Vikan


Vikan - 25.01.2000, Síða 32

Vikan - 25.01.2000, Síða 32
Hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi. Rúmdýnunni er komið fyrir á eins konar palli sem er svo notaður undir bækur og lampa, líkt og um náttborð sé að ræða. Það er japanskt yfirbragð á þessu svefn- herbergi. 32 Vikan * • -V-. Hér eru á ferðinni sérlega skemmtileg kodda- og sængurver sem er hneppt með stórum töium. Rúmfötin eru í Ijósum, mildum tónum sem skapa róandi andrúmsloft í svefnher- berginu og náttborðið er i svipuðum lit. Það er ágætis tiibreyting í kringlóttum náttborðum og góð hugmynd er að hafa vasa með fersk- um blómum í svefnherbergjum. Þetta er voldugt rúm og sterklegt. Himnasæng- in og umbúnaður rúmsins gefur því konunglegt yfirbragð. Svona stór rúm bera vel marga kodda því þeir gefa því meiri fyllingu. Pífulak og fallegt rúmteppi setja svo punktinn yfír iið. Náttborð eru hið mesta þarfaþing í svefnher- bergjum undir lampa, bækur og myndaramma. Rómantíkin í fyrirrúmi! Mjallahvít, efnis- mikil tjöldin gera þetta rúm örlítið leynd- ardómsfullt. Takið eftir siddinni en tjöldin eru lengri en gengur og gerist. 1 Blúndukoddaver og blúndurúmteppi eru sérstaklega rómantísk. Svona ver og ábreiður fást viða i verslunum en einnig er hægt að sauma þetta sjálfur og njóta eigin handbragðs í svefnherberginu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.