Vikan


Vikan - 25.01.2000, Síða 29

Vikan - 25.01.2000, Síða 29
hins vegar ekkert eftir og krafð- ist þess að fá svar. Eg sagði henni að hugsanlega gæti ég tekið á mig annað lánið en alls ekki bæði. Mér þætti það hart ef ég missti íbúðina mína hans vegna og sagðist tæplega trúa að það væri hennar vilji. Hún sagði svo ekki vera en maður sinn réði alfarið fjármálum á þeirra heimili og ég yrði að tala við hann. Ég hringdi þá í pabba hans og þar stóð ekki á svörunum. Hann væri búinn að borga nóg fyrir þennan son sinn og ekki kæmi til greina að það yrði meira. Ég benti honum þá á að hann væri ábyrgðarmaður á öðru láninu en hann svaraði því fljótt og sagðist aldrei hafa skrifað upp á neitt. Petta var mér mikið áfall því sambýlis- maður minn hafði lofað að pabbi hans myndi vera ábyrgð- armaður ásamt mér á seinna láninu. Fyrst svona var komið átti ég ekki annarra kosta völ en þeirra að höfða til samvisku föður hans. Ég benti honum á að það eina sem ég ætti væri þessi litla íbúð, föður- og móð- urarfur rninn og varla væri það hans vilji að ég missti hana. Ég gæti greitt af öðru láninu en ekki af báðum og auk þess væri annað þeirra komið í lögfræði- innheimtu. Hann sagði þá að það væri tæplega sitt vandamál, sonur hans væri fullorðinn maður og fjárráða og það væri ég sömu- leiðis. Við tvö yrðum að leysa þetta okkar á milli hann væri ekki vanur að blanda sér í einkamál barna sinna. Síðan kvaddi hann og lagði á. Ég sat eftir með símtólið í höndunum og vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Það eru nokkur ár síðan þetta gerðist og ég varð að selja íbúðina mína til að greiða upp lánin tvö. Um þessar mundir bý ég hjá systur minni og er að reyna að safna fyrir útborgun í aðra íbúð. Lánsupphæðirnar, að viðbættum dráttarvöxtum og lögfræðikostnaði námu nánast andvirði íbúðarinnar. Ég reyni að vera ekki bitur en í hvert skipti sem mér verður hugsað til símtalsins við föður fyrrver- andi sambýlismanns míns verð ég nánast tryllt af reiði. Sú upp- hæð sem ég fór fram á að hann borgaði var aðeins örlítið brot af eignum hans en mín eina eign rétt dugði. En líkt og hann sagði sonurinn er fullorðinn og fjárráða og skilur eftir sig slóð fjármálaóreiðu hvert sem hann fer, sennilega er til of mikils mælst að stóreignamaður taki ábyrgð á slíku, breið bök smæ- lingjanna eru betur til þess fall- in. m % - rj«r§ «* ♦ Lesandi segir Steingerði Steinarsdóttur sögu sína Su upphæð sem eo for framá.að Jiann borgaði var aðeins örlítið brot af éignum hanstb mín » eina eign rétt dugði- Vilt þu deila sögu þinm meö okkur? Er eitthvaö sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Pér er vel- komiö aö skrifa eöa hringja til okkar. Viö gætum fyllstu nafnleyndar. lleimilislun^iO er: \ ikuii - „l.iTsrevnsliisaga**, Seljavegur 2, 101 Kevkjavík, NeTfuiij*: vikan@i'ru(li.is

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.