Vikan


Vikan - 25.01.2000, Page 15

Vikan - 25.01.2000, Page 15
 k ,m. v . -M&gkxj 1- m jj&. v v' M - við hefðum skammast okkar fyrir hann eða verið mjög feimnar við nekt þá hefðum við aldrei gert þetta. Ég verð samt að viðurkenna að við- brögð annarra gerðu mig glaða. Það er gott að vita að annað fólk sér fegurð í þroskuðum konulíkama ekki síður en ungum, stæltum fyrir- sætukroppi," segir Leni. Aðeins tveir karlmenn áttu þátt í útgáfu dagatals kvenn- anna. Annar þeirra er Terry, eiginmaður Lyndu Logan, en hann tók allar myndirnar. Hann segist hafa haft gaman af þessu, konurnar hafi verið dásamlegar fyrirsætur, alveg lausar við tilgerð og pjátur og einstaklega skemmtilegar og kátar. Hinn karlmaðurinn var John, eiginmaður Angelu Baker, en hann dó úr hvít- blæði á árinu sem leið, aðeins 54 ára gamall. John sá um bókhald og fjármál, en hann hafði einsett sér að safna fé til styrktar rannsóknum á hvít- blæði. Það tókst svo sannar- lega því snemma í ágúst síð- astliðnum höfðu selst 42000 eintök af dagatalinu og einnig hafði verið hleypt af stokkun- um gerð jólakorts. „Ég vona að féð komi að gagni við að finna lyf gegn hvítblæði. Það væri dásamlegt í minningu Johns," segir Angela (53 ára). Lífið er að verða eðlilegt aftur hjá þessum framsæknu konum í Rylstone í Yorkshire. Þær hittast reglulega því enn sinna þær góðgerðarmálum saman og stefna á fleiri fjár- öflunarverkefni fyrir ýmis fé- lög og stofnanir, - en þá verða þær í öllum fötum. Vikan 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.