Vikan


Vikan - 11.07.2000, Qupperneq 12

Vikan - 11.07.2000, Qupperneq 12
I’aft er ætíð stutt í glcns og gnn hja þeiin skötuhjnnni oj> þeini fannst litiö tiltökuinál aft hregfta á leik fyrir Ijósinyndara Vik- unnar. Áhorfendur eru ekki vanir aft sjá þau í sófaniiin gófta en Sara lætur fara vel uni sig á meftan Gísli tekur púlsinn á lieiiiisniálunuin í iMoreimhlaftinii. irtæki og vinnur því líka mjög mikið. Við reynum að púsla tím- anum okkar saman þegar við erum bæði í fríi.“ Gísli: „Kærastan mín heitir Vala Ágústa og er íslenskunemi og blaðamaður á Morgunblað- inu, þannig að fréttir skipta miklu máli á heimilinu. Við eigum litla stelpu sem heitir Elísabet Unnur. Ég reyni að nota morgnana til að vera með dóttur minni, því hún er yfirleitt sofnuð þegar ég kem heim á kvöldin. Þegar við geng- um frá ráðningu vissum við að þetta yrði strembið ár og lítið unt frí. Við Sara höfum kannski tek- ið okkur frí frá tíu þáttum hvort í sínu lagi, maður stekkur ekk- ert í burtu eða getur tekið sér frí eftir hentisemi." Ung en reynslumikil Gagnrýni er einn fylgifiskur þess að starfa í fjölmiðlum og þau Sara og Gísli hafa ekki farið var- hlutaafhenni. Gárungarnir köll- uðu Kastljósþáttinn barnahorn- ið og margir töluðu um að þau litu út fyrir að vera svo óskaplega ung og óreynd. Sara: „Við heyrðum líka þessa gagnrýni og tókum henni með jafnaðargeði. Við erum tuttugu og sjö og átta ára, bæði með há- skólamenntun og starfsreynslu í faginu. Við létum þetta samt ekk- ert á okkur fá og getum glatt þá sem eru þessarar skoðunar að við eldumst með hverjum deginum.“ Gísli: „Þessar gagnrýnisraddir heyrast ekki lengur. Fólk er al- mennt ánægt með þáttinn. Ég skil alveg að einhverjum hafi fundist við vera ung. Við ákváð- um hinsvegar að vera ekkert að biðjast afsökunar á því vera ekki eldri en við erum og snúa því okkur í hag. Þess í stað erum við með þáttinn örlítið léttari og við reynum að taka hlutina ekki of hátíðlega þegar það á við og reynum að vera með skemmti- leg efnistök. I sumar ætlum við að hafa þæltina á léttum nótum, t.d. að sýna frá menningarvið- burðum og leiða fram á sjónar- sviðið ungt fólk sem hefur frá einhverju skemmtilegu að segja í bland við eldra fólk.“ Sara: „Það koma líka alltaf rosalega sterk viðbrögð þegar nýtt fólk kemur fram á sjónar- sviðið í sjónvarpi, kannski sér- staklega í Ríkissjónvarpinu. Fólk er vanafast og vill hafa andlit sem það þekkir fyrir augunum. Ný andlit lenda í hákörlunum og þurfa að sanna sig en síðan gleymist það að fólk var einhvern tímann nýtt á skjánum.“ Gísli: „Strax eftir fyrsta þáttinn hringdi til okkar fólk og þakkaði fyrir þáttinn. Ég held að þessi gagnrýni á aldur okkar hafi helst komið frá heldur litlum hópi.“ Þrátt fyrir annríkið við vinn- una eiga þau Gísli og Sara sér áhugamál sem þau geta þó sinnt af skornum skammti. Sara er dansáhugamanneskja, hún stundaði jassballett, ballett og nútímaballett frá því hún var sex ára gömul en hætti að dansa þeg- ar hún byrjaði í blaðamennsku. Hún stóð meðal annarra að gerð dansstuttmyndarinnar „Örsög- ur úr Reykjavík“ sem var frum- sýnd fyrir nokkrum mánuðum. Gísli á sterkan vinahóp sem í eru meðal annars vinir hans sem voru saman á leikskóla. Félags- skapurinn kalllast Spilafélagið Máni og meðlimir þess bralla ým- islegt