Vikan


Vikan - 25.01.2000, Page 58

Vikan - 25.01.2000, Page 58
s til fagnaðar flðsenfl saga: Neyðarlegasta SendU Okkur skemmtilega sögu úr lífi þínu, hún má vera 1 vélrituð síða, í léttum dúr og á að fjalla um eitthvert minnisstætt atvik þar sem þú lentir í vanda. Við munum birta skemmtilegustu sögurnar og þeir sem fá sögur sínar birtar hljóta verðlaun sem eru ekki af verri endanum; Sheaffer Prelude sjálf- blekung. Sheafferpennar eru gæðagripir (eins og sjá má hér annars staðar á síð- unni!) og Prelude línan er sú vin- sælasta um þessar mundir. Prelude sjálfblekungurinn er einmitt rétti penninn fyrir nútímafólk, hann er hannaður sem sjálf- blekungur og hægt er að draga upp í hann blek úr blek- byttu, en einnig má nota blek- fyllingu ef það hentar eigandan- um betur. Á Preludepennanum er stáloddur, húðaður með 23 karata gulli og hann er sérstaklega hannaður til að falla vel í hendi. Skrlfaðu minninguna at neyðarieg asta atviki lífs þíns og sendu okkur hana. Við birtum sögurnar undir dul- nefni ef óskað er. Heimilisfang Vik- unnar er: Vikan, Seljavegi 2, 121 Reykjavík. Hver veit nema þú eignist merktan Sheaffer penna! morgunverð eða kaffibolla. Ég smurði varalit til málamynda á varirnar á mér og vonaði að það dygði til að laga aðeins útlitið. Hand- taskan mín var á sínum stað, ég fann frakk- ann minn án mikillar fyrirhafnar og lyklarnir lágu á hillu við útidyrnar. Nú var mér ekkert að vanbúnaði svo ég opnaði útidyrnar og hentist út. Á tröppunum stóð maðurinn minn, hafði augljóslega gleymt einhverju svo ég kyssti hann rembingskoss á munninn og hrópaði: Bless eiskan. En þá greip mig ónotatilfinning og ég leit við til að skoða ör- lítið manninn sem ég hafði kvatt svo inni- lega. Þarna stóð þá maðurinn í næsta húsi með bolia í höndunum og stamaði vandræðaleg- ur: Fyrirgefðu ekki geturðu lánað mér svolitla mjólk í kaffið. Ég laumaðist hálfaumingjaleg inn aftur, hellti fyrir hann mjólk í bollann og óskaði þess að maðurinn flytti úr hverfinu sem allra fyrst. Þetta atvik varð til þess að næstu vikur vaknaði ég á skikkanlegum tíma og pass- aði mig á að vera komin út úr húsi áður en nágrannar mínir fóru á stjá. s míns Þennan morgun hafði ég dormað í rúminu þótt langt væri síðan vekjara- klukkan hringdi og tilkynnti þar með að kominn væri tími til að drífa sig á fætur. Börnin voru farin að reka á eftir mér og eig- inmaðurinn þúinn að kalla nokkrum sinn- um. Alltaf umlaði ég að nú væri ég alveg að koma en sofnaði síðan strax aftur. Ég hrökk upþ með andfælum og sá að klukkuna vantaði tíu mínútur í níu og hentist upp úr rúminu. Andlitið sem mætti mér í baðherbergis- speglinum var tíu árum eldra en það sem ég hafði litið augum í sama spegli í kvöldinu áður. Hárið stóð út í allar átti og ég reyndi eftir bestu getu að bleyta það og greiða niður verstu lýjurnar. Næst hljóp ég eins og fætur toguðu inn í svefnherbergi og tætti föt upp úr skúffum og út úr skápum í örvæntingarfullri leit að einhverju til að fara í. Ég fór tvisvar í ósamstæða sokka áður en ég náði að para saman réttu einstaklingana úr sokkaskúff- unni og víst er að sjaldan hef ég verið jafn- ósmekklega til fara og einmitt þennan dag. Jæja, ég var komin niður í forstofu, auðvit- að var ekkert um það að ræða að fá sér Ég er ein af pessum b-manneskjum eða beim sem alltaf vilja sofa frameftír á morgn- ana en er syngjandi kát á kvöldin og langt fram eftir nóttu. Oft hef ég reynt að breyta bessu en bað er eins og engu skíptí hversu snemma ég geng til náða á kvöldin ég á alltaf jafnerfitt með að koma mér á fætur á morgnana. fluðvitað verður bena til bess að ég er alltaf á síðasta snúningi og hleyp venjulega um húsið í leit að lyklum, hand- tösku eða yfirhöfn rén um bað leytí sem ég ætti að vera komin af stað í vinnuna. Höfundurinn, Gedda, fær sendan glæsilegan nrerktan Sheaffer penna frá Andvara. ATH!: Munið að láta fullt nafn og símanúmer fylgja. 58 Vikan Texti: Gedda

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.