Vikan - 25.01.2000, Side 49
Neyðist þú til að taka dagbókina með þér upp í rúm?
að taka þátt í heimilisstörfunum (já,
strákarnir hafa líka gott af því). Til
að byrja með er tilvalið að láta
börnin fá auðveld verkefni sem þau
ráða vel við t.d. að sópa forstofuna
eða fara út með ruslið. Smám sam-
an er hægt að treysta þeim fyrir
flóknari verkefnum og stálpaðir
unglingar geta að sjálfsögðu tekið
fullan þátt í heimilisstörfunum.
Varla þarf að taka það fram að full-
orðið fólk sem býr á „Hótel
Mömmu“ er tilvalið í tiltektina.
6. Þvotturinn
Brjótið saman þvottinn um leið
og hann er orðinn þurr. Það er ekki
til neins að bíða, þú getur treyst því
að þremur dögum síðar verður
þrisvar sinnum meira sem þarf að
brjóta saman.
7. Ekki tivo hrein föt
Mörg börn setja gjarnan hrein föt
í óhreinatauskörfuna eða láta hrein
föt liggja á gólfinu hjá sér. Reyndar
eru það ekki bara börnin heldur
fjöldi fullorðinna sem hefur þennan
háttinn á. Gakktu strax frá hreinum
þvotti á réttan stað og þannig getur
þú komið í veg fyrir að þvo hann
aftur. Kenndu börnunum að setja
fötin á réttan stað um leið og það er
búið að brjóta hann saman.
8. Leiktu á sjálfan hig
Þeir sem eru alltaf fimm mínút-
um á eftir áætlun ættu að stilla úr
sitt þannig að klukkan sé tíu mínút-
um of fljót. Það ætti að hjálpa þér
að mæta á réttum tíma.
9. Láttu ekki símann
trufla big
Ekki hlaupa í símann ef þú ert að
verða of sein. Með nútímatækni
getur þú treyst á að sjá hver hringdi
í þig þar sem flestir símar hafa
númerabirti. Ekki hringja í einhvern
sem þú veist að talar lengi þegar
þú ert að flýta þér, þú getur verið
viss um að þá fyrst verður þú of
sein.
10. Möppur í mörgum litum
Til að halda pappírsmálunum í
skefjum er ágætt að vera með mis-
munandi lit pappaumslög undir
blöð og pappíra. Rautt umslag fyrir
greidda reikninga, blátt umslag fyrir
söngtexta o.s frv. Þeir sem eru í
námi geta sparað sér mikinn tíma
með því að aðgreina glósur og blöð
frá kennaranum í hverju fagi og
setja í mismunandi litar möppur.
11. Skipulag dagsins
Áætlaðu hversu langan tíma það
tekur þig að gera tiltekna hluti.
Skráðu svo hjá þér hvað það tók
langan tíma í rauninni. Við reiknum
oft með of litlum tíma í okkar dag-
legu verk.
12. Einn tiltektardagur
Á fjölskyldufundinum er ágætt að
ákveða einn dag í viku þar sem allir
hjálpast að við að taka til. Þið
ákveðið tímann sem tiltektin á að
taka og svo er bara að meta árang-
urinn að þeim tíma loknum.
13. Ekkert sjónvarp
- engin tölva
Takmarkaðu sjónvarps- og tölvu-
notkun heimilismeðlima á þeim
tíma þegar allir eiga að vera að
sinna sínum skyldustörfum. Það er
ágætt að hafa tölvunotkun sem
umbun fyrir vel unnin störf á heim-
ilinu en hún á ekki að vera sjálf-
sagður hlutur.
14. Á morgun
Reyndu ætíð að klára sem flest
verk að kvöldi til í stað þess að láta
þau bíða eftir þér næsta morgun.
Það er góð regla að gera nestið til-
búið kvöldið áður því fátt er eins
pirrandi og að vakna of seint að
morgni og eiga allt eftir.
15. Innkaupalistinn
Skrifaðu á miða hvað þig vantar
úr matvöruversluninni. Reyndu aö
koma hlutunum þannig fyrir að þú
þurfir einungis að versla einu sinni í
viku. Með slíkan lista kemur þú í
veg fyrir að þú kaupir einhvern
óþarfa og sparar þér ferðir í næstu
matvörubúð þegar þig vantar pipar
eða brauð.
hlutunum á réttan stað. Þið getið
ákveðið í sameiningu hvar vettling-
ar, húfur og hlífðarfötin eiga að
vera. Umslög, pennar, símaskrá
o.s.frv. þurfa að eiga sinn stað og
með því að geta gengið að hlutun-
um sem vísum sparast mikill tími.
19. Beint í ruslið
Líttu inn í skápana hjá og þér og
athugaðu hvort þar leynist ekki ým-
islegt sem má missa sín. Prófaðu
að setja þau föt sem þú hefur ekki
farið í síðustu sex mánuði í poka og
geymdu í nokkra mánuði. Ef þú
saknar þeirra ekki að þeim tíma
liðnum er tímabært að gefa þau til
Rauða krossins eða Hjálpræðis-
hersins. Oft safnast mikið rusl í
skápinn á baðherberginu, í flestum
tilfellum má sjötíu prósent af því
missa sín.
20. Ekki flækja hlutina
Ef þú og maki þinn eruð bæði
útivinnandi, þurfið að sinna heimili
og börnum að vinnutíma loknum er
ágætt að vera raunsær. Ekki fara aö
elda einhverja rosalega flókna
kvöldmáltíð. Það pirrar þig bara að
vera seint á ferðinni með allt hitt
sem á eftir kemur. Njóttu þess frek-
ar að elda flókna máltíð þegar þú
hefur nægan tíma.
16. Símanúmerin
Geymdu lista með nauðsynlegum
símanúmerum við hlið símans. Á
listann skaltu skrá símanúmer ykk-
ar foreldranna, ömmu og afa, neyð-
arsíma o.s.frv.
Það er líka góð regla að hafa
símanúmer kennarans og foreldra
annarrabarnaíbekknum.
17. Falinn fjársjóður
Búðu til umslag
eða finndu til kassa
þar sem þú getur
sett gjafir, teikning-
ar og listaverk
barnsins á einn og
sama staðinn. Barn-
ið hefur lagt mikla
vinnu í verkið þótt
þér finnist það
ómerkilegt. Þið get-
ið haft gaman af því
seinna meirað
skoða þessi dýr-
mætu listaverk.
18. Allt á sín-
um stað
Vendu þig og
þína á að ganga frá
Á J)essu heimili er skipulagið í lagi þrátt fyrir þrengsli.