saman, fara meðal annars saman til útlanda og svo má auð- vitað ekki gleyma spilamennsk- unni. Frækileg frammistaða Gísla Marteins í kringum Eurovision keppnina vakti mikla athygli í fyrra þegar Selma keppti í ísrael en skyldi Eurovision vera eitt margra áhugamála kappans? Gísli: „Nei, þetta kom bara upp í fyrra þegar Selma fór út. Málin þróuðust bara þannig að ég fór út og ég hef þá tilhneigingu að sökkva mér í þau mál sem ég tek að mér. Þar sem ég átti að kynna keppnina lagðist ég í sög- una og kynnti mér hana mjög vel.“ Sara: „Þetta er alveg dæmi- gerður Gísli. Hann kafar ofan í allt. Hann fór til London um dag- inn með vinum sínum í Hand- knattleiksfélaginu Höndinni og vakti margar nætur áður til að lesa sér til um bresku konungs- fjölskylduna. Hann er mikill öfgamaður." IVlas og málgleði Nánir samstarfsmenn eins og þau Gísli og Sara eru farin að gjörþekkja hvort annað. Gísli, hverjir eru helstu kostir Söru? Gísli hugsar sig lengi en svo kemur svarið, eða réttara sagt lofræðan. „Sara er skemmtileg, greind, mjög fordómalaus og alltaf í góðu skapi. Þetta gerir hana auð- vitað að hreint frábærum sam- .. starfélaga. Ég gæti ekki hugsað mér að vinna þessa vinnu með neinum öðrum en henni. Hún bætir mig upp og mér finnst við falla mjög vel saman í þessu starfi." Jæja, Sara, nú er kornið að þér. Sara er ekki tilbúin með ræð- una. „Mikið er ég fegin að þú byrjaðir að spyrja hann.“ Eftir svolitla stund er allt klárt. „Gísli er mjög jákvæður sem mér finnst mikill kostur. Gísli er líka mjög fljótur að hugsa og ótrúlega hug- myndaríkur og uppátækjasam- ur. Svo er hann alltaf í góðu skapi, ég hef alla vega ekki ennþá hitt á hann í vondu skapi.“ Þið getið nú ekki verið svona fullkomin í augum hvors annars eða hvað? Þau hlæja bæði og hvorugt er tilbúið að vera fyrra til að nefna gallana. Gísli: „Það er kannski helst að ég gæti nefnt að Sara er kannski helst til of slök í umræðunni um fótbolta svona í samanburði við félaga mína. Svo þarf ég aðeins að vinna í að breyta tónlist- arsmekknum hennar. Hún er til dæmis ekki hrifin af Bítlunum en ég er einlægur aðdáandi og vill geta spilað meira af tónlist þeirra hérna í vinnunni.“ Sara: „Gísli talar kannski helst tilof rnikið, hann mætti vera dug- legri að vinna og tala rninna." Gísli brosir að athugasemdinni en verður að bæta við: „Jú, Sara er rosalega samviskusöm og mætti ntinnka vinnuna til að geta talað meira við mig.“ Þið hljótið að rífast einhvern tíma! Þau skella bæði upp úr. Sara: „Ég myndi ekki kalla það rifrildi, meira svona rökræður. En það er mjög jákvætt því það er góð heilaleikfimi og fín upp- hitun fyrir þáltinn að eiga í rök- ræðurn við Gísla.“ Gísli: „Ég held ég geti fullyrt að við höfum aldrei orðið ósam- mála um efnistök eða viðmæl- endur í þáttinn hjá okkur. Við erum kannski ekki alltaf sam- mála um alla hluti en við ræðum þá til hlítar.“ Eftir töluverða fyrirhöfn kom í ljós að helsta deilumálið er kvenréttindamál og greinilegt að þau hafa mjög ólíkar skoðanir í þeim efnurn. Ekki reyndist unnt að gefa út aukablað með Vikunni þar sem þau Gísli og Sara gátu komið skoðunum sínum á fram- færi. Því ákváðunt við að ræða þessi mál ekkert frekar, kveðja þau í bili og þakka fyrir ánægju- lega samverustund. 12 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.