Vikan


Vikan - 11.07.2000, Side 19

Vikan - 11.07.2000, Side 19
mátti (Bölvaðir álfar). íslenski þýð- andinn sneri þessu snarlega, „Helvítis hommar.“ Þetta var barnamynd en þýðandinn greinilega ómeðvitaður um það. Allt of oft fá þýðendur að- eins handrit myndanna en sjá ekki myndina sjálfa. Rómantík við arineldinn: „Can I offer you a nightcap (næturhressingu)?" Má ég bjóða þér nátthúfu? Ur myndinni Coming home með Jane Fonda og Jon Voight: „See you around!“ (Sjá- umst!) Var þýtt: Sé þig hér í grennd. Héðan og baðan Ung menntaskólastúlka var fengin til að vera leiðsögumað- ur nokkurra ferðamanna fyrir mörgum árum. Úti á Álftanesi fór hún að tala um Bessastaði og forsetann okkar, Vigdísi Finnbogadóttur, sem væri lonelv, standing mother (einmana, stand- andi móðir). Stúlkan átti að sjálfsögðu við að Vigdís væri einstæð móðir. I bæklingi frá einum stór- mark- að- lárperumauk eða hrauðaldin- krem! Á stríðárunum vitnuðu ís- lensku blöðin stundum í Staff hershöfðingja en General Staff þýðir einfaldlega herforingja- ráð. Bíll með bandarískum hjón- um innanborðs stoppaði á miðju Miklatorgi og tafði alla umferð. Lögreglumaður á bif- hjóli kom mjög fljótlega á vett- vang og fór að reyna að gera við bílinn. Ekkert gekk og á endan- um sagði hann við hjónin: Well, I think we will have til „ýt“ that car. Islensk kona bjó um tíma í Englandi ásamt dætrum sínum. Hún kom þeim oft til að reita hár sitt vegna mismæla og rangrar orðanotkunar. Hún sagði stundum við innfædda að hún vissi vel að hún talaði með skoskum accident (slysi) í stað skoskum accent (hreim). Ef hún talaði um veðurfar notaði hún sjaldnast rétta enska orðið yfir það, climate heldur climax (fullnæging). Sama kona hafði eytt sumr- inu í Frakklandi og þurfti að mæta á áríðandi fund í Bret- landi. Fluginu seinkaði og hún kom hlaupandi inn á fundinn og sagði: „I'm sorry that I'm so ret- arded“ (þroskaheft). Retardé merkir of seinn á frönsku. eitthvað fyndið fram hjá þeim og í sumum tilfellum, þegar á að spara, þurfa blaðamenn sjálfir að prófarkalesa og þá er fjand- inn Iaus! Þessi auglýsing slapp í gegn hjá DV fyrir nokkrum árum: „3 fóstur óska eftir húsnæði.“ Um svipað leyti tókst prófarka- lesaranum að bjarga eftirfar- andi setningum frá því að fara í blaðið: „Hún var vel að titt- lingum komin.“ (Úr viðtali við fegurðardrottningu) og „Að höfðu samræði við hjónin ..." (Úr viðtali). Blaðakona var að flýta sér að ljúka við grein um heimilismál. Hún endaði á að setja fyrirsögn efst og sendi síðan í próförk á réttum tíma. Eftir smá stund kom prófarkalesarinn glottandi til hennar og spurði hvort fyr- irsögnin ætti virkilega að vera Limur í eldhúsinu? Blaðakon- an hafði ætlað að skrifa Ilmur í eldhúsinu og þannig fór fyrir- sögnin í blaðið, þökk sé próf- arkalesaranum. -Freudísk mis- mæli? Bókmenntir „Frank og Jói ákváðu að fara í gönguferð niður á strönd með döðlunum sínum.“ (Orðið „dates“ merkir bæði döðlur og og þá sem maður á stefnumót við.) Þýðandi nokkur skildi ekk- ert í því Profarkalesarar biarga! Prófarkalesarar þurfa aldeil is að hafa augun hjá sér í vinn- ^ unni. Stundum . ■ýs;.. ■ sleppur | hvað lögfræðingarnir gerðu marga hluti á barnum. Sem bet- ur fer áttaði hann sig á því, áður en bókin var fullþýdd, að „at the bar“ er í réttinum. „Ást, þetta litla. fjögurra stafa, flókna orð!“ Að lokum nokkrar „góðar" ástar- sögubvðingar: -Þegar þau höfðu fylgt Tom og Honoríu til dyra tók Max handleggina af öxlum Celine og nuddaði hnakkann. -Langir fótleggirnir voru huldir flottum reiðstígvélum til hálfs en að ofan var hann í fal- legri ullarpeysu. -Hurðarhandfangið snerist og hurðin opnaðist. Tunglskin- ið skein inn um hurðina. -Hann ýtti sér mótviljugur frá henni. -Hún hafði alltaf gengið með það í bakhöfðinu að Tom væri kannski bara að hitta hana til að geðjast föður sínum. -Hann hélt augnaráði hennar föstu og renndi vörum yfir mjaðmir hennar og brjóst. -Hún flatti lófann á brjóst- kassa hans. -Hún var ávallt með brosið á reiðum höndum. Mun færri þýðingarvillur sjást í sjónvarpinu en í kvikmynda- húsum. Sjónvarpsstöðvar hafa yfirleitt prófarkalesara í vinnu og þeir geta bjargað miklu. Villur í texta pirra marga en aðrir líta á þær sem hina bestu skemmtun. Þeir sem kunna ekki ensku geta lent í því að íslenski text- inn er ekki í nokkru sam- hengi við það sem er að gerast á hvíta tjaldinu og það stafar af því að margir þýðendur styðjast eingöngu við handrit en sjá kannski ekki sjálfa kvikmyndina sem þeir eru að þýða.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.