Vikan


Vikan - 16.11.1999, Síða 7

Vikan - 16.11.1999, Síða 7
i- ■ „Ég verð hinum megin við banka- stíoraborðið eins og venjulega" sjálf og fljótlega var hún far- in að láta sérsauma á ís- lenskar konur fyrir sig er- lendis. Saumað fyrir sjálfstraustið „Ég læt sauma dragtir og kjóla fyrir mig í Bretlandi. Ég leitaði lengi að heppilegu fyrirtæki og það endaði með að ég samdi við Ariella, sem er stærsti kjólaframleiðandi í Evrópu. Þetta er þekkt merki með vandaðan fatnað sem meðal annars kónga- fólk kaupir og til gamans má geta, að ég er með merki sem Díana heitin prinsessa klæddist. Ariella saumar fyr- ir mig vandaðan fatnað sem passar íslenskum konum. Við erum allt öðruvísi byggðar en t.d. franskar eða ítalskar konur og við þurf- um önnur snið og stærðir. Það er mjög gaman að geta boðið þessar vörur hér, þær eru þekktar fyrir gæði og þykja dýrar erlendis en ég get boðið þær ódýrari hér heima. íslenskar konur fá þessa flottu síðkjóla á bilinu 13-20 þúsund krónur sem þætti gott þar. Ég nýt þess að finna gleð- ina hjá konum sem versla við mig. Þær verða svo þakklátar þegar þær byrja að máta og sjá að það eru til fallegar dragtir og fínir kjól- ar á fullþroska konur! Það eykur sjálfstraust þeirra. Það er skelfilegt að verða vitni að því að glæsilegar, hraustar konur, geislandi af persónutöfrum og fegurð, koma fullar af vanmáttar- kennd inn í verslunina, fyrir- fram vissar um að ekkert passi þeim eða klæði þær. Það er beinlínis sorglegt. Þær eru vanar því að máta föt sem eru hönnuð fyrir allt annað vaxtarlag en norræn- ar konur hafa. Venjulegar konur og tískusýningar Ég hef lagt mikið upp úr því að hafa venjulegar kon- ur í auglýsingunum mínum, þekktar konur úr þjóðlífinu í stað eintómra sýningar- stúlkna. Þær hafa tekið því vel og lagt talsvert á sig. Margrét Blöndal er t.d. í einni af nýjustu auglýsing- unum og einu sinni stóð Margrét Frímannsdóttir úti á Grandagarði í 15 stiga frosti, berhandleggjuð í pall- íettukjól, í myndatöku og kvartaði ekki einu sinni! Ég fæ sjálf mikið út úr þessum verslunarrekstri, þetta er mjög þakklátt starf. Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á að halda tískusýn- ingar úti um allt land og að selja vöruna í gegnum þær. Þessa vöru hefur algerlega vantað utan Reykjavíkur. Dragtir og síðkjólar eru dýr lager í verslunum og það er útilokað að verslanir úti á landi geti með góðu móti boðið þessa sérvöru. Ég er henni tekst að láta mig halda að ég ráði einhverju. “ Vikan 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.