf út af fyrir sig. Þau hafa verið blessunarlega laus við slúður og sögusagnir sem óneitanlega fylgir oft starfsstétt þeirra en það vissu hins vegar nær allir að Dennis Quaid var kókaínneytandi þegar hann kynntist Meg Ryan. Hún var þá nýlega hætt með leikaranum Anthony Edwards (sem leikur Green lækni í Bráðavaktinni) en þau höfðu búið saman í þrjú ár eftir að hafa kynnst við tökur á Top Gun árið 1986. Dennis Quaid og Meg Ryan þurftu að fresta brúðkaupi sínu þar sem Quaid var svo djúpt sokkinn í neyslu og varð að fara í með- ferð. Hann náði tökum á fíkni- efnavanda sínum og parið gifti sig á Valentínusardaginn árið 1991. ,,Ég var mjög fordóma- full gagnvart alkóhól- og fíkni- efnaneyslu," sagði Meg Ryan í nýlegu viðtali „ og það er alveg dæmigert fyrir mig að verða svo ástfangin af manni sem var að berjast við slíkt vandamál. Þetta var mjög erfitt og á tíma- bili hélt ég að þetta samband gæti aldrei gengið. En okkur tókst að vinna úr þessum mál- um og erum afskaplega ham- ingjusöm."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.