Vikan


Vikan - 11.07.2000, Síða 4

Vikan - 11.07.2000, Síða 4
Kæri lesandi W var ein þeirra sem Mj baðaði sig frjálslega M ' upp úr Bláa lóninu W. . við Svartsengi löngu áður en þar reis nokkur vísir að mannvirki. Maður að nafni Valur, mig minnir að hann hafi verið Magnússon, sem hafði þjáðst afslœmu psoriasis í mörg ár, datt það snjallrœði í hug að baða sig í lóninu í von um að það myndi verða til þess að draga úr ein- kennum sjúkdómsins. Hann keyrði nokkuð langa leið til þess að stunda böðin og eflaust hafa margir talið hann brjálað- an að liggja þarna í hráslaga- Lskningalind? legu umhverfinu í misheitu vatni með dynjandann frá Hitaveitu Suðurnesja í bak- grunninum. En viti menn, þessar tilraunir Vals urðu kveikjan að frekari rannsóknum og lœkningar- máttur lónsins kom í Ijós. Nú þekkir hvert mannsbarn á fs- landi þennan vinsœla stað og risin er heljarinnar miðstöð við lónið með stórum veitingasal, verslun sem selur lopapeysur og ýmis krem úr lóninu og svo mœtti lengi telja. Aðgangur ofan í náttúrulindina okkar er seldur dýrum dómi ogferða- mönnum er smalað inn í risa- stórar rútur eins og kindum í rétt til þess að skoða nátt- liruparadísina og eyða þar gjaldeyri sínum. Hljómsveitir taka upp myndbönd sín í dul- arfullu umhverfi lónsins og oft hefur lónið verið notað fyrir myndatökur á íðilfögrum fyrir- sœtum. En hvar œtli uppfinningamað- urinn Valur sé í dag? Hefur honum ekki verið eignaður heiðurinn afþví að uppgötva lœkningalindina miklu? Eða eru það þrœlar mammons sem hirða alla uppskeruna? Egfór nýlega í Bláa lónið á sérlega sólríkum ogfrekar heit- um sumardegi. Eg hlakkaði til að njóta veðurblíðunnar og svamla í lóninu. Eg varð hins vegar fyrir vonbrigðum með „nýja“ lónið. Pað var hvergi skjól þar og engin sólbaðsað- staða en aflýsingum að dœma bjóst ég auðvitað við sólbekkj- um og jafnvel Itvítri strönd. En „ströndin “ reyndist vera lítill reitur með svörtum sandi, ekki öllu stœrri en meðalsandkassi og hvergi var hœgt að sóla sig fyrir vindinum. Ég hafði frétt að maður gœti beðið um kísil ogfengið hann ífötu og bað starfsmann um eina slíka. Hann sagði að kísillinn hefði KLARAST daginn áður en kannski vœri von á honum seinni partinn. Bara svona eins og snúðarnir í bakaríinu vœru búnir. Það er óhœtt að segja að ég hafi orðið fyrir miklum von- brigðum með Bláa lónið. En það verður enginn fyrir vonbrigðum með Vikuna! Að þessu sinni erum við með einkaviðtal við Helgu Agnars Jónsdóttur sem var gift Önnu Kristjáns, kynskiptingi. Við tökum hús á umsjónarmönn- um Kastljóss og kynnum okk- ur einnig málin hjá Blairfjöl- skyldunni. Glæný smásaga, tískuumfjöllun og spennandi lífsreynslusögur eru á meðal efnis sem œtti að halda lesend- um hugföngnum. Njóttu Vikunnar! Hrund Hauksdóttir, ritstjóri Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir, vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði hf. Seljavegi 2, sími: 515 5500 fax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson, sími: 515 5515. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, sími: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, Guðriður Haraldsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Sigriður Sigurjónsdóttir vikanaugl@frodi.is. Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrímsson. Verð í lausasölu 459 kr. Verð i áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. á eintak. Ef greitt er með gíróseðli 390 kr. á eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði hf. Unnið i Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Áskriftarsími: 515 5555

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.