Vikan


Vikan - 25.01.2000, Blaðsíða 22

Vikan - 25.01.2000, Blaðsíða 22
Vínningshafinn i Kúbuleiknum fékk Máturskast begar hringt uar í hann til að tilkynna honum að hann hefði unnið terð fyrir tvo til Kúbu á vegum Sam- vinnuferða - Landsýnar. Bjarni er einn af heim sem kaupir Vikuna gjarna í lausasölu og safnaði hornunum af rælní og sendi inn í Aldamótaleikinn. shafi í Aldantótaleik Vikunnar amuinnuferða - Landsýnar! - Bjarni tekur við gjafabréfinu á skrifstofu Sam- vinnuferða - Landsýnar „Eg er svo aldeilis hissa! Ekki hafði ég búist við þessu, - er þetta satt?" spurði Bjarni Gylfason og hló. Það vill svo furðulega til að Bjarni hefur áður komið til Kúbu, en það var í hitteð- fyrra. „Það var frábært. Manni líður alveg sérstaklega vel þarna og það eina sem mér fannst að var að tíminn var of stuttur. Ég er lítið gefinn fyrir að liggja á baðströnd- um, en það er svo margt að skoða þarna og nú get ég klárað að skoða það sem ég náði ekki síðast. Ég ætla að fara á syðstu eyjuna, Santi- ago; ég náði ekki að komast þangað þótt ég hafi þvælst um og skoðað eins mikið og ég hafði tíma til." Bjarni sagðist geta mælt með Kúbu af heilum hug og hann hlakkaði mikið til að koma þangað aftur. Hann talaði sérstaklega um að á Kúbu hefði fólk á tilfinning- unni að það væri öruggt sem ferðamenn, en það er ekki oft hægt að segja um svo framandi staði. Varader- oströndin er verndað svæði og vel lokuð af og þangað koma heimamenn ekki. Ferðamenn geta samt ferð- ast frjálsir hvert sem þeir vilja, heimafólkið er mjög vingjarnlegt og það er gam- an að skoða hvernig fólkið í landinu býr. Bjarni er vanur að ferðast og segist mest ferðast einn. „Ég hef ferðast svolítið um Evrópu og Ameríku og reyni yfirleitt að kynnast fólki og skoða hvernig það lifir. Ég get aldrei haldið neinum áætlunum. Einu sinni hélt mamma að ég væri í Frakklandi en þá hringdi ég í hana frá Madríd. Þetta er svona dæmigert um það hvernig ég ferðast. Ég beygi yfirleitt til hægri ef ég er búin að segjast ætla til vinstri. Það er ábyggilega ekkert gaman að ferðast með mér. Mamma er búin að panta að fá að fara með, en hver veit nema ég breiði bara úr mér í bæði sætin!" segir hinn bráðhressi vinn- ingshafi í Aldamótaleiknum og hlær sínum smitandi hlátri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.