Vikan


Vikan - 25.01.2000, Síða 11

Vikan - 25.01.2000, Síða 11
Gaui litli og Sigurbjörg eru tilbúin aö hjálpa börnum og iöreldruin • þcirra aö takast á viö oitituvandaináliö. „Offíta er míkið feímnísmál. Fólk uiðurkennir ekki að barnið bess sé of feitt fyrr en um Staðreyndin er sú að of feitur einstaklingur verður ails staðar fyrir einelti. Hann verður fyrir einelti í skóia, á vinnustað, í verslunum og fjölskyldu- boðum. Huar sem hann kemur er uerið að hnýta í hann vegna vaxtarlagsins." hreyfum okkur of lítið. Hérna áður fyrr vorum við mjög dugleg að ganga en í dag förum við allra okkar ferða akandi. Við sköpum börnum okkar tiltekið um- hverfi og erum þeim fyrir- mynd. Lífshættir okkar koma í bakið á okkur þegar börnin verða of feit." Pær raddir hafa heyrst að þegar sífellt er verið að fjalla um offitu fari börn og unglingar sem eru í kjör- þyngd að hafa áhyggjur af fitu. Sjö ára gamlar stúlkur eru farnar að tala um að vera með of feitan rass eða maga. Þetta getur varla talist eðlilegt eða hvað? „Nei, það er rétt að umræð- an um offitu og matarfíkn er mjög vandmeðfarin og getur orðið neikvæð. Einstakling- ur sem er þéttur en ekki feitur getur auðveldlega lagst í anorexíu og búlemíu við slíka umræðu og það er alvarlegt mál." Barnið mitt er ekki feitt! Nú finnst mörgum for- eldrum sjálfsagt sárt að við- urkenna að barn þeirra sé of feitt og eiga erfitt með að leita hjálpar. „Offita er mik- ið feimnismál. Fólk viður- kennir ekki að barnið þess sé of feitt fyrr en um seinan. Staðreyndin er sú að of feit- ur einstaklingur verður alls staðar fyrir einelti. Hann verður fyrir einelti í skóla, á vinnustað, í verslunum og fjölskylduboðum. Hvar sem hann kemur er verið að hnýta í hann vegna vaxtar- lagsins. Smám saman fer hann að einangra sig, námið gengur verr, hann hættir að mæta í leikfimi, fer ekki á mannamót og heldur sig heima til að forðast fólk. Það eru auknar líkur á því að einstaklingur sem er feit- ur sem barn verði líka feitur, fullorðinn einstaklingur. Sá sem er of feitur, fer ekki að grennast allt í einu út af engu. Hann þarf að taka sig á til að fara að grennast." Hvernig eru barnanám- skeiðin uppbyggð? „Námskeiðin eru bæði ætlað börnum og foreldrum þeirra. Fyrsta námskeiðið var haldið síðastliðið haust fyrir þátttakendur á aldrin- um 7-12 ára. Að sjálfsögðu þurfa foreldrarnir að taka virkan þátt í því. Þeir elda ofan í börnin og eru fyrir- myndirnar. Börn og foreldr- ar hlusta á fyrirlestra og fá alls kyns ráðgjöf frá fagaðil- um. Námskeiðið byggist upp á skynsemi og aukinni vit- und um hollt fæði og heil- brigða hreyfingu. Við fjöll- uðum líka mikið um einelt- ismálin og náðum að stinga á nokkrum kýlum í þeim efnum. Það vorum mörg börn sem náðu að rétta úr kútnum og taka á sínum málum. Við megum ekki gleyma því að við þurfum ekki að kaupa okkur kort á líkams- ræktarstöðvum til að stunda góða hreyfingu. Það er nóg að fara út að ganga, í snú snú eða á skauta. Þetta er allt holl og góð hreyfing." Núna er einu barnanám- skeiði lokið og fleiri framundan. Ætlið þið að fylgjast áfram með krökkun- um sem voru á námskeiðinu hjá ykkur? „Já við gerum það. Við bjóðum þeim upp á framhaldsnámskeið því hjá okkur verður enginn full- numa og allir velkomnir eins lengi og þeir óska. Við erum ánægð með árangur nám- skeiðsins, það skilaði bæði árangri á vigtinni og í sál- inni. Það skiptir meginmáli að börnin séu hamingjusöm og geti brosað, jafnvel farið að leita að fiðrildinu í sjálfum sér. Þegar barnið er orðið sátt verða foreldrarnir, ömmur og afar líka ham- ingjusöm. Maður höndlar ekki hamingjuna nema mað- ur sé sáttur." „Við höfum dreytt lífsuenjum okkar á tiltölulega stuttum tíma. Við höf- um breytt mataræðinu og hreyfum okkur of lítið. Hérna áður fyrr vorum við mjög dugleg að ganga en í dag förum við allra okkar ferða akandí." Vikan 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.