Vikan - 25.01.2000, Qupperneq 12
Hefndín er sæt
en stundum hittír hún
hetnandann sjalfan fyrir
Hvort sem við höfum
innbyggða réttlætis-
kennd eða byggjum
smátt og smátt upp
hjá okkur siðgæðis-
mat frá æsku og
fram á fullorðinsár
geta sennilega
margir verið sam-
mála um að boð-
skapur Guðs Gamla
testamentisins, sem
krefst bess að auga
komi fyrir auga og
tönn fyrir tönn sé
nær réttýni flestra
en boðskapur Krists
um að bjóða hinn
vangann. Þegar ein-
hver brýtur gróflega
af sér finnst okkur
flestum að hann eigi
refsingu skilið og
beir eru til sem unna
sér ekki hvíldar fyrr
en réttlætinu hefur
verið fullnægt. Hitt
gleymist hins vegar
oft aðGuðGamla
testamentisins sagði
einnig að hefndin
væri sín og vildí síst
af öllu að mennirnir
væru að vasast í að
vinna hans verk.
Gamalt íslenskt
spakmæli segir að
hefndin hitti jafnan
mann sjálfan fyrir og
víst er að hað er
reynsla sumra.
Guðrún Ósvíf-
ursdóttir og
Hallgerður
langbrók eru
sennilega
frægastar íslenskra kvenna fyrir
hefndarþorsta sinn. Hefnd
Guðrúnar var dýrkeypt því eftir
að hún hafði eggjað Bolla til að
drepa Kjartan voru sennilega
horfnir þeir tveir menn sem
voru henni dýrmætastir um æv-
ina. Sem gömul kona segir hún
við son sinn að þeim hefði hún
verið verst er hún unni mest en
jafnan hefur verið álitamál
hvorn þessara tveggja hún átti
við. Hefnd Hallgerðar, þegar
hún neitaði Gunnari um hár-
lokkinn að launum fyrir kinn-
hestinn forðum, hefur gert það
að verkum að hún er fræg að
endemum æ síðan. Alveg er
óvíst að Hallgerður hefði sjálf
viljað að hennar væri minnst
eingöngu fyrir þetta. En líkt og
Guðrún og Hallgerður eiga ís-
lenskar konur nútímans erfitt
með að þola svik og margar
reyna að hefna harma sinna.
Fyrir þremur árum skildi
Dísa við mann sinn eftir að hún
komst að því að hann hélt við
samstarfskonu sína og hafði
samband þeirra staðið í nokkra
mánuði.
„Eg var óskaplega reið og
sár, ekki bara yfir svikunum
heldur líka því hversu vel hann
virtist ætla að fara út úr skiln-
aðnum. Meðan ég þjáðist af
vanlíðan og þunglyndi var hann
að skemmta sér með nýju
kærustunni. Ég gat ekki varist
þeirri hugsun að framhjáhald
hans væri að einhverju leyti
mér að kenna og reyndi stöðugt
að finna út hvað ég hefði gert
rangt. Vinkonur mínar reyndu
að hjálpa mér eins og þær gátu
en ég var ekki mönnum sinn-
andi.
Þegar ég hafði verið ein í þrjá
mánuði drógu þær mig með sér
út á lífið. Það fyrsta sem við
sáum þegar við gengum inn á
skemmtistaðinn var minn fyrr-
verandi með hinni konunni. Ég
ákvað að láta stoltið ráða för,
beit á jaxlinn og bölvaði í
hljóði, heilsaði þeim kurteislega
og lét eins og ekkert væri. Þeg-
ar líða tók á kvöldið og ég var
búin að tæma nokkur bjórglös
var stoltið ekki lengur jafnmik-
ilvægt. Ég tók stóra könnu af
barnum fulia af vatni og klök-
um og ákvað að ganga yfir að
borðinu þeirra og hella vatninu
yfir hann. Ég lagði af stað en
kannan var þung og ég óstyrk á
fótunum og það slettist upp úr
henni. Ég rann í pollinum og
steinlá í gólfinu áður en ég vissi
af. Allt vatnið skvettist meira
og minna yfir mig og ég
staulaðist á lappir, forarblaut,
skftug og skömmustuleg. Þetta
bætti svo sannarlega ekki líðan
mína og lengi vel hélt ég að
þetta myndi gera útslagið; ég
kæmist aldrei yfir niðurlæging-
una. En ég lifði þetta allt af og í
dag líður mér ágætlega. Ég bý
ein og þannig vil ég hafa það að
minnsta kosti í einhvern tíma."
ískaldar kueðjur
„Ég var rétt um tvítugt þegar
ég kynntist manni sem var frá
litlu þorpi úti á landi. Ég varð
óskaplega ástfangin af honum.
Hann stundaði nám í borginni
og við fórum að búa saman.
Þegar námi hans lauk fluttum
við til heimabæjar hans. Mér lík-
aði ágætlega þar og fljótlega
eignaðist ég marga vini. Maður-
inn minn var þekktur að því að
vera mikill kvennamaður en ég
var ástfangin og hlustaði ekki á
neinar slúðursögur. Ég tók hins
vegar eftir því að hann var alltaf
léttari í skapi og skemmtilegri
þegar fallegar konur voru ná-
lægt.
Ég fékk strax góða vinnu,
enda ágætlega menntuð, og starf
hans gaf sömuleiðis mikla tekju-
möguleika. Við snerum okkur
að því að koma okkur upp hús-
næði og eignast bíl, líkt og flestir
gera. Eftir níu ára hjónaband
gat ég hins vegar ekki lengur
horft fram hjá því að maðurinn
minn varð stöðugt forhertari.
Hann hvarf stundum heilu og
hálfu næturnar eftir böll og
sagðist hafa verið með hinum og
þessum vinum sínum. I fyrstu
vildi ég ekki biðja þá að stað-
festa að svo hefði verið, ég býst
við að ég hafi einfaldlega ekki
viljað sjá það sem var augljóst.
Að því kom þó að ég gat ekki
lengur lokað augunum fyrir því
sem var að gerast svo ég gerði
það að reglu að fá söguna stað-
festa þegar maðurinn minn skil-
aði sér ekki heim. Sumir vina
hans reyndu að ljúga fyrir hann
en nokkrir voru svo heiðarlegir
að segja mér einfaldlega sann-
leikann og þá ákvað ég að nóg
væri komið og bað um skilnað.
12 Vikan
Texti: Steingerdur Steinarsdóttir