Vikan


Vikan - 11.07.2000, Síða 36

Vikan - 11.07.2000, Síða 36
Hjördís gefur uppskrifi að hollum og góðum grænmetisrétti 6NS „Matur sem börnin mín - H borða með bestu lysr lljordi.s asaint hörnum sínuiii Adani Sn;i' og Jarþrúöi Osk. Von var á Jó- hanncsi, cigin- inanni Hjördís ar, í niat á hverri stundu. segir Hjördís og brosir. „Sem nuddari vinn ég í mikilli ná- lægð við fólk og því sleppi ég að nota hvítlauk í þennan rétt þegar ég er að fara að vinna daginn eftir. Ég vil ekki vera angandi af hvítlauk á meðan ég nudda.“ Hjördís eldar þennan rétt oft fyrir fjölskylduna og not- ar hvítlaukinn bara um helg- ar. „Ég er mjög fegin að börn- in mín vilja borða hann en þau eru að öllu jöfnu ekkert sérstaklega hrifin af grænmet- isréttum,“ segir hún. Zuccinipottréttur að hætti Hiördfsar 1 laukur 'h blaðlaukur 6-8 kartöflui; meðalstórar 2 zuccini (kúrbítur) 3 msk. ólívuolía 2 heildósir niðursoðnir tómatar 1 dl vatn 1 grœnmetisteningur 1 hvítlauksgeiri, pressaður 1 'h tsk. salt 1 tsk. oreganó ‘h tsk. timian 'h tsk. pipar 10 stórir sveppir 1 hvítlauksgeiri, pressaður 'h msk. smjör 100 g gráðaostur jördís Þóra Jóns- dóttirvinnursjálf- stætt sem sjúkra- nuddari. Hún býr á Seltjarnarnesi og hefur einnig vinnuaðstöðu þar. „Fyrir löngu sá ég í blaði girnilega uppskrift að græn- metisrétti sem ég man ekki lengur hvernig er nákvæm- lega. Ég hef verið að breyta henni og bæta ýmsu við og er orðin svo ánægð með árang- urinn að ég breyti ekki meir,“ Aðferð: Saxið lauk og skerið blaðlauk í sneiðar. Afhýðið kartöflur og skerið í bita. Þvoið zuccinið og skerið það í sentímetraþykkar sneiðar. Hitið olíu í djúpri pönnu og látið lauk og blaðlauk krauma í henni í smástund. Setjið kartöflur og zuccini út í og bætið síðan tómötum, vatni, teningi, hvítlauksrifi og kryddi út í. Látið sjóða í 20-25 mínútur. Sneiðið sveppina og látið þá krauma, á sérpönnu, í smjörinu með seinna hvít- lauksrifinu. Setjið þetta út í grænmetið á djúpu pönnunni þegar fimm mínútur eru eftir af suðutíma. Látið blönduna í eldfast mót og rífið gráða- ost yfir. Bakið í ofni í 10 mín- útur við 200 gráður. Kryddaðar gerbollur og hrásalat er afar gott að hafa með. Kryddaðar gerbollur 50 g þurrger (1 pakki) 7 dl volgt vatn 1 tsk. salt 1 msk. sykur 'h dl matarolía u.þ.b. 16 dl hveiti 3h msk. basil 3h msk. timian 3h msk. mejram ‘h msk. grójtnalaður pipar egg til að pensla bollurnar Leysið þurrgerið upp í volgu vatninu. Blandið þurr- efnum og kryddi saman og bætið gervökvanum út í. Lát- ið deigið lyfta sér um stund og hnoðið það síðan niður. Mót- aðu bollur og láttu þær lyfta sér. Penslaðu bollurnar með egginu og bakaðu í ofni við 200 gráður þar til þær eru orðnar ljósbrúnar.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.