Vikan


Vikan - 16.11.1999, Blaðsíða 7

Vikan - 16.11.1999, Blaðsíða 7
i- ■ „Ég verð hinum megin við banka- stíoraborðið eins og venjulega" sjálf og fljótlega var hún far- in að láta sérsauma á ís- lenskar konur fyrir sig er- lendis. Saumað fyrir sjálfstraustið „Ég læt sauma dragtir og kjóla fyrir mig í Bretlandi. Ég leitaði lengi að heppilegu fyrirtæki og það endaði með að ég samdi við Ariella, sem er stærsti kjólaframleiðandi í Evrópu. Þetta er þekkt merki með vandaðan fatnað sem meðal annars kónga- fólk kaupir og til gamans má geta, að ég er með merki sem Díana heitin prinsessa klæddist. Ariella saumar fyr- ir mig vandaðan fatnað sem passar íslenskum konum. Við erum allt öðruvísi byggðar en t.d. franskar eða ítalskar konur og við þurf- um önnur snið og stærðir. Það er mjög gaman að geta boðið þessar vörur hér, þær eru þekktar fyrir gæði og þykja dýrar erlendis en ég get boðið þær ódýrari hér heima. íslenskar konur fá þessa flottu síðkjóla á bilinu 13-20 þúsund krónur sem þætti gott þar. Ég nýt þess að finna gleð- ina hjá konum sem versla við mig. Þær verða svo þakklátar þegar þær byrja að máta og sjá að það eru til fallegar dragtir og fínir kjól- ar á fullþroska konur! Það eykur sjálfstraust þeirra. Það er skelfilegt að verða vitni að því að glæsilegar, hraustar konur, geislandi af persónutöfrum og fegurð, koma fullar af vanmáttar- kennd inn í verslunina, fyrir- fram vissar um að ekkert passi þeim eða klæði þær. Það er beinlínis sorglegt. Þær eru vanar því að máta föt sem eru hönnuð fyrir allt annað vaxtarlag en norræn- ar konur hafa. Venjulegar konur og tískusýningar Ég hef lagt mikið upp úr því að hafa venjulegar kon- ur í auglýsingunum mínum, þekktar konur úr þjóðlífinu í stað eintómra sýningar- stúlkna. Þær hafa tekið því vel og lagt talsvert á sig. Margrét Blöndal er t.d. í einni af nýjustu auglýsing- unum og einu sinni stóð Margrét Frímannsdóttir úti á Grandagarði í 15 stiga frosti, berhandleggjuð í pall- íettukjól, í myndatöku og kvartaði ekki einu sinni! Ég fæ sjálf mikið út úr þessum verslunarrekstri, þetta er mjög þakklátt starf. Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á að halda tískusýn- ingar úti um allt land og að selja vöruna í gegnum þær. Þessa vöru hefur algerlega vantað utan Reykjavíkur. Dragtir og síðkjólar eru dýr lager í verslunum og það er útilokað að verslanir úti á landi geti með góðu móti boðið þessa sérvöru. Ég er henni tekst að láta mig halda að ég ráði einhverju. “ Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.