Vikan


Vikan - 25.01.2000, Page 19

Vikan - 25.01.2000, Page 19
Elísabet getur bæði notað hefðbundna jarðarliti í klæðnaði en einnig sterka liti. Hér er hún í grábrúnni buxnadragt sem er hentug við öll tækifæri og hvítri rúllukragapeysu innan undir. Það má leika sér með svona dragtir með því að nota fjöruga liti við, t.d. bleika blússu undir jakkann eða fallegar slæður. Jakkinn er hafður fráhnepptur en með því móti verður yfirbragðið frjálslegra. Svona buxnadragtir eru klassískar fyrir konur á öllum aldri. Elísabet var mjög hrifin af þessum fal- lega, hvíta jakka og hann fer henni sér- lega vel. Þennan jakka er kjörið að nota í kokteilboð eða við önnur hátíðleg tæki- færi. Hann er með afskaplega fallegum perlutölum og Elísabet ber perluhálsfesti í stíl. Svart, sítt pils fer vel við jakkann sem fær virkilega að njóta sín með hlutlausu pilsinu. Hér er Elísabet í svörtu pilsi, þunnum hvítum topp og siffonkápu yfir. Kápan er afar létt og þægileg og setur fínlegan svip á klæðnaðinn. Þessi glæsilega dragt samanstendur af kóngabláum jakka, hvítum topp og hvítu pilsi með klaufum. Þetta er mjög klæðilegur fatnaöur og sparilegur. Háir hælar undirstrika fínleikan og Elísabet er tiibúin i veisluhöld! Vikan 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.