Vikan


Vikan - 25.01.2000, Page 10

Vikan - 25.01.2000, Page 10
Texti: Margrét V. Helgadottir Myndir: Magnús Reynir og Sigurjón Ragnar j feitu borm Sjónvarpsáhorfendur fylgdust vel með Gauja litla hegar hann missti 52 kíló í hættinum Dagsljós fyrir bremur árum. Gaui hefur helgað síg nýjum lifnaðarháttum og er núna að hjálpa beim sem vilja gera hið sama b.e. að breyta um lífsstíl og létta sig. í dag leggur hann áherslu á forvarnir og er með námskeið fyrir feit börn og foreldra beirra. wmmm aui litli er með nám- skeið í World Class sem ganga vel hjá honum en þegar hann ætlaði að fara að sinna yngri kyn- slóðinni kom upp vandamál. Börn yngri en sextán ára gömul fá ekki aðgang að lík- amsræktarstöðvum og skólakerfið er ekki í stakk búið til að taka á slíku vandamáli. Hvar átti að halda námskeiðið? Gaui litli ákvað því að opna eigið heilsusetur, Heilsugarð Gauja litla, sem er til húsa að Brautarholti 8. Hann er ennþá með aðhaldsnám- skeið í World Class fyrir fullorðna og hafa þau nám- skeið gengið vel. Gaui litli er ekki einsamall í Heilsu- garðinum því ásamt honum starfa þar Sigurbjörg Jóns- dóttir, gömul og góð vin- kona Gauja, Sigríður Birgis- dóttir, íþróttakennari, Fríða Rún Þórðardóttir, næringar- fræðingur auk þess sem læknir og sálfræðingur eru í samstarfi við Heilsugarðinn. íslensk börn eru of feit „íslendingar eiga feitustu börn í Evrópu. Offita og matarfíkn er vaxandi vanda- mál í heiminum í dag og þar er ísland engin undantekn- ing. Hérlendis hafa fáir sinnt þessu vandamáli en ég er búinn að ræða við ýmsa að- ila í heilbrigðiskerfinu á undanförnum þremur árum. Það er fyrst núna sem mér hefur orðið ágengt en betur má ef duga skal. Ég vil svo sannarlega leggja mitt að mörkum til að sporna við þessari þróun og er tilbúinn til að halda fyrirlestra í fyrir- tækjum og skólum, bæði hérna á höfuðborgarsvæð- inu og úti á landi í forvarn- arskyni. ísland er ekkert einsdæmi, þessi þróun á sér stað alls staðar í hinum vestræna heimi. Bretland er gott dæmi. Fatnaður þar hefur alltaf verið tií í stöðluðum stærðum. Núna eru breskar konur að fitna og hvað er þá gert? Fötin eru framleidd í stærri stærðum fremur en að setja peninga í áróður gegn offitu. Á Vesturlöndum deyja fleiri einstaklingar úr sjúkdómum tengdum offitu en krabbameini. Það myndi spara ríkinu heilmikla pen- inga að leggja fé í forvarnar- starf. Offita leiðir af sér alls kyns vandamál, ekki bara í heilbrigðismálum, heldur skapast oft mikið af félags- legum vandamálum sam- hliða offitunni." Gaui litli veit greinilega hvað hann syngur í þessum efnum. „Það er ágætt að staldra við og hugsa með sér: Af hverju hafa Islend- ingar verið að fitna? Svarið er einfalt. Við höfum breytt lífsvenjum okkar á tiltölu- lega stuttum tíma. Við höf- um breytt mataræðinu og 10 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.