Vikan


Vikan - 11.07.2000, Page 14

Vikan - 11.07.2000, Page 14
Svarta perlan Josephlne Baker Þeír sem eru á besta aldrí um bessar mundir muna vel eftír því þegar hljómsveítin Sailor hvatti alla til að koma og sjá Josephíne Baker og fiðringur fór um strákana niður á Folies Bergere. Fólk sðng með, dansaði og klappaði en fæstir höfðu hugmynd um hver kon- an var sem lagið var ort tíl. losephine Baker var dansari og söngkona og ákaflega hæfileíkarík á báðum sviðum en Josephine var fyrst og fremst svo stórbrotinn per- sónuleíki að það eitt ætti að nægja til að halda nafni henn- ar á lofti til eilífðar. ■ W ún var fyrst amer- — ískrablökkukvenna x3 I I til að öðlast heims- ^ M _A_frægð og þótt hún ■= væri alltaf vinsælli í Evrópu en í “ heimalandi sínu, Bandaríkjun- w um, var nafn hennar þar þó á 3 hvers manns vörum. Josephine "2 kaus að búa í Frakklandi og var “ vinsælasta stjarnan á Folies = Bergere í París. f seinni heim- “ styrjöldinni lagði Josephine sig í 00 mikla hættu þegar hún bar boð ■- á milli manna fyrir frönsku and- 2 spyrnuhreyfinguna rétt undir nefinu á Pjóðverjum sem dáðu þessa þeldökku stjörnu. Eftir stríð var henni veitt Rosette de la Résistance og gerð að chevalier (riddara) Légion d’Honneur (heiðursriddarasveitinni) fyrir hugrekki sitt í þágu þjóðarinnar sem hún hafði gert að sinni. Jos- ephine barðist hatrammlega fyr- ir borgaralegum réttindum blökkumanna og hataði kyn- þáttafordóma. Til að sýna fram á að fólk af öllum kynþáttum gæti búið saman í sátt og samlyndi og vegna þess að hún elskaði börn, ættleiddi hún tólf börn af marg- víslegum uppruna. Þessa fjöl- skyldu sína kallaði hún regn- bogaþjóðflokkinn (The Rain- bow Tribe) og til að ala þau upp við kjöraðstæður keypti hún gamlan franskan kastala sem byggður var á fimmtándu öld. Josephine fæddist árið 1906 í St. Louis og var skírð Freda. Ætt- arnafn hennar var McDonald og móðir hennar var þvottakona sem bjó með og umgekkst hvern kærastann á fætur öðrum og fæst- ir entust mjög lengi með henni. Þetta varð til þess að faðerni Jos- ephine hefur oftar en ekki verið dregið í efa og sumir segja að hvítur maður, Jean-Claude Baker, hafi verið faðir hennar en aðrir að blökkumaðurinn Eddie Carson jazztónlistarmaður hafi notið þess heiðurs. Josephine var feitur krakki og hin börnin upp- nefndu hana og kölluðu hana Humpty Dumpty eftir eggkarlin- um fræga sem sat upp á vegg. Nafnið Josephine fékk hún árið 1910 þegar mamma hennar gaf það upp við manntal sem gert var í Bandaríkjunum það ár. Brenndi hendur barnsins með sjóðandi vatni Josephine var aðeins átta ára þegar hún var ráðin til að þrífa hjá hvítri konu sem lét hana sofa hjá hundinum í kjallaranum og brenndi hendur hennar með sjóðandi vatni ef uppþvottavatn- ið var ekki nógu heitt hjá henni. Josephine kynntist því kynþátta- fordómum snemma og segja má að hún hafi fengið að finna fyrir þeim á eigin skinni. Þrettán ára giftist hún Willie Wells sem var verkamaður í stálverksmiðju til að sleppa frá kvalara sín- um. Fljótlega eftir það yfirgaf Josephine Willie og hélt út í heim til að freista gæfunnar í leik- húsinu sem hún elskaði. Hún fékk vinnu í ferða- leikhúsi og ferðaðist með því um Bandaríkin. í Fíladelfíu hitti hún Willie Baker og giftist honum og þótt samband þeirra yrði ekki langlíft bar hún nafn hans það sem eftir var ævinnar. Hún fékk hlutverk í leik- ritinu Chocolate Dandies en í sýningunni voru eingöngu þeldökk- ir Bandaríkjamenn og til stóð að fara í sýningar- ferðalag til Parísar árið 1925 og sýna í Revue Négre. Þeg- ar til heimsborgarinnar fögru kom samþykkti Josephine að dansa nakin í sýningunni. Hún kom inn á sviðið alveg nakin að því undanskildu að hún hafð bleika flamingóafjöður milli fót- anna. París trylltist. Þessi glæsilega og bráðfallega blökkukona var eins og stytta úr íbenholti að sögn eins gagnrýn- andans. Josephine var alls stað- ar boðin velkomin og þótti ómissandi þegar þotuliðið skemmti sér. Árið 1926 kom hún fyrst fram í Folies Bergére fjöl- leikahúsinu og ekkert lát var á aðsókn að sýningum hennar. Hún var kölluð svarta perlan og það nafn festist við hana. Jos- ephine virðist hafa haft góða til- finningu fyrir því hvað þurfti, ekki bara til að slá í gegn heldur einnig til að halda vinsældum því hún gekk sífellt lengra íbúninga- hönnun sinni og kom fram í glæsilegum en ákaflega efnislitl- um skrautbúningum. Sennilega er bananabúningur hennar sá allra frægasti. Hann samanstóð af perluskreyttum brjóstahaldara og pilsi sem var ekki annað en bananar þræddir á streng. Vinsæl í Parfs en hafnað í Bandaríkjunum Sagt var að yfir 2000 karlmenn hefðu beðið Josephine að giftast sér fyrstu tvö árin sem hún dvaldi í París. Hátískuhönnuðir notuðu háan, grannan líkama hennar sem fyrirmynd þegar þeir hönn- uðu tískufatnað sinn og í búðun- um voru seldar Josephine brúð- ur, ilmvötn og hárvörur. Hún fékk sér hlébarða sem gæludýr og kallaði hann Chiquita. Um háls- inn bar hlébarðinn hálsband með semelíusteinum og Josephine fór með hann í gönguferðir í tjóðri um stræti og torg Parísar. Þetta var yndislegur tími fyrir litlu þybbnu stelpuna frá St. Louis sem mátti þola það að vera vís- að til svefns með húsdýrunum hjá sínum fyrri húsbændum. Hún opnaði eigin næturklúbb sem hún kallaði Chez Josephine og gerði í því að vera eins frjáls- leg í fasi og mögulegt var. Gestir hennar sögðu frá því að oft tók hún á móti þeim íklædd engu öðru en þremur blómum sem límd voru á þá staði sem líkleg- astir eru til að velgja viðkvæmum sálum og siðapostulum undir uggum. Vinsælasta lagið hennar var í þessum anda eða J’ai Deux Amours eða ég á tvær elskur. Um þetta leyti sneri hún aftur til Bandaríkjanna og fór í tónleika- ferð vítt og breitt um landið. Bandarískir áhorfendur tóku 14 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